Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 19.08.1962, Side 16
íslenzkur sveitabær áriS 1694. í íslenzkum hundum, að rúm tuttugu og átta af hverju hundraði voru sýkt- ir, var augljóst mál, á hverju grund- valla skyldi baráttuna til útrýmingar sullaveikinni. Markaði Krabbe ræki- lega veginn fyrir sullavarnaraðgerð- um hlutaðeigandi stjórnarvalda. Báðir þessir menn, Schleisner og Krabbe, hurfu heim til Danmerkur, sem miklir velgerðarmenn íslendinga. Ehlers sá sjálfan sig við hlið þeirra sem sigurvegara yfir holdsveikinni á íslandi. VI. Ehlers steig hér á land um miðbik júlímánaðar, og var í för með honum danslcur læknakandídat, Hansen að nafni. Fór hann þegar á gufubátnum Elínu upp í Borgarfjörð, en fékk sér síðan hesta og fylgdarmenn til ferðar austur í sveitir. Var Guðmundur Guð mundsson frá Torfastöðum í Grafn- ingi, læknastúdent á fertugsaldri, túlkur hans, bæði þá og síðar. Ehlers reyndist hinn ótrauðasti ferðamaður, þótt hann væri alls ó- vanur þeim örðugleikum, sem mættu honum hér. Hann kvartaði lítt, þótt þreytandi væri fyrir útlendan mann að ríða langar dagleiðir, oft um tor- færa vegu í misjöfnu veðri, og létekki vatnsföllin á Suðurlandi ægja sér.Stór brotin náttúrufegurð landsins heill- aði hann þegar. Gististaðir voru vald- ir, þar sem myndarlegast var hýst, — hjá læknum, prestum og snyrtilegustu bændum, svo sem venja var, þegar útlendingar voru á ferðalögum. Hvar vetna var þessum gestum tekið hið bezta, og þótti Ehlers þegar mikið til gestrisni og gréiðasemi lands- manna koma. En hann var ekki á skemmtiferð. Hann hafði augun hjá sér og gerði sér far um að kynnast háttum almenn ings og siðum. Leit hans að holds- veiku fólki leiddi hann beint inn í sum hin ömurlegustu húsakynni landsmanna, þar sem hin lifandi lík hvíldu í kör og kröm og máttu sig ekki hræra. Það var margt, sem honum blöskr- aði, þegar hann fór ofurlítið að kynn- ast landshögum. Hann hafði ekki fyrr séð torfbæi. Örbirgðin í kotun- um blasti við augum gestsins, og þó ofbauð honum meira óþrifnaðurinn. Daunninn fyllti vit hans í yfirfullum baðstofunum, þar sem tveir og jafn- vel þrír sváfu saman í rúmi og þeg- ar hann fór að huga að loftræsting- unni, sá hann, að gluggaborurnar voru negldar aftur. Hann fór ekki dult með þann óhugnað, sem þessi hýbýli og lífsvenjur vöktu hjá honum. Hann varð þess líka áskynja, að holdsveikissjúkiingarnir voru miklu fleiri en skýrslur hermdu. Þeir streymdu til hans á þá bæi, þar sem hann hafði viðstöðu, enda hafði hjá sumum þeirra glæðzt sú von, að hann hefðj meðferðis læknisdóma, er gætu bætt mein þeirra. Þeir voru þó líkatil, sem reyndu að hliðra sér hjá því að verða á vegi hans. En hann sótti þá heim, ef hann spurði til þeirra og gat komið því við, og hann gerði sér ferð'ir til frekari rannsóknar á heim ili holdsveikisjúklinga, sem gáfu sig fram sjálfkrafa. Eftir skamman ííma var hann búinn að finna sunnanlands nálega jafn marga sjúklinga og áttu að vera á öllu landinu. Skeytingarleysi manna í umgengni við sjúklingana gekk alveg fram af honum. Frændur þeirra og vinir heils uðu þeim með kossi, en aðrir með rækilegu handabandi, og var því engu skeytt, þótt varir þeirra væru kaun- um slegnar og fingurnir hálfrotnaðir af höndunum. Ehlers fékk ekki einu sinni sjálfur undan þessum handa- böndum vikizt, því að hann fann, að hver tilraun til þess var virt til hinn- ar mestu móðgunar. En kossum sjúkl inganna tókst honum að verjast á öll- um ferðalögum sínum um ísland. — Þetta var talsvert ólíkt því, er hann átti að venjast I bæjarsjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Og það var svo sem ekki verra en annað, þótt menn kysstu og föðmuðu sjúklingana. Heilbrigt fólk svaf hik- laust við sömu rúmföt og sjúkt fólk og hvíldi jafnvel hjá því í rekkju. Sjúkar konur önnuðust matseld fyrir heimamenn og gesti, ef þær voru ról- færar og gátu stýrt höndum sínum. Farlama sveitarómagar voru eitt ár- ið á þessum bænum og annað árið á hinum. Þannig var til þess stofnað, að Baðstofa á vel Hýstum sveitabæ fyrir síðustu aldamót. 592 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.