Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 12
1. GREIN UM BARÁTTUNA GEGN 1. Því fólki, sem nú býr við gnægð lækna með mikla kunnáttu og leikni, góð sjúkrahús, fjölda áhrifamikilla lyfja, verulega heilsugæzlu og öryggi lögskipaðra sjúkrasamlaga og trygg- inga, myndi bregða í brún, ef því væri kippt svo sem tæpa öld aftur í tímann. Margt af því, er þag sæi, þegar það færi að kynnast þvf þjóð- féiagi, er þá var, myndi vekja ógn og hrylling. Meðal þess, sem fyrir augu gæti borið, væri fólk hlaðið kaunum og sárum, neflausar ásjónur, ber and- 1 tsbein, hendur og fætur, sem fingur cg tær væru að rotna af. Það mundi sennilega fara um margan við það eitt að sjá slíka sjón. En sagan er ekki öll. Setjum svo, að þú, sem þessar línur lest, væri á ferðalagi árið 1890 eða þar Um bii. Þú hefur farig langan veg, og þig ber að kvöldlagi að lágreistum torf- bæ. Þú beinir ferð þinni þangað heim, því að þú ætlar að láta þar nótt sem nemur. Bóndinn, sem bíður gestsins á hlaði úti, heilsar þér með kossi. Það fer ekki fram hjá þér, að varir hans eru sárum sollnar, andlits- vöðvar dregnir saman í hnykla, döp- ur augu undir þungum augnalokum slegin ískyggilegu marki. Hendur konunnar, sem bæru fyrir þig góð- gerðir úr búri sínu, áður en þú gengir til náða, kynnu líka ag vera undar- lega tærðar og bæklaðar. Og loks gæti þér orðið starsýnt á það, þegar þú sæir eitt eða tvö börn skríða upp í rúmið í baðstofunni til einhvers lif- andi líks, er þar hvíldi í kröm sinni, blint og ómegnugt að veita sér björg. ■— Af draumum þínum á þessum gististað kunnum við ekki að segja. Þú hristir höfuðið. Slíkt hefur aldrei borið fyrir neinn ferðalang — ekki fyrir sjötíu árum að minnsta kosti. En þú skalt fara hægt í slíkar full- yrðingar. Sjötxu ár eru að sönnu 6kammur tími. Samt er hæpið, að þú áttir þig á því í fljótu bragði, hvað þá var til af mannlegri eymd — og skeytingarleysi. II. Þetta fólk sem ferðalangurinn okk- ar komst í kynni við, var lostið þungum skapadómi. Það var holds- veikt, líkþrátt, spítelskt, spillt.' Ægi- legri dómur varð varla kveðinn upp yfir nokkrum manni. En þag var al- mannatrú, enda studd af mörgum hinna eldri lækna, að holdsveikin væri frekar ættgeng en sóttnæm. Þess vegna var illur bifur hafður á börnum holdsveikra foreldra og þeim meinað hjónaband, 'er báru einkenni sjúkdómsins, en engrar varúðar gætt i umgengni við sjúklingana. Þó lék íums staðar það orð á, að viðsjárvert gætj verið að kvænast ekkju holds- veiks manns hin fyrstu fimm ár eftir fráfall manns hennar. Kringum 1870 skrifaði Eðvald John- sen læknir svolátandi hugvekju í Ný félagsrit, almenningi til leiðsagnar: „Það er allólíklegt, að holdsveiki útbreiðist við það, þótt mehn um- gangist holdsveika, því þag er marg- reynt, að holdsveikir menn geta lifað á bæjum saman við annað bæjarfólk um langan tíma, án þess að það fái veikina, og að hjón hafa lífag saman allt að tuttugu ár og annað verið holdsveikt, en hitt ekki sýkzt“. Slík ummæli hvöttu ekki til mik- illar aðgæzlu, og fram á þennan dag hafa verið uppi menn, sem í bernsku sinni sváfu hjá þessu kaunafólki eða höfðu sjúklinga á frumstigi sýnilegr- ar holdsveiki, að rekkjunaut í veri eða vistum á æskuárum. Ef vel væri leitað, kynni líka að finnast roskið fólk, sem minnist þess frá uppvaxtar- árum sínum, að holdsveikur maður kenndi þvj að lesa og fylgdi línunum með vísifingri, sem var að því kom- inn að missa fremsta köggulinn. í endurminningum Böðvars Magn- ússonar á Laugarvatni er frá því sagt, hvernig hann og systkinj haixs léku sér grunlaus, ásamt fleira ung- viði, við holdsveikan kararmann í Út- hiíð x Biskupstungum, Einar Þórðar- son frá Hrauntúni, og þágu úr hönd- um hans, hálfrotnuðum og flakandi í sárum, ýmiss konar lostæti, sykur- mola og lummur, sem hann geymdi til þess að gleðja börnin og hæna þau að sér sér til dægrastyttingar. Slíkt gerðist miklu víðar. Sumt þessa holdsveika fólks fór um á meðan það var rólfært. Það var nógu brjóstumkennanlegt til þess, að því gafst vel á ferðalögum. í endur- minningum Sigurðar f Görðunum, skráðum af Vilhjálmi S. Vilhjálms- syni, er smásaga um þetta fólk. Hún er frá árinu 1884. Drengurinn var að hyggja að kind- um í Öskjuhlíðinni, er hann sá þar undarlegt fólk í áningarstað, þrjár konur og tvo karlmenn, og hafði hóp- urinn tvo hesta, grindhoraða, sér til fararléttis. Fólkið starði rauðum, ná- lega hvarmalausum augum, syndandi í vatni, á agndofa drenginn. Skertar hendur þess fálmuðu um pokaskaufa. Eyru og nefbjargir vantaði á sumt. „Þetta hafa verið holdsveikir vesal- ingar af Suðurnesjum“, sagði móðir drengsins, þegar hann kom heim og sagði tíðindin. „Þeir eru að koma undan vetrinum, þessir aumingjar". Þetta fólk tók sép þar gistingu, er það vænti helzt, að einhverju yrði að því vikið. Næstu nótt var öðrum vísað til svefns í rúmunum, sem það hvíldi hrör sitt í. III. Holdsveikin er talin eiga uppruna sinn í Austurlöndum. Hún barst frá Fönikíu til Grikklands, og hermönn- um Pompejusar er kennt um að hafa 588 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.