Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 10
æfing kemur með me'jri áhuga. Ég held ,að það sé ekki gott að æfa 7—8 tíma á dag, því að hljómístin á ekki bara að vera vinna, hún á líka að vera leikur. — Þeir eru orðnir margir fiðlar- arnir, sem þú hefur kennt. — Já. Hér hefur þörfin aðallega verið sú, að kenna og byggja upp sin- fóníuhljómsveit, og mitt starf hefur aðallega farið i það. — Ég er eigin- lega þrískiptur; yfirkennari í tónlist- askólanum, konserumeistari í sin- fóníuhljómsveiinni og einleikari og „kammermusikker". í stærra þjóðfé- iagi hefði maður látið sér eitt af þessu nægja. — Áttu ekki marga fyrrverandi nemendur í Sinfóníuhljómsveitinni? — Þorrinn af strokleikurunum hef ur verið hjá mér að minnsta kosti einhvem tíma, og ég stofnaði skóla- hljómsveitina 1944 og hef haft hana síðan að einu ári undanskildu. Hún er auðvitað alltaf háð efniviðnum í skólanum, en er nokkurs konar for- skóli, þar sem nemendurnir fá æfingu í hljómsveitarleik og í því að leika saman yfirleitt. Hún er mjög hentug til þess að gefa duglegum nemendum tækifæri til einleiks, og ég vona, að henni vaxi fiskur um hrygg, þegar vð byrjum í nýja skólanum bráðlega. Það er gott að vinna með unga fólk inu, og ég er líka svo ungur sjálf- ur, reyni að minnsta kosti að vera það. Það eru líka margir efni- ieg-T nemendur í skólanum, og kennsl an er mér alltaf ný. Eg verð að þreifa mig áfram í hvert skipti, sem ég fæ nýjan nemanda og hef ekki sömu að- ferð við neinn, þótt grundvallarat- riðin séu þau sömu. — Hvernig fellur þér við tón- listarstefnu yngri tónskáldanna? — Eg vil ekki dómfella hana, og ef ég fyndi einhvern kjarna í henni, gripi ég utan um hann. En þótt ég hafi verið tengdur tónlist í fjörutíu ár, finnst mér ég eiga langt í iand að skilja þennan nýja tíma tónlistar innar, sem hefur verið að skapast siðastliðin 15—20 ár. Béla Bartok þótti nýtízkulegur, þegar hann dó 1945, en nú stendur hann nær hin- um klassísku tónskáldum heldur en tónskáldum nútímans og sömuleiðis Alban Berg. Sú tónlistarstefna, sem nú er að rísa upp, virðist slíta öll tengsl við fortíðina, og öll sú undir- staða, sem ég er búinn að pæla í að eignast, kemur ekki að gagni í nú- tímatónverki. Þó er ég allur af vilja gerður til þess að komast inn í slíkt verk, ef ég finn einhvem lífsneista í þvi. Eg og mín kynslóð íengum okkar tónlistargrundvöll og þekkingu með því að leika hin sígildu verk meistaranna. En sá grundvöllur er einskis virði, þegar maður á að leika nútímasónötu. Fiðlan nýtur sín alls ekki í nútímatónverki: — Þegar farið er að ískra og lemja á hana og klípa í hana, er hún ekki lengur strokhljóð- færi. Við kennum okkar nemendum með sama hætti og okkur var kennt, en sú kennsla kemur ekki að tilætluð- um notum, ef þessi nýja tónlistar- stefna verður ofan á. Þar er hennar ekki þörf. — Eg þekki mörg okkar yngri tónskálda sem vandaða og dug lega tónlistarmenn og efast ekki um, að þeir hafi viljann og löngunina til að skapa, en andinn í verkum þeirra er mér framandi, og ég bíð enn eftir Mozart hinna nýju tíma. — Hvaða verk eru þér dýrmætust? — Eg hef haldið mest upp á Beet- hoven — og Brahmsfiðlukonsertana og Bach-sónöturnar, en einhver göfug- ustu og mestu tónverk, sem sköpuð hafa verið, að mínu áliti, eiu síð- ustu kvartettar Beethovens, sem hann samdi heyrnarlaus og sárþjáður. — Eru skilyrði sinfóníuhljómsveit- arinnar ekki ólíkt betri nú en áður? -— Jú, miklu betri; nú fyrst er að skapast grundvöllur fyrir stétt tón- listarmanna, sem geta fleytt fram líf- inu með því að leika í sinfóníuhljóm- sveitinni. En hetta á enn eftir að batna með auknum skilningi fólks . á tilverurétti sinfóníuhljómsveitar á íslandi. Sinfóniuhljómsveitin er nefni lega ekki bara fyrir Reykvíkinga, held ur alla íslendÍDga. En það sem hef- ur mest áhrif á okkur og gleður okk- ur mest, er, að æskan sækir tónleika æ meira og stækkar þann trygga hóp, sem alltaf sækir tónleika. Háskóla- bíó — sem er eiginlega „Dísarhöll" hefur líka gert sitt. Og hljómburður- inn í húsinu hefur batnað mikið við „skýið“ — Við erum bara ekkl nógu klárir á að nota það. — Það hafa margir lagt hönd á plóginn við að byggja upp sinfóníu- hljómsveitina. Frá þvi að hún var stofnuð 1950, hafa stjórnað henni 25 erlendir menn alls staðar að úr heim- inum. Olav Kielland er sá, sem mest áhrif hefur haft á uppbyggingu henn- ar, en hann var hér fjóra mánuði á ári um þriggja ára skeið. En 'Rohrlan Wodiczko, sem nú er forstöðumaður pólsku óperunnar, var fyrsti stjórn- andi hljómsveitarinnar, sem fastráð- inn var í eitt ár. — Skynjarðu þig sem einstakling, þegar þú leikur með hljómsveitinni eða aðeins sem hluta af heildinni? — Eg hef alltaf verið konsert- meistari og skjmja mig ef til vill þess vegna meira sem einstakling en ella. Kúnstin er sú, að skynja sj’álfan sig sem einstakling, en þó urn leið hluta af hljómsveitinni. f hljómsveit á nefni lega hið eina sanna demókratí að ríkja; — einn fvrir alla. n<? alli- *vr- ir einn. — Hitt er það, að þegar mað- ur leikur mikið í hljómsveit, þarf talsvert átak tii þess að standa upp og leika einleik, og þeim mun fremur. sem tækifæri til einleiks eru fá. Það verk, sem ég hef oftast leikið, er Beethoven-konsertinn, en hann hef ég þó ekkj leikið nema fjórum sinn- um. Brahms-konsertinn hef ég leikið tvisvar. Til samanburðar má geta þess, að Viktor Schöler, sem hingað kom, hefur leikið Tschaikowsky-kon- sertinn 245 sinnum. Það er í rauninnj Framhald á bls. 22. /

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.