Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 13
STEINÖLD
en þess, sem þá átti heima á ná-
lægum slóðum. Tinnan úr Álaborg-
arnámunum hefur verið verðmæt
verzlunarvara.
Sumarið 1957 fannst ánnað
námasvæði, þar sem sízt hefur
verið minna í fang færzt. Það
var frá steinöld hinni síðari. ■—
Þetta svæði er vig Hof á Þjóðu
við vestanverðan Limafjörð. Þar
hafði tekið til starfa fyrirtæki, er
gróf úr jörðu krít til áburðar. Svo
gerðist það í júnímánuði, að forn-
fræðingur, sem hafði með hönd-
um rannsóknir á hinum fornu nám
um steinaldarmanna, kom á þess-
ar slóðir. Varð hann þess þá var,
að áður hafði verið í grafig í krít-
arlögin, þar sem hið nýja fyrir-
tæki lét vinna. Þess sáust greini-
leg merki á tveimur eða þremur
stöðum í veggjum krítargrafanna,
að þar höfðu gamlar geilar verið
fylltar, og innst innj í gröfinni,
þar sem vélarnar voru að éta sig
í gegnum krítina, komu enn í
Ijós forn námagöng.
Rannsókn var þegar hafin, og
það kom upp úr kafinu, að þarna
hafði endur fyrir löngu verið graf-
in sjö metra djúp gröf lóðrétt nið
ur í krítarhelluna, nær þrír metr-
ar að þvermáli. Á námasvæðinu við
Álaborg hafði sjaldnast verið far
ið lengra niður en þrjá eða fjóra
metra og aðeins á einum stað
fimm metra. Hafði hér verið beitt
mjög svipuðum aðferðum og tíðk
aðist um svipað leytj í hinum
stóru tinnunámum, er fundizt
Danskir fornfræðingar tæma 4000 ára gamla námu á Þjóðu.
mál vig botninn. Aldur þessarar
námu tókst að ákvarða.
í þessari námu hafði steinaldar-
iólkið fundið nothæfa tinnu á
fimm metra dýpi, grafið láréttar
geilar út frá;gröfinni og fyigt æð-
unum eftir • Lengsta geilin var
fimm metrar og svo há, ag full-
vaxinn maður gat staðið þar upp-
réttur. Hún þi engdist þó og lækk-
aði, þegar mnar kom, og síðustu
tinnumolana, sem þarna náðusl,
hafa námamennirnir orðið ag tína
liggjandi úr krítarstálinu.
Þegar ekki fannst meira af
tinnu á þessu dýpi, hafa náma-
FJOGUR ÞUSUND ARUM
hafa sunnar í álfunni. Engin verk
færi komu þó í leitirnar, og svo
var að sjá á botninum, að menn
hefðu horfið frá ófullgerðu verki.
Þetta vakti undrun. Gátu steinald
armenn varið tíma sínum til þess
að grafa sig sjö metra niður í
jörðjna án þess að bera neitt úr
býtum fyrir erfiði sitt?
Rannsóknum var haldið áfram
síðar um sumarið. Nákvæm athug
un fór fram á öðru stóru námu-
opi, sem náði átta metra í jörð
niður og var hálfur fimmti metri
í þvermál ofan til, en mjókkaði
niður og var þrír metrar í þver-
mennirnir haldið áfram að grafs
sig niður í jörðina. Næsta tinnu
lag var tveimur til þremur metr-
um neðar. En sú tinna, sem þar
var, hefur verið svo eygð og
sprungin, að ekki var unnt að nota
hana í verkfæri. Námamennirnir
hafa hætt vinnu sinni á þessum
stað, klifrað upp úr gröfinni og
fyllt hana með því, sem upp úr
henni hafði verið dregig af krít
og ónothæfri tinnu.
Það leyndi sér ekki, að margar
lilraunir höfðu verið gerðar til
þess að smíða verkfæri úr hinnt
sprungnu tinnu. í krítinni, vs
rutt hafði verið i grolma, funuust
fjörutíu tinnubrot, sem báru meira
eða minna svip af öxi. Námamenn-
irnir eða samstarfsmenn þeirra
uppi á jörðinm hafa verið byrjað-
ir að vinna tinnunna og fleyga
úr henni með hnefastórum kvarz-
steinum, sem til þess voru notað-
ir, þegar þeir komust að raun um,
að axarsmíðin mátti ekki takast.
Fundust þarna sextán slíkir kvarz-
steinar, og báru þeir þess allir
augljós merki, að þeim hafði ver-
ið ósleitilega beitt.
Neðst í gröfinm, þar sem krítin
var venju fremur þétt, sáust hundr
uðum saman greinilega för eftir
haka eða önnur höggverkfæri, er
notuð hafa verið við gröftinn. —
Sum þeirra voru svo skýr, að af-
steypa af þeim sýndi, að þessir
hakar hafa verið búnir til úr
hjartarhornum, enda hafa slík
verkfæri iðulega fundizt í nám-
um sunnar í álfunni. Þá kom einn
ig í ljós, að notaður hefur verið
eins konar stigi úr grönnum trjá-
bol, og hafa hliðargreinar verið
höggnar þannig af honum, að tylla
mátti fótum á stubbana og nota
þá á svipaðan hátt og rimar. Niðri
í botnj grafarinnar hefur verið
gerður pallur, og má geta sér
þess til, að af honum hafi krít og
tinna verið dregin upp í einhvers
konar körfu eða meis.
Næsta sumar, 1958, var haldið
áfram rannsóknum á þessu svæði,
og kom þá fyrst í dagsins ljós,
hve víðtækur námagröfturinn hef-
Framhald á 113. siSu.
TÍMIN.N
SUNNUDAGfeBLAÐ
109