Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 15
gilið Skötufjarðargil. Dregur það nafn sitt af því, að veguxinn, sem farinn var úr Heydal yfir í Skötufjörð, ligg- ur upp með gilinu að framanverðu. Heitir fjallið, sem vegurinn er yfir, Skötufjarðarheiði. Þessi leið var oft farin áður á tímum. Hitt gilið að austanverðu heitir Tröllagil. Fellur þar lækur í frekar þröngum gljúfrum, en djúpum og ægilegum á köflum. Selgil og Manngi) eru bæði að vestan- verðu, fyrii atan Skötufjarðargil. í Heydal eru þó nokkrir staðir, sem benda til þess, að talsvert hafi verið talið um álfa og álfabústaði i daln- um. Til dæmis heitir eitt klettanef Álfkonuklettur Hann er skammt frá sjó að austan. Eitt sinn endur fyrir löngu dreymdi húsfreyjuna á Galtarhrygg, að til hennar kæm; kona, sem bað hana að láta sig fá mjólk um tíma, þar til kýrin hennar bæri, og tók til staðinn, sem m.iö!V;r> ekyldi sett á. Nú gerir húsfreyja betta nákvæmlega eins og um var beðíð Flftir nokkuin tíma birt- ist þessi sama kona Galtarhryggjar- húsfreyjunni aitur í draumi, og var hún þá mjög giöð í bragði og segir, að nú hafi húr, gert vel að láta sig hafa mjólkina. en nú þurfi hún henn- ar ekkj lengur, því ag kýrin sín sé borin, en sig langi ag launa henni greiðann að nokkru. Segir henni að eiga það, sem sé á evri hérna niðri við sjóinn, og vaknar þá húsfreyja og gerist forvdin mjög. en býst þó ekki við miklu Leggur þó í ag at- huga þetta. Þarna var raunar ekki nema um eina tyri að ræð'a, enda ekki breitt land, sem Galtarhryggur á að sjó. Þegar þangað kemur, sér hún sér til mestu furðu. að þarna er rek- inn vænn hvaiur. Heitir eyrin síðan Hvaleyrí. Á öðrum stað er kletta- belti, sem Álfaklettar nefnast. Um. þessa kletta er iú saga sögð, að stúlka sem var í Heydal, hafi séð mann koma ríðandi rneð fram klettunum og hverfa síðan inn í þá. Stór og mikill klettur stendur einn ser í skógarrjóðri út og upp af tún- inu i Heydal. Ber hann nafnið Gýgj- arsteinn. Líkist hann húsi til ag sjá. Steininum fylgir sú saga, ag hann sé kirkja álfanna í dalnum, og hefur fólk því umgengizt hann af miklum virðuleik og lotningu, „því ei má trufla aftansöng álfanna þar“. Annar steinn er í grennd, sem Gluggasteinn heitir. Nafn sitt hefur hann hlotið af því, að eitthvert sinn, er telpa frá Heydal sat hjá kindum nálægt hon- um og sofnaði, dreymdi hana, að til hennar kæmi kona. sem bað hana að leggja ekki hrísluna á steininn sinn og sízt á gluggann. Hann væri svo lítill, ag birta kæmist þá ekki inn til sín. Litla stúlkan vaknaði og sá þá, að hún hefði lagt hrísluna sina á steininn. Hún gætti þess vel að Iáta það ekki endurtaka sig. Sjálfsagt eru til fleiri sögur um huldar vættir, sem dalinn byggja, þótt ég kunni ekki fleiri að færa í letur. Þarna hefur líka verið þéttbýlt ai mannfólki. Fyrir og eftir aldamótin síðustu var þríbýli í Heydal og oft húsfólk á Galtarhrygg hjá aðalbúend- um þar. Einu sinni endur fyrir löngu, hefðu verið tólf bæir í Heydalnum og þar að auai eitt prestsetur, er Kirkjuból nefndist. Það stóð á eyri við ána, milli Heydals og Galtar- hryggjar. Þarna sést móta fyrir graf- reit og leiðum utan til við tóftirnar. Skal ég nú nefna fleiri bæjarnöfn. þótt ekki kunni ég þau öll. Fyrir ut an þrjá bæi, sem ég hef þegar nefnt Heydalsbærinn — séS fram dalinn skal þessum bætt við, Brennistaðir. Sviðgil, Laugarbær og Bakkakot. Nokkru eftir seinustu aldamót tók bóndi, er þá bjó á Galtarhrygg, upp stórvaxnar bir'kihríslur í því skyni að nota þær gildvöxnustu til þess að viða fjárhús sín með, enda alsiða á þeim tímum. Þá veitti hann því eftir- tekt, að þarna undir leyndust, — þar sem hríslurnar voru stórvaxnastar — bæjartóftir, ekki allsmáar, þrjár, hlið vig hlið. Þetta er talandi vottur um sannleiksgildi þessara fornu sagna, sem áður getur. Þessi skógur er góð- an spöl fyrir utan Galtarhrygg og heitir Brennistaðaskógur. Allar þess- ar bæjarleifar hafa með konungsúr- skurði verið iýstar friðhelgar forn- minjar, sem enginn má hreyfa, nema meg sérstöku leyfi fornminjavarðar. Allmjög þótti um eitt skeið skorta á göfuga sambúð milli pi'estsins á Kirkjubóli og sóknarbarna hans, að því er sagan segir. Hann þótti forn í skapi og fékkst við kukl og galdra, enda varð hann svo illa liðinn af sókn arbörnum sínum, að allir hættu að sækja kirkju til hans, en kusu frekar ag fara til Vatnsfjarðarkirkju og hlýða þar messu, þótt þetta væri löng leið og erfið, sérstaklega á vetrum. Þá var það eitt sinn, er Heydalsprest- ur var búinn að boða til messu heima hjá sér. Bændur sinntu því engu, en lögðu út með Mjóafirðinum að austan, gerði á þá biindhríð og bar þá af réttri leið og hröpuðu þeir í árgljúfur eitt, sem á Ieið þeirra var, og fórust þeir allir. Þessi á heitir siðan Karl- mannaá. Bergið eða kletturínn, sem þeir steyptust fram- af í árgljúfrið, hlaut þá nafnið Tólfkarlabani. Talið var víst, ag þarna hefði Heydalsprest- ur verið að verki. Það eru til fjölmörg kvæði inn Heydal, og langar mig að nefna hér tvö. Það fyira er eftir Benedikt Ás- geirsson. Tilefní þess var, að ung- mennafélagið „Vísir" í Reykjarfjarð- arhreppi hafði þarna skemmtisam- komu, enda ekki fátítt, að H;ydalur væri til slíks valinn. Þótt langt væri hjá sumum að ,- ækja og vegurinn ekki alls staðar sem ákjósanlegastur, þá taldi það enginn eftir sér. Er dalur- inn opnaðist og hann brostiviðgestum sínum, gat heldur enginn varizt því að gjalda í sömu mynt, svo heillandi fagur var hann með útbreiddan faðm, fullan af lífi og angan. Niðurlagsorð kvæðisins eru þessi: Indælt hér væri að eiga heima, angri og þrautum mætti gleyma, kæmi þar aldrei kaldur snjór, kreppti ekki að neinum þröngur skór. Hitt kvæðið er eftir Guðmund Guð- mundsson, skólaskáld. Eitt sinn kom hann í Heydal til þess að fá fylgd fyrir Skötufjarðarheiði, því að hann ætlaði landveg til ísa- T I M I N N — SUNNUDAGSBL &Ð 111

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.