Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 15
Mannslífin voru ekki í háu gengi, Þeir, sem féllu frá, voru möglunarlaust færSir til greftrunar, og það hvarflaði að fáum. að mörg banameinin væru sjálfskaparviti. á þennan voöa, og beinir því hisp- urslaust til Schierbecks landlæknis, að honum sé skyldast að ganga fram fyrir skjöldu. En ef til vill hefur ráðið nokkru um það, hvenær séra Ólafur greip pennann, að hann var um þessar mundir að flytjast brott úr Holtaþingum vestur að Arnar- bæli, því að óefað hefur hann kallað yfir sig reiði hinna sjúku manna og skylduliðs þeirra, er fyrir alla muni vildi í lengstu lög dyljast ógæfu sinn- ar, eftir því sem kostur var. V. Gíeínar séra Ólafs Ólafssonar rösk uðu ekki til muna svefnró ráðamanna í landinu. Þeir ypptu öxlum yfir bráð læti austanprestsins. Sumum kann að hafa þótt þær ungæðislegt frum- hlaup. En samt dró til tíðinda ein- mitt sömu misserin. í bæjarspítalanum í Kaupmanna- höfn starfaði ungur aðstoðarlæknir, Eðvarð Ehlers, sérfræðingur um húð sjúkdóma og kynsjúkdóma. Faðir hans hafði verið borgarstjóri í Kaup mannahöfn og beitt sér fyrir breyttu skipulagi borgarinnar við misjafna dóma samtíðarinnar og látið lítt á sig bíta, þótt hann sætti aðkasti fyrir það, er hann taldi nauðsynlegt að gera. Sonurinn var óragur sem faðir- inn og ef til vill nokkuð ógætinn og lét margt fjúka, hvort sem öðrum líkaði betur eða verr. Áhugi hans beindist að holdsveiki, og hélt hann eindregið fram þeirri kenningu, að hún væri sóttnæm. Gerðist hann síð- ar heimskunnur brautryðjandi um holdsveikivarnir og andaðist heiðri krýndur árið 1937. Þá hafði hann í ellefu ár getað glatt sig við stórridd- arakross íslenzku fálkaorðunnar — ef hann hefur ekki brosað góðlátlega að því, hve síðkomin var þökk íslend- inga fyrir það verk, sem hann vann í þeirra þágu. Nú skipaðist svo, að þessi ungi læknir réðst til íslandsferðar sum- arið 1894 með stuðningi dönsku stjórnarinnar til þess að rannsaka hér útbreiðslu holdsveiki og leita úrræða til þess að vinna bug á henni. Var koma hans boðuð með löngum fyrir- vara og sjúklingum ráðlagt að sækja hans fund. Ehlers mun þegar hafa látið sig dreyma um mikil afrek i íslandsför- inni, og hafði hann í huga dæmi tveggja lækna, sem áður höfðu verið sendir þangað og getið sér mikinn orðstír. Það voru þeir Pétur Anton Schleisner og Haraldur Krabbe. Schleisner kom til Vestmannaeyja árið 1847 til þess að leita ráða gegn ginklofa þeim, er deyddi mikinn hluta allra barna, er þar fæddust.Þóttlækna vísindin hefðu þá ekki hugboð um sýkla og þaðan af síður veirur, komst Schleisner að þeirri niðurstöðu, að barnadauðinn stafaði af óhreinlegri meðferð á naflastreng barnanna. — Hann kom á fót fæð'ingarstofnun í Vestmannaeyjum, þar sem kennt var, hversu verjast mátti ginklofanum. Við það tók alveg fyrir barnadauð- ann af völdum hans. Schleisner hafði létt af Vestmannaeyjum hinum þyngstu álögum, er lengi hafði legið sem mara á fólki þar. Krabbe kom hingað árið 1883 þeirra erinda að rannsaka sullaveikina, sem þjakaði íslendinga svo mjög, að Jón landlæknir Þorsteinsson ætlaði, að sjöundi hver íslendingur hefði ein- hvern tima kennt hennar. Annar land læknirl Jónas Jónasson, taldi þetta þó stórlega ýkt og áleit, að einn af hverjum sex tugum væri sullaveik- ur. Krabbe staðfesti með rækilegum tilraunum, það sem reyndar var vit- að áður, hverjir væru sýkingarhættir sullaveikinnar. Egg úr smávöxnum bandormi, sem dafnaði í þörmum hunda, barst frá þeim í menn og skepnur (sauðfé og nautgripi), og ollu þeir sullum. Hundarnir átu sollin líf- færi sláturdýra á blóðvelli og fóstruðu síðan bandorma. Þegar Krabbe hafði fundið, að bandormar voru svo tíðir 59 s T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.