Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 22
BEINAFUNDUR VIÐ BLONDUOS Framhald af 102. síðu. með hana í skemmu sína. Kvað hann Þorvald hafa orðið varan við þetta, hrifsað af sér sjóðinn og ekki látið annað af höndum við sig en tvo ríkis- dali og þrjú mörk, auk sjálfrar pyngjunnar tómrar. Frekari grip- deildir kannaðist hann ekki við, þótt á lagið væri gengið og leitazt við að fá hann til þess að játa á sig meiri sakir. Næst kom röðin að Þorvaldi. Hon- um var sýnilega mikið niðri fyrir. Hann hvimaði í kringum sig, sneri sér við og leit aftur fyrir sig. Svo hóstaði hann og ræskti sig hvað eftir anr.að, og annag veifið brutust út smáhikstar Það var eins og hann væri að sækja í sig veðrið, sögðu þeir, sem á hann mændu. En svo harðnaði hann á svipinn. Mönnum þóttu viðbrögð hans grunsamleg. Þorvaldur mundi undir eins, hvað hann var gamall — hann kvaðst verða 43 ára á sumri komanda. Svo hófust spurningarnar: „Hafið. þér líflátið skipherra Knút Herluf Petersen, sem færði skipið Hákarlinn, sem strandaði á Hjalta- l<ikkasandi?“ „Hreint nei fyrir guði og öllu fólki, sem í heiminum er og hefur verið-‘, svaraði Þorvaldur afdráttarlaust. „Hverja haldið þér orsök til, að þetta er svo sterkt að yður drótt- að?“ „Það veit guð — ég veit það ekki, svo ég megi fullyrða hér í stað. Ég hef aldrei séð þann mann, lífs eða liðinn". „Hvernig áformið hér að hrinda þessu rykti af yður, sem þó er í al- ræmi — eins vitnað þér séuð ill- menni?" „Ég áforma þag með guðs hjálp og manna styrk, sé ekki gert lagabrot á mér“. „Hvað kemur til þess, að svipur skipherrans hefur sézt fylgja yður?“ „Ég má segja, að það er ekki satt. Ég bið guð í himninum að auglýsa, hvort ég er saklaus eða sekur“. „Hvaðan hafið þér frá þá peninga, sem þér hafið haft, undir höndum síð„n skipið strandaði?" „Ég átti litla peninga, þangað til móðir mín kom til mín, og ég fékk nokkuð með henni, sumt hvað af hennar fjármunum. Jónas á Gili geymdi peninga fyrir mig . . . og veit, hversu margir voru, þó ■ kannski ei upp á víst.“ „Hvaðan hafið þér frá þær út- lenzku vörur af fatnaði, sem þér höfðuð á Hjaltabakka, eftir að skipið strandaði?" „Ég hafði engar útlenzkar vörur hér á Hjaltabakka, eftir að skipið strandaði, nema hafi það verið brenni vín, sem hann Schram fékk okkur til að selja“. „Hvar voruð þér, frá því skipið fyrst sást á sunnudaginn, til þess á þriðjudaginn?" „Ég var í Hjaltabakkabæ, nema ef ég hef vitjað fjárins með piltunum á sunnudagskvöldið. Eins á mánu- daginn . . . “ „Tókuð þér ei neitt, sem ei var eign yðar, af þeim vörum eða pen- ingum, sem hingað komu með skip- inu?“ „Nei — ekki get ég munað það“. „Með hverju hafið þér betalað Gauksmýri?“ „Með peningum og jarðagóssi eður þremur hundruðum í Fjó'Sum“. „Hvar fenguð þér þá peninga, sem vilduð betala hreppstjóra Ólafi á Beinakeldu með Hvamm?" „Ég átti ekki þá peninga, en hef boðið þá upp á lán“. „Nær komuð þér fyrst á strandfjör- una?“ „Þegar Schram kallaði púlsfólkið. Ég kom þar ekki fyrr.“ „Voru nokkrir komnir á undan yður?“ „Já“. „Hverjir voru þeir?“ „Matrósarnir og Eggert frá þessu heimilL Um aðra vissi ég ei“. Þegar hér var komið. fannst Þor- valdi, að hann yrði að gera betri grein fyrir því, hvernig hann borg- aði Gauksmýri. Kvaðst hann hafa fengið fimmtíu dali í bankaseðlum lánaða hjá Guðmundi Guðmundssyni á Stóru-Borg, fimm hjá Birni á Þing- eyrum, fjörutíu hjá bræðrum sínum, og þar að auki hefði hann selt nokk- uð af eigum móður sinnar — tvö pils, tvo potta, sæng og upphlut. Þessu til viðbótar hefði svo komið silfur- skeig og arfurinn, sem honum féll til við andlát Illuga Ámasonar á Fjós- um, móðurbróður fyrri konu sinnar. Þegar vikið var að játningu þeirri um peningaþjófnað, sem Eggert hafði gert, gekkst Þorvaldur einnig við honum. Hann sagði, að þeir Eggert hefðu Skipt á milli sín lítilræði af peningum úr pyngju, sem þeir fundu. Frekari játningu fékkst Þorvaldur ekki til að gera að sinni, þótt til væri reynt. Lausn 46. krossgáiu HEYDALUR Framhald af bls. 113. frá. Datt Karólinu í hug að biðja vinkonu sína að taka nú Gyltu fyr- ir sig til undangerðar, sem svo var kallað. Hún þóttist vita, að ekki mundi Gylta una lengi vestan árinnar, eftir að hún væri laus úr húsi. Sendi hún þá þessar vísur: Yfir mæna mun á hlíð, mein úr rænu hrekur, þegar hænisbrúður blíð búning grænan tekur. Allri spilltri angurþrá, yrði stillt í sinni, holla, ef viltu hendi ljá henni Gyltu minni. Hér kemur svarið: Aftur nú ég inni þér, auðarbrúin stillta. I sumar búa má hjá mér mætisfrúin Gylta. Svona fóru þá þessar konur að því ag gera sér ánægjustundir í af- skekkta dalnum sínum og skapa „sumar innra fyrir andann“. Sunnudagsblaðið birt- ir fúslega skemmtilegar ag vel skrifaðar grein- ar, sem því berast. 19 113 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.