Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 9
Þorsteinn Erlingsson horfir móti dyrum og hefur enni bjart og hátt og hárið reist. Hann er í senn fríður og karlmannlegur og aug- un opin og óhvikul. Honum á aðra hönd er stór gluggi, sem rúmar mik- ið af himninum og sýnir manni frem- ur lágt timburhús á baklóðinni. Það er hvítt með' grænu þaki, og þar bjuggu ástvinirnir, séra Árni Þórar- insson og Jón í Skjálg, síðustu árin meðan þeir biðu eftir manninum með ljáinn. Reyndar er séra Ámi hérna sjálfur í vinnustofunni. Hann er auð- þekktur, sköllóttur, og höfuðið væri eins og á ungbarni, ef ekki væru þessar smáu hrukkur í andlitinu, sem gefa því svin fullorðins manns — séra Árna. Hann er engum öðrum líkur hér inni. Þó er hann ekki mikilúð- legur. Það sópar ekki að honum eins og Sigfúsi gamla Sigfússyni þjóð- sagnaritara, sem hangir uppi á veggn- um, eða þá Matthíasi Jochumssyni, sem er mitt á millj_ þeirra Þorsteins og séra Árna. Séra Árni er líka ólíkur sinum hjartans vini, Jóni í Skjálg. Nefið hans Matthíasar er mikið, en hvað er það hjá nefinu hans Jóns í Skjálg? Fyrir slíku nefi hlýtur mað- ur að bera lotningu, því að það á vart sinn líka 1 jarðríki og ef til vill ekki í himnaríki heldur, hvað sem vera kann á hinum staðnum. — Undir palli sjáum við einn prestinn enn. í lifanda lífi var þjáningin fóstra hans og gröf: Hallgrímur Pétursson. Það er mildi í svip þessa manns. Maður hefur á tilfinningunni, að myndhöggv- arinn hafi einhvern tíma horft inn í þessi augu og ekki getað gleymt þeim síðan. Maður með slík augu hefur ekki aðeins þjáðst. Hann hefur risið upp úr þjáningunni — hreinn. Sjálfur stendur myndhöggvarinn, Ríkhar'ður Jónsson, við himinglugg- ann og horfir út; lifandi maður úr kjöti og blóði og einhverju meira, sem surnir kalla sál en að'rir segja, að sé ekki til, mitt á meðal líkneskja sinna úr steini. Hann hefur líklega verið að hugsa um ástvinina tvo, því að hann segir: — Það var einhver mesta guðs- mildi, sem fram hefur komið við mig, þegar þeir vinirnir fluttust hérna í RÍKARÐUR vi3 vinnu sína. húsið á bak við. Þetta hús ætti að vera orðið heimsfrægt. Það var bæna- hús Östlunds trúboða, einu sinni bjó Einar Benediktsson þar og svo þeir félagar. — Þeir gengu hérna um gólf hjá mér og tóku í nefið. Séra Árni var alltaf að smásnússa sig, tók nokkur korn milli vísifingurs og þum- als og saug upp í nefið. En Jón í Skjálg bjó til heilan fjallgarð á hand- (Ljósmynd: TÍMINN—GE) arbakinu, alveg frá hnúum og upp að úlnlið. Svo gekk hann með þetta lengi, stundum upp undir stundar- fjórðung, en allt í einu var það horfið upp í nefið, án þess að nokkuð heyrð- ist og hann kastaði kornunum, sem eftir voru á handarbakinu, frá sér eins og hann væri öskureiður. Jón í Skjálg er fyndnasti maður, sem ég man eftir, alltaf var hann sí- ÞÆR KEYPTU GRJÓTIÐ FYRIR 300 KRÓNUR T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 105

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.