Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Blaðsíða 18
KINVERSK SAGA EFTIR Ll KUNG-TSO: KONUNCSRIKIÐ Chunyu Fen var maður drykkfelld- ur. Hann hafði þegar sóað helmingi eigna sinna. Það er ekki með vissu unnt að skera úr því, hvort hann hafði misst eigur sínar með því að drekka með vinum sínum og eyða peningum í dræsur, eða vegna þess, að líf hans var nú einu sinni ein hringavitleysa; ef við viljum komast göfugmannlega að orði, má náttúr- lega orða þetta kurteislegar og segja, að hann hafi átt erfitt með að finna sjáifan sig. Hann hafði einu sinni verið útnefndur liðsforingi í her- deild, en var rekinn þaðan fyrir óreglu og drykkjuskap. Nú var hann atvinnulaus og frjáls og eyddi dög- unum í hópi vina sinna, og fjármun- irnir minnkuðu stöðugt með auknu drykkjuþoli hans. Hann hugsaði -stundum, þegar hann var ódrukkinn, um bernskuhugsjón sína, er hann dreymdi stóra drauma um frama í hernum Og hann grét fögrum tárum yfir týndum vonum sínum, en þegar hann hafði fengið sér einn sopa af hinum „gullnu veigum“, var hann ánægður og hamingjusamur á ný. Hann bjó á föðurleifð sinni, ná- lægt Kwangling, sem er um það bii þrjár mílur frá höfuðborginni. Fyrir sunnan hús hans var stór grasflöt, og á henni var stórt og ævafornt tré, og undir grænum blöðum þess hélt hann vinum sínum drykkjuveizlurn- ar. Svona tré na oft háum aldri. Stund um kemur það fyrir. að þau skjóta fram greinum á ný, eftir að hafa virzt algerlega líflaus í þrjátíu eða fjöru- tíu ár; og annað líf trésins hefst. Þetta tré, sem stóð þarna í garðin- um hans Fens, var ákafiega gamalt, og mátti greiniiega sjá það á hinum mikla greinafjölda, sem teygði sig í allar áttir. Dág nokkurn var Fen svo drukk- ’nn, að hann fór að gráta (Það var nánar tiltekið í september árið 792, eða svo segja vinir hans). Hann - ýsti því yfir, að hann væri djúpt snortinn af þessu stóra, gamla tré. Hann hafði leikið sér undir því barn, og hið sama höfðu faðir hans og afi , ert. Nú var hann að eldast (en sann 'eikurinn var sá, að hann var ekki þrítugur). Hann grét svo beizklega, að vinir hans, Chou og Tien, báru hann aftur inn í húsið og lögðu hann á hvílu upp við vegginn rétt við eystri útganginn. „Nú skaltu leggja þig smástund, og þú hressist von bráðar. Við skul- um vera hjá þér og gefa hestunum | 594 og þvo fæturna á okkur og bíða, þar til þér líður betur“. Fen féll í djúpan svefn. Hann hafði varla lokað augunum, þegar hann sá tvo sendiboða í purpuralitum ein- kennisbúningum koma til sín, hneigja sig hátíðlega og segja; „Konungur- inn í Lókustaníu sendir kveðjur sín- ar. Hann hefur sent vagn eftir þér og býður þér að heimsækja sig“. Fen reis skjótlega á fætur og og klæddist sínu bezta skarti, og þegar hann kom út að hliðinu, sá hann glæsiiegan grænan vagn og drógu hann fjórir hestar, lagðir gull- borðum og skreyttir hátt og lágt, sömuleiðis biðu hans sjö eða átta konunglegir hirðmenn. Hann fór inn í vagninn og sam- stundis tóku hestarnir stefnu niður í jörðina, þar sem grafin hafði verið gryfja við rætur trésins. Honum til furðu óku hestarnir beint í gegn. Þegar niður kom, sá hann blasa við sér nýtt og fagurt landslag, með hæðum og fljótum, sem öll komu hon- um ókunnuglega fyrir sjónir. Þrjár eða fjórar mílur undan sá hann háa borgarmúra og turna. Á veginum var mikii umferð, en allir viku til hlið- ar fyrir hinum konunglega farkosti. Þegar þeir komu að borgarhliðinu, sá Fen stóra gullna stafi þvert yfir turninn. þar sem á stóð;Kon'ungsríkið Lókustanía. Á götunum úði og grúði af fólki. Allir virtust vera önnum kafnir og starfandi og hann furðaði sig á, hvað allir voru laglegir og geðþekkir. Þeir heilsuðust og skiptust á fáeinum orðum og góðum óskum um, að allt gengi nú vel þann dag. Hann skildi ekki. við hvað þeir voru svona önnum kafnir. en öllum virtist liggja mikið á. Verkamenn báru þunga poka á höfðinu. Þarna voru líka hermenn, sem stóðu þráðbeinir á sínum stöð- um. háir og laglegir og klæddir í snotra einkennisbúninga. Konungleg sendinefnd tók á móti honum við hliðið og honum var fylgt að reisulegu húsi, og umhverfis það voru margir smágarðar og einn aðal garður. Hann hafði varla dvalizt þar fimm mínútur, þegar hirðmaður til- kynnti honum, að forsætisráðherrann væri kominn til að hitta hann. Þeir hneigðu sig hvor fyrir öðrum og for sætisráðherrann tjáði Fen, að hann væri kominn til að leiða hann fyrir konunginn. „Hans hátign, konungurinn, tetlar að gifta þér næstelztu dóttur sína“, fræddi forsætisráðherrann hann um. „Yðar auðmjúki þjónn er alls óverður þessa heiðurs", sagði drykkjuhrúturinn, en var innra með sér næsta hrifinn af heppni sinni. „Hamingjan hefur orðið mér hliðholl að lokum“, hugsaði hann með sjálfum sér. „Eg skal sýna fólkinu, að ég, Chunyu Fen, get staðið mig. Eg skal vera heiðvirður og skyldurækinn þjónn hans hátignar og góður starfs- maður fyrir þjóðina. Nú breytist allt líf mitt, það verður ekki lengur innan- tóm hringavitleysa, og ég skal svei mér sýna þeim, hvers ég er megn- ugur“. Hundrað metra frá húsinu komu Fen og forsætisráðherrann inn um stórt, rautt hlið með gullnu útflúri. Varðmenn og hermenn með sverð og boga stóðu heiðursvörð. Fen hafði aldrei fundizt hann jafnþýðingar- mikill maður og á þessari stundu. Hann sá þarna vini sína. Chou og Tien, í mannfjöldanum, sem safnazt hafði saman til þess að hylla hann. Og þegar hann fór hjá, veifaði hann þeim alþýðlega og varð um leið hugs- að til þess, hvað þeir hlytu að öfunda hann mikið. í fylgd með forsætisráðherranum gekk hann upp tröppurnar og inn í mikinn og stóran sal, og taldi hann víst, að þetta væri einkaherbergi konungsins. Fen þorði varla að líta upp. Hirðsiðameistarinn sagði honum að krjúpa á kné, og gerði hann svo. „Við höfum fengið beiðni frá lotn- ingarverðum föður þínum“, sagði konungurinn. „Hann hefur sýnt okk- ur þann heiður að bjóðast til að leyfa þér að eiga dóttur okkar, Yaofang. Við höfum tekið þá ákvörðun, að prinsessan, okkar næstelzta dóttir, skal verða konan þín“. Drykkjuræfillinn var svo yfir sig hrifinn, að hann gat varla stamað fram þakkir sínar. „Nú máttu fara og hvílast vel í nokkra daga, skoða borgina og kynn- ast fólkinu. Forsætisráðherra minn mun fylgja þér og sýna þér hið mark- verðasta. Eg undirbý brúðkaupið, sem skal standa eftir fáa daga“. Og varla hafði hann sleppt orðinu, fyrr en allt varð svo. Nokkrum dög- um síðar var borgin skrýdd og prýdd, og allt fólkið kom til að fylgjast með brúðkaupi prinsessunnar, sem var klædd í dýrindis búning, alsettan gimsteinum og gulli, og fylgdu henni fallegar brúðarmeyjar. Prinsessan var líka svo góð og vitur og elsku- leg, að Fen varð ofsalega ástfanginn af þenni við fyrstu sýn. Á brúðkaupsnóttinni sagði prinsess- an við hann; „Eg get beðið föður minn að útvega þér stöðu — þú mátt sjálfur ráða, hvað þú tekur þér fyrir hendur". „Ef ég á að segja alveg satt“, sagði brúðguminn, „hef ég legið í leti í T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.