Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1963, Blaðsíða 3
Útskorin fjöl úr elzta skálanum I Fuglafirði. Og tíminn líður. Það er borið meira og meira af sandi á skálagólfið, og skarn af fótum manna treðst niður í hann. Loks er gólfskánin orðin svo þykk, að ekki ekki verður umflúið að hækka eldstæðið. En það hrekkur ekki til, þegar til lengdar lætur. Ný kynslóð ræðst 1 það að búa til nýtt eldstæði, enda hefur nú skálinn all- ur þurft gagngerðra bóta. Nýir stólp- ar, slétthöggnir, hafa verið settir í stað gömlu, sivölu trjábolanna,. og kannski hafa líka komið til sögunnar þil og skilrúm, sem hlutuðu skálann í sundur að einhverju leyti. Og enn líða langir tímar. Loks kemur • þar, að þessi híbýli eru rýmd. Það er gert í góðu næði. því að ekkert, sem að gagni má verða. er skilið eftir. Það eru helzt leikföng barna, sem farið. hafa forgörðum Kannski hafa líka krakkarnir verið þeir trassar að týna gullunum sín- um. Veggirnir snarast, þegar hætt er að búa í skálanum, og gras og mosi leggst yfir rústirnar. Engan grunar framar, hve héi var eitt sinn stór mannlega búið En staðurinn t'reistar. Enn koma nýjar kynslóðir sem hefjast handa um að byggja á gömla rústunum. Þau hús falla þó einnig um síðir, og þeg- ar enn er liðinn langur tími, gerir framtakssamur fiskimaður sér hér naust. Gömlu veggirnir hafa sparað honum fyrirhöfn. Og eftir þennan mann kemur hver af öðrum með ný umsvif. Það hafa verið heygarðar, mykju- haugar og hjailar á eyrinni við Gjógvará í Fuglafirði eins lengi og elztu menn rekur minni tii. En það er sviptivindasamt þarna á milli hinna háu fjaila, og í marzmánuði 1955 gerðisi það, að kastvindur tætti alla hjallana af grunni í vetfangi. Færeyingar eru þrautseigir menn og vorið 1957 ætlaði Páll skipstjóri Petersen að byggja sér þarna nýjan hjall. En hann hafði ekki lengi graf- ið fyrir nýja hjallinum sínum, er hann kom niður á tóftarbrot. Starfs- menn þjóðminjasafnsins i Þórshöfn voru látnir vita um þetta, og daginn eftir var sendor maður frá því að líta á verksummerki og skoða það, sem fundizt hafði. Skipstjórinn hætti við að byggja hjallinn á þeim stað, sem hann hafði fyrirhugað honum, og næsta ár fór þarna fram uppgröft- ur og rannsókn Kom þá fliótt í liós, að þarna voru rústir miklar, hver ofan á annarri Varð þó ekki við kom- ið að rannsaka nándarnærri allt <?vpeð- ið. Akvegur lá yfir sumt af þvi, sums staðar höfðu verið byggð útihús og hlöður, og rafmagnsstaur hafði verið "eistur kirfilega á fornum vegg einn- »r tóftarinnar Eigi að síður kom þarna sitt hvað i leitirnar. í gólfskán elzta skálans fundust brýnisbrot með greipilp^um förum eftir oddhvasst járn eða nál- ar, brot úr bollum úr klébergi, mflm- þræðir og málmstengur, snældusnúff- ar úr steini i>g blýi, meðalkafli af trésverði með greinilegum förum eftir hvassa hnífsegg, ausa, Iangir tréteinar, gripir úr tinnu, sem menn hafa getið sér til, að væru taflmenn, !ok eða aafl úr kistli með trénöglum, laggaður stafur úr dalli. kljásteinar úr klébergi, kvarnarsteinn úr fær- eysku grjóti, glerperlur. vaðsteinn með áhöggvmni mynd. útskorið framhald á 16. siðu. ^ Meðalkafli trésverðs úr ehtu gólfskáninni og trésleif, sem fannst i næsta lagi þar ofan á. T í M I N N — SUNNUDAGSBI.AB 11

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.