Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 2
Fyrir skömmu var mikið svika- og svindlmál lagt fyr- ir danska dómstóla, og ját- aðí höfuSpaurinn í því máli, Badenhoff, á sig stórfelld svik og misferli. Margir földu, að þetta væri hið iviesta svikamál, sem fram heföi komið, síðan íslands- máiaráðherrann, Alberti, var afdjúpaður sem stór- svikari. En á tímabilinu milli þessara miklu svindl- mála átfi sér stað atburður í fjármálalífi Danmerkur. sem vakti gífurlega athygli á sínum tíma og olli þátta- skilum í fjármálasögu Dan- merkur. Á árunum eftir fyrri heimsstyrj- öldina var róstusamt og viðsjár mikl ar í fjármálaheimi Danmerkur, og þá gerðist stórkostlegt fjárglæfra- ævintýri, sem opnaði augu almenn- ings fyrir hinni geysilegu spillingu, sem þróaðist j viðskiptalífi landsins: — Landsmands-bankinn og Trans- atlantiska-verzlunarfélagið sigldu í strand og engu varð bjargað nema vitneskjunni um sameiginlegan svika feril þessara fyrirtækja, sem höfðu dansað hvað ákafast um gullkálfinn á þessum árum. En þau voru ekki ein £ þeim dansi, og fall þeirra var aðeins fyrirboði efnahagsvandræð- anna, sem herjuðu Danmörku á þriðja og fjórða tug aldarinnar. Fyrir réttum fjörutíu árum barst sú frétt manna á meðal, að Land- mandsbankinn væri orðinn gjald- þrota. Þessi frétt var þó dálítið yfir- drifin, en sagði samt sína sögu svo að ekki varð um villzt. Á þessum sumardegi var því endanlega slegið föstu, að hin stærsta, litfegursta, en jafnframt loftkenndasta sápukúla í fjármálasögu Danmerkur væri sprungin. Grundvöllurinn fyrir orð- rómnum, að Landmandsbankinn væri gjaldþrota, var stuttorg opin- ber tilkynning um, að Landmands- bankinn, stærsti einkabanki lands- ins, myndi vegna sérstakra ástæðna afskrifa 55% milljón króna (átt er við danskar krónur), en fengi vara- sjóð frá Þjóðbankanum, sem næmi 30 milljónum króna. Landmands- bankinn var sem sagt ekki raunveru- lega gjaldþrota, en það blandaðist hins vegar engum hugur um það, að hann hafði orðið fyrir miklu fjár- hagslegu áfalli, þótt þær tölur, sem upp voru gefnar, gæfu aðeins til kynna litinn hluta þess tjóns, sem bankinn hafði orðið fyrir. Við upp- gjör síðar meir reyndist það yfir 300 milljónir danskra króna. Miðað við verðgildi dönsku krónunnar á þessum tímum, var þetta óheyrileg fjárhæð, en þar að auki varð að reikna með því tjóni, sem varð á þeim fyrirtækjum, sem bankinn reif með sér í f"llinu. Þetta var rothögg á marga fjármálamenn, og ekki sízt sparifjáreigendur. Sumir af þeim mönnunum, sem urðu harðast úti, sáu ekkert annað ráð vænna en varpa sér í fang dauðans, aðrir hurfu hið skjótasta af landi brott, þar á meðal prins einn, sem fór í útlendingaher- sveitina. En það var líka mikill fjöldi manna, sem varð að borga brúsann, þótt þeir hefðu hvorki haft löngun né getu til þess að taka þátt í dansinum um gullkálfinn. Þessi atburður hafði meðal annars þau á- hrif, að atvinnuleysi jókst á næstu mánuðum um ca. 20%. Mörg önnur fyrirtæki hrandu til grunna eins og spilaborgir, þegar ríkisbúskapurinn var gerður upp eftir að fjármála- ævintýri fyrri heimsstyrjaldarinnar voru úti. En fall Landmandsbankans var hið mesta. Tólf einkabílar — þrjár hallir Höfuðpaurarnir í hruni Land- mandsbankans, voru Emil Gliiekstadt og var hann framkvæmdastjóri bank ans, og Harald Plum, stofnandi og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, sem hafði orðið bankanum dýrast; Transatlantíska-verzlunarfélagsins, en Gliikstadt var formaður í stjórn þess svo að segja má, að skeggið hafi verið skylt hökunni. í augum al- mennings voru þessir menn ímynd hinna miklu fjármálamanna stríðs- áranna með auðlegð sinni og mun- aði, sem þ'eir veittu sér. Það var fullyrt, að á stríðsárunum hefði fjár eign Gliickstadts verið um 60 millj- ónir króna (eftir hrunið var fjáreign hans sex milljónir) og sagt var, að hann ætti tólf einkabifreiðir og mál- verkasafn, sem væri að verðgildi 12 milljónir króna. Hann átti hallir í Kaupmannahöfn, London og París', auk glæsilegs landseturs á Norður- Sjálandi og eyjarinnar „Æbleö“. Framgangur Plums í þjóðfélaginu var með svipuðum hætti. Einkaeyja hans var „Thorö“ í Litlabelti, og þar hafði hann meðal annars látið ge^ dýrindis grafhýsi, sem haíin ætlaðí', sjálfum sér, þegar dauðann bæri að ' höndum. í hugum almennings hlutu þessir tveir menn að vera fjármálasnilling- ar á heimsmælikvarða, sérstaklega var ferill Plums upp á tindinn ævin- týralegur. Gluckstadt var svo að segja borinn til þess að verða framkvæmda stjóri Landmandsbankans, þar sem faðir hans hafði gegnt því starfi áður, en Plum var aðeins kaupmanns sonur í Assens á Vestur-Fjóni, að vísu var faöir hans mesti kaupmað- ur bæjarins, en það mátti sín lítils í samkeppninni á heimsmarkaðnum. Samt sem áður tókst Plum á aðeins einum áratug að hjtfja sig svo hátt til vegs í þjóðfélaginu, að hann varð einvaldur { fyrirtækjasamsteypu, er var atkvæðamesta og víðfeðmasta verzlunarvald, sem frarn til þessa tíma hafði risið upp á Norðurlönd- um, — en jafnframt mesta þrotabú síðan á tímum Napóleonsstyrjald- anna. Þegar veldi og uppgangur Höfuðpaurar þessarar svikamyllu áttu tólf einka- bíla, hallir í stærstu borgum Evrópu og á eyjum í dönsku sundunum. — „Plum“ seldi rúblur, ískökur og vélbyssur, en umboðcmenn hans loðfeldi í fjöru- tíu stiga hita. Þeir birgðu sig upp með iíkkistuskrautö til þrjú hundruð ára. o , 98 T- t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.