Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 9
¥ Það er ofsagt, að Björn Ólafsson sé fæddur með fiðluna í höndunum, eti þó munar ekki nema fimm árum, að það sé satt. Um það bil sem önnur börn fóru að þekkja fyrstu stafina, kallaði hann fram fyrstu tónana á blikkfiðluna, sem hann fékk í jólagjöf fyrir fjörutíu árum. — Síðan hef- ur fiðlan ekkí sloppið úr höndum hans og verið hon- um jafnmikill veruleiki og hendurnar sjálfar, sem lög- uðu vöxf sinn eftir strengj- um og boga. — Hljómlistin var talin eitt af nauðsynjamálum þessa heims á heim- ili foreldra minna, segir Björn. — Við krakkarnir lærðum öll að spila, og pabbi og mamma voru bæði söngelsk. Ég hef alltaf verið næmur fyrir öll- um hljóðum og þótti mikill fengur að blikkfiðlunni, og þegar ég var sj.ö ára, byrjaði ég að læra hjá Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara. Ég var BJÖRN og fiðlan. „ÞETTA ER EINS OG AD VERA MORFINiSTI” segir Björn Ólafsson fiðluleikari, sem fékk fyrsfu fiðluna sína fimm ára gamal! hjá honum, þar til Tónlistarskólinn var stofnaður 1930, fór svo til Vínar tveim árum seinna, en kom aftur og tók gagnfræðapróf og burtfararpróf frá tónlistarskólanum, síðan fór ég aftur til Vínar 1934 og var þar fram að stríðsbyrjun, Það var mikil músik í_ Vín, og fólkið var háð tónlistinni. Ég spilaði mikið þar og kom fram sem einleikari og „kammermúsikk- er“. Eiginlega var ég búinn að ráða mig við philharmóníuna, en þá kom stríðið og breytti öllu. Ég fór listarskólann. heim og tók strax til starfa við tón- — Þú hefur spilað í Bandarikjun- um líka, er það ekki? — Jú, ég fór fyrst til Bandarikj- anna 1947 og var einn vetur hjá Ad- olf Busch og drakk í mig mikil áhrif frá honum. En 1959 mynduðum við tveir íslendingar og tveir Bandaríkja menn úr Boston-sinfóníuhljómsveit- inni kvartett og fórum f hljómleika- för til Ameríku, héldum alls sautján hljómleika þar, og svo spiluðum við líka hérna heima. — Ég hef mikinn áhuga á að byggja hér upp góðan strengjakvartett, en tíminn mun leiða í ljós, hvort það verður hægt. — Æfðirðu mikið á þínum yngri árum?^ — Ég hef alla tíð æft mikið og geri enn £ dag. Ég álít, að vinna sé aðalsmerki: — Eina aflið, sem er ein- hvers virði, kemur innan frá og j sprettur upp af þekkingu og kunn-; áttu, sem hefur orðið til fyrir miklr.; vinnu. Miðað við þá reynslu, sem ég j hef fengið við kennslu, held ég, að ; hæfilegt sé að æfa 3—5 tíma á riag i eftir því, hve nemandinn er þrek- mikill og úthaldsgóður. Það er ;:niU ef barn, sem er að byrja að læra ;• f:r hálftíma á dag án þvingwiar " • r> T f M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ u

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.