Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 7
ÖRN UNGI: DIGRA-BOGGA ■ SMÁSAGA
í skírninni hafði hún hlotið nafn-
ið Björg, og Björnsdóttir var hún
nefnd, en manna á meðal var hún
fcölluð Digra-Bogga, sökum vaxtar-
lags síns. Þó var hún ekki nefnd það
upp í eyrun, að minnsta kosti ekki
af fullorðna fólkinu. Það kallaði hana
Boggu.
Tilvera Boggu í þessum heimi var
að kenna slysi, sem orsakazt hafði
af mannlegum brevskleika. Móðir
hennar var hálfgerður fáráðlingur
og gat aldrei gert fulla grein fyrir
faðerni barnsins. Að lokum ákváðu
prestar og hreppsyfirvöld, að fað'ir-
inn hóti Björn. Það var annar um-
komuleysinginn frá.
Bogga ólst upp á sveitinni, ýmist
með móður sinni eða hiá vandalaus-
um. Það átti að heita, að hún væri
læs, og fermd var hún unp á faðir-
vorið. Nafnið sitt gat hún klórað, en
ekki fór öllu meira fyrir skriftar-
kunnáttunni. Þó var Bogga fremur
eðlisgreind og gat oft svarað skemmti
iega fyrir sig.
Þegar Bogga hafði aldur til, fór
hún að vinna fyrir sér. Var hún á
ýmsum bæjum í svel-tinni, en sjaldan
lengi í sama stað. Ek-ki stafaði það
þó af því, að Bogga væri ekkj gott
hjú, heldur voru vistaskiptin ein af
þeim fáu tilbreytingum, sem hún gat
veitt sér í lífinu. Hún var ekki mikil
verkmanneskja, en þó liðtæk við hey
skap og önnur útiverk, og svo var
hún einstaklega barngóð. Var það
því oftast hennar hlutskipti, þegar
hún sinnti ekfci útiverkum, að hafa
ofan af fyrir smábörnum á heimil-
unum. Jafnlynd var hún og geðgóð
hversdagslega, og gamansöm gat hún
verið og tók því oftast létt, þótt
minnzt væri á sköpulag hennar, jafn-
vel kom það fyrir, að hún hentj gam
an að því sjálf. En þykkjuþung var
hún og langrækin, ef henni var gerð
ur óréttur.
Þeim li-tlu aurum, sem Boggu á-
skotnuðust, eyddi hún í tvennt: Spari
föt og eitthvað gott í munninn á
börnunum, enda voru ekiki fá börn-
in í sveitinni, sem spurðu foreldra
sina, hvort Bogga yrði ekki hjá þeim
í sumar eða vetur. Ekki var það þó
eingöngu fyrir kandísögnina eða rús-
ínurnar, sem Bogga átti í klútnum
sínum, heldur vegna þess, að öllum
börnum, sem kynntust henni, þótti
vænt um hana.
Hversdagsfatnaður Boggu var ekki
á marga fiska, en hins vegar átti
hún gnægð af sparifötu-m. Það var
vegna þess, að mesta ánægja hennar
í lífinu var að dansa, og mátti segja,
að Bogga færi á hvern einasta dans-
1-eik, sem haldinn var í sveitinni eða
þorpin-u. Þá bjó hún sig sem bezt
hún kunni, enda mun hún ekki hafa
átt færri en ferna' sparibúninga.
Þá sjaldan það kom fyrir, að Bogga
kom ekki á dansleik, þótti mikið
vanta. Hún var orðin eins konar
fast skemmtiatriði.
Öllum bðtt; hin mesta skemmt-un
þegar piltarnir hentust um gólfið
með Boggu í svo hröðum og stórstíg-
um dansi, að hún varð bókstaflega
að stökkva sporin og pilsin þyrluð-
ust upp undir hendur. Oft dansaði
einhver herrann „sóló“ við Boggu,
en allir aðrir horfðu á og veltust um
af hlátri. En mest af öllum hló
Bogga sjálf. Þegar herrann leiddi
hana til sætis að dansinum loknum,
hneigði hún sig eins djúpt og virðu-
lega og vaxtarlag hennar leyfði og
settist sveitt og sæl við dynjandi
lófaklapp.
Einhver glæsilegasti pi-lturinn í
byggðarlaginu hét Bjarni. Hann var
með hæstu mönnum, fríður sýnum
og svaraði sér allur vel. Bjami var
mikill fyrir sér og ófyrirleitinn,
kvennagull hið mesta og vissi vel af
gervileik sínum. Hann var eftirsótt-
asti herrann á dansl-eikjunum, þrátt
fyrir misjafnt orð, sem af hon-
um fór í sambandi við kvennamál.
M-eðal annars var því fleygt, að hann
ættj tvö yngstu börn sjómannskonu
einnar á Nesinu, en svo nefndist þorp
ið.
Það var ekki sökum að spyrja, að
á hverjum dansleik þyrptust stúlkurn
ar að Bjarna, þegar dömufrí var,
var ekki laust við, að ungu piltarn-
ir litu hann öfundaraugum. Af þess-
um og fleiri sökum var Bjarni lítt
vinsæll meðal jafnaldra sinna, og
mæðrum ungu stúlknanna varð ekki
meira um annað en ef þær fréttu,
að Bjarni væri að leita lags við ein-
hverja dótturina, þótt sá áhugi varaði
sjaldan lengi.
Aðaldanslei-kur ársins var haldi-nn
í samkomuhúsinu á Nesinu um ára-
mótin, og þangað fór Bogga eins og
vænta mátti. Var fjölmenni mikið,
og að loknum s-kemmtiatriðum hófst
dansinn af miklu fjöri.
Bogga sat fyrst-u tvo dansana, en
síðan dansaði hún hvern dan-sinn á
fætur öðrum, því að piltarnir töldu
það ei-ns konar þegnskyldu að dansa
við Boggu. Meðal þeirra fyrstu, sem
dönsuðu við Boggu, var Bjarni, og
mun hann hafa hugsað se-m svo, að
illu væri bezt aflokið. Valdi hann
polka og var allskoplegt að sjá þann
dans, Bjarni stórvaxinn og stikaði
í dansinum sem mest hann mátti og
sveiflaði Boggu af öllum Jcröftum,
svo að hún gat varla tyllt niður fæti
nema í öðru og þrðija hverju spori.
Forðuðu flestir sér af gólfinu, meðan
þessi feiknadans stóð yfir og
skemmtu sér konunglega við að horfa
á aðfarimar.
Dansinn du-naði, og Bog-ga var al-
sæl. Hún hafði dansað næstum hvern
einasta dans, því að nógir voru herr-
arnir. Það var langt liðið á dans-
leikinn, þegar stjómandinn boðaði
dömufrí sem oftar. Bogga spratt upp
og stefndi þangað, sem Bjarni stóð,
ásamt einum sex ungum stúlkum,
sem þustu að úr öllum áttum. Bjarni
leit varla yfir hópinn, heldur hneigði
sig virðulega fyrir Boggu og lagði
arminn utan um hið mikla mitti henn
ar. Stúlkurnar vissu ekki, hvaðan r
sig stóð veðrið, roðnuðu niður
háls og reyndu að bjarga sér með þv.
að grípa þá, er næstir höfðu staðið
Bjarna.
Það var dansaður vals, og Bjarm
var sýnilega orðinn hýr af víni. Þa*
fór eitthvað svo grunsamlega lítið
fyrir Bjama og Boggu í dansinum
að fólkið fór að gefa þeim auga, o.c
IBOGGA FÆDDIST OLMBOGABARN, OG EKKI VARÐ
HÚN NEIN FEGURÐARGYDJA, ÞEGAR HÚN ELTIST.
EN HÚN VAR GLAÐLYND OG NOKKUÐ TILHALDS-
SÖM, HAFÐI MIKLA UNUN AF DANSI. FÁTT GERÐIST
SÖGULEGT í LÍFI HENNAR, UNT FUNDUM ÞEIRRA
BJARNA, DRABBARA ÞORPSINS, BAR SAMAN Á ÁRA-
MÓTADANSLEIKNUM ...
103
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ