Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 8
„ÞETTA er víst allt eBli- legt með þennan sífellda flökurleika, Sigurlaug mín. Ég geri ráð fyrlr, að ég sé ófrísk". sá þá það, að Bjarni var í einum keng og dansaði kniúsandi vangadans við Boggu, sem lygndi augunum af sælu. Enginn herra hafði fyir dansað við hana vangadans. Fólkið ti'úði varla sínum eigin augum. Piltarnir glottu, en stúlkurnar fussuðu, en Bjarni virt ist ekki taka eftir neinu nema Boggu, sem hann þrýsti að sér og hvíslaði öðru hvoru einhverju í eyra henn- ar. Þegar dansinum lauk, fylgdi hann Boggu til sætis, þurrkaði af sér svit- ann og gekk glottandi fram að dyr- unum, þar sem herrarnir stóðu í hóp. Dansleiknum var lokið. Fólkið ítreymdi til fatageymslunnar, og varð þar troðningur mikill. Boggu gekk erfiðlega að olnboga sig áfram. Og varð hún ein meðal þeirra síð- ustu, er náðu yfirhöfnium sínum. Hún snaraði sér í kápuna, skimaði um- hverfis sig í anddyrinu og flýtti sér út. Þar var enn allmargt fólk, sem var að kveðjast eða biða eftir bíl- ferð inn í sveitina. „Hafið þið séð hann Bjarna?“ spurði hún nokkra unglinga, sem stóðu uppi við samkomuhúsvegginn. „Ertu nú búin að týna honum Bjama, Bogga min,“ svaraði einhver. „En þú getur huggað 'þig við það, að það hafa fleiri týnt honum en þú í kvöld.“ Strákamir hlógu illkvittnis- lega. „Hafið þið séð hann Bjarna?“ kall- aði Bogga. um leið og hún liljóp að hópi fólks, sem stóð á götunni. „Hann Bjarna? Hann er hvergi sjáanlegur hér og ætti þó að vera hægt að sjá minna, bæði hvað stærð- ina og montið snertir,“ svaraði einn ungu mannanna. „Áttirðu von á að hitta hann. hérna?“ „Já . . . . já. Við ætluðum að hitt- ast héma fyrir ulan dyrnar, þegar ballið væri búið. Hann Bjami sagði það.“ „Vertu ekki að láta hann Bjama gera grín að þér, Bogga mín,“ sagði ein stúlkani í hópnum. „Þú getur fengið að sitja í bílnum hjá okkur langleiðina heim til þín.“ Bogga svaraði engu. Hún batt klút- inn þéttar um höfuðið og hvarf út eftir götunni, sem lá gegnum þorpið, til þess að leita að Bjarna. Húsmóðir Boggu, Sigurlaug á Bakka, spurði hana daginn eftir, hvort ekki hefði verið gaman á dans- leiknuim. En Bogga svaraði fáu og var óvenju dauf í dálkinn. Venjulega var hún í bezta skapi daginn eftir dans- leikina, en í þetta sinn var hún fá- töluð í marga daga og anzaði varla, ef einhver spurði hana um dansleik- inn. Og svo undarlega brá við, að næst, þegar dansað var, fór Bogga ekki. Bogga hafði alla sína ævi verið mesti heilsuhestur. En þegar leið að vori, fór lmn að kvarta urr '-sleika, einikum flökurleika. Húsr íenn- ar gaf henni hoffmannsdruj... ug ráð lagði henni að taka inn sódadui't, ef þetta skyldi stafa af einhverri maga- slæmsku. En flökurleikinn vildi ekki batna af þessum meðulum, og eitt sinn, er hún var ein með húsmóður sinni við þvott, sagði Bogga stundar- hátt: „Þetta er nú víst allt eðlilegt með þetinan sífellda flökurleiika, Sigur- laug mín. Eg geri ráð fyrir, að ég sé ófrísk." Sigurlaug missti flíkina, sem hún var að þvo, úr höndum sínum. Hún starði orðvana á Boggu og hneig niður á kistu, sem stóð úti við vegg- inn. „Guð hjálpi mér. Þér er ekki al- vara, Björg? Þú — og á þínum aldri. Bráðum fertug manneskja. Og hver á svo sem bamið?“ Bogga dró við sig svarið. „Það er engin skömm að faðerninu, en moira segi ég þér ekki.“ Það flaug eins og eldur í sinu um byggðarlagið, að Digra-Bogga væri ófrísk. Fólk trúði þessu alls ekki i fyrstu, en þegar Sigurlaug, húsmóðir hennar, staðfesti söguna og bætti því Framhald á 115. slSu. 104 TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.