Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 5
HJALTABAKKI. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson).
nokkrum árum síðar í grennd við
Húnaós. En tennurnar, sem í dys-
inni fundust, sönnuðu, að þetta væru
ekki bein Erlends, því að hann hefði
verið tannlaus orðinn, að vitni kunn-
ugra manna. Vakti séra Einars máls
á þeim grun, sem hvíldi á Þorvaldi
Jónssyni á Gauksmýri og Eggerti
Rafnssyni á Ásbjarnarstöðum og
sagði hann alræmi kunnugra manna.
Þetta staðfestu stjúpsynir prests,
Jónas og Magnús, sem kváðust bæði
hafa heyrt þann or-ðróm, áður en þeir
komu til Norðurlands og eftir að
þeir voru orðnir heimilisfastir á
Hjaltabakka.
Á þetta þing höfðu einnig verið
kvödd Ólafur Björnsson, hreppstjóri á
Beinakeldu og Guðrún Jónsdóttir í
Hjaltábakkakoti. Ólafur kvað það
fyrst hafa verið talað, að skipstjór-
inn hefði að líkindum farizt í Húna-
ósi, en brátt komið upp sá orðrómur,
að hann hefði verið drepinn og rænd-
ur, og benti fólk á Þorvald „sem
meistara að því verki“. Sjálfur kva-ðst
hann vera sannfærður um sekt Þor-
valds og f-ærði það meðal annars fram
til styrktar skoðun sinni, að hann
hefði um aldamótin verið talinn fá-
tækur frumbýlingur, en eftir skips-
strandið hefði hann falað af sér
Hvamm í Laxárdal og boðið silfur-
peninga upp í verðið, hundrað og sjö-
tíu ríkisdali, að hann minnti. Sagð-
ist Ólafur ekki hafa kært sig um
peninga Þorvalds með þeim orðrómi,
sem á hvíldi um uppruna þeirra, og
þess vegna selt öðrum jörðina fyrir
þrjátíu dölum lægra verð. En að
nokkrum árum liðnum hefði Þor-
valdur keypt Gauksmýri í Línakradal
af Jónasi bónda á Gili.
í öðru lagi sagðist Ólafur vita, að
menn hefðu iðulega dróttað morðinu
að Þorvaldi, og setti hann þá að
jafnaði upp heimóttarsvip og legði
kollhúfur, og lézt Ólafur ekki skilja,
að neinn maður þyldi saklaus slík
frýjuyrði, allra sízt Þorvaldur, sem
kallaður væri illmenni. Enginn hefði
þó jafnfrekt til orða tekið og séra
Gísli Gíslason í Vesturhópshólum, er
spurði drukkinn í réttum fullum rómi
í áheyrn hans, „hvort þjófurinn,
skelmirinn og manndráparinn Þor-
valdur á Gauksmýri væri hér“. En
þessi orð lét Þorvaldur sem hann
heyrði ekki, þótt sögð væru upp í
eyrun á honum.
Nú var Ólafur að þv[ spurður,
hvort hann vissi til þess, að eitthvað
óhreint fylgdi Þorvaldi. Ólafur svar-
aði afdráttarlaust:
„Ég hef heyrt, að honum fylgi eins
lags vera úr andaríkinu í mynd ein-
hvers ásjálegs manns með áverka á
sér, veraldlegs, á útlenzkum klæð-
um.“
„Haldið þér, að þeta geti til ver-
ið?“ spurði Björn á Þingeyrum.
„Ég er sannfærður um, að þetta
sé til“, svaraði Ólafur.
Síðan var Guðrún gamla Jónsdóttir
spurð nokkurra spurninga. Hún hafði
átt heima f Hjaltabakkakoti í meira
en tuttugu ár samfleytt og var ein
eftir af öllu því fólki, sem heimilis-
fast var þarna á prestfietrinu og hjá-
leigu þess, þegar Hákarlinn strand-
aði. Þess var þvf að vænta, að hún
kynni frá einhverju að segja, er til
vísbendingar gæti orðið. Hún full-
yrti líka afdráttarlaust, að engan
hefði af sjó rekið og enginn úti orðið
í sinni tíð á þessum slóðum, nema
hvað Erlendur á Torfalæk hefði horf-
ið, og ekki vissi hún heldur til þess,
að neinn hefði verið urðaður þar,
sem beinin fundust. En þegar hún
var spurð um strand Hákarlsins og
hvarf skipstjórans, lézt hún fátt um
þá atburði muna og alls ekkert um
dauðdaga hans vita, nema liklegt
væri, að hann hefði drukknað og lík
ha-ns hefði rekið undan sjó og vindi
inn með landinu. Aftur á móti sagði
hún fullum fetum, að það gætu ekki
verið bein Erlends á Torfalæk, sem
fundizt höfðu: „Mig hefði vissulega
dreymt hann einhvern tíma, hefði
hann farizt hér nálægt.“
Annað og meira fékkst ekki upp úr
henni. Þótti sýslumanni þá lokið
því, er hann fengi gert að sinni, en
álylctaði Eggert hreppstjóra Jónsson
í Kirkjuhvammi skyldugan að sjá til
þess, að þeir Þorvaldur Jónsson á
Gauksmýri og Eggert Rafnsson á
Ásbjarnarstöðum kæmu til þings á
Hjaltabakka hinn 15. desembermán-
aðar, og lét fylgja áminningu um að
gæta þess, að þeir bæru ekki saman
ráð sín, áður en á þingið kæmi. Hitt
er óljóst, hvernig átti að varna
því, þar eð sýslumaður gerði engar
ráðstafa-nir til þess, að mennirnir
yrðu settir [ varðhald.
Hjaltabakki var að sönnu ekki
þingstaður sveitarinnar. Sá var vani
að nota skemmu á Tindum sem þing-
hús á manntalsþingum, og þótti vel
við unandi að suma-rlagi. En sýslu-
mann fýsti ekki sitja þar dögum sam-
an að málum í vetrarkulda og tók
þess vegna það ráð, að Ieita athvarfs
á prestsSetrinu.
XXIII.
15. dagur desembermánaðar rann
upp.
Árla morguns tók fólk að streyma
að Hjaltabakka, því að Björn á Þing-
eyrum, sem hafði verið skipaður sækj
andi í málinu að ósk Schrams kaup-
manns, hafði stefnt miklum fjölda
vitna, karla og kvenna. Enginn þurfti
að ganga þess dulinn, að hér var til
mikils málatilbúnaðar stofnað, því að
vitnunum var skipað að nesta sig á
þingið. Þeim fyrirmælum hlýðnaðist
þó enginn.
Brátt gerðist þys og skvaldur á
Hjaltabakka. Miklu fleira fólk
dreif að en svo, að það kæmist
„Hreint nei fyrir guði og öllu fólki, sem í heiminum er“
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
101