Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 03.02.1963, Blaðsíða 21
— Var Ólafur í Hjáleigunni mikill söngvari? — Ólafur í Hjáleigunni var slíkur söngvari, að hann gat sungið hverja plötu eftir Caruso og Pétri, og það sagði við mig fróður maður, að hann hefði ekki mátt opna munninn er- lendis án þess að verða frægur. En hann hreppti örlög grimm, varð und- ir hesti, þegar hann var að plægja og beið bana. Hann var rokskemmti- legur maður. Ef maður kom í Hjá- leigu, kom hann syngjandi á móti manni út ganginn og ekki að tala um að heilsa fyrr en lagið var búið. Sveinn bróðir hans var líka ofsa- söngvari, en hafði ekki eins fallega rödd. Ingimundur hét þriðji bróðir- inn og hafði Ijómandi fallegan bary- tón, og systurnar voru allar há- syngjandi. Þarna í Kambshjáleigu voru raddir í heila óperu, en það vantaði bassann; hann Jóhannes Kjarval, frænda þeirra, sem hafði upplagða óperuraust og var kallaður Kjarvalur kontrabassi, þegar hann var í Kaupmannahöfn. Já, hann Sigfús gamli Sigfússon, frændi minn, gat líka sungið. Það var kyngikraftur í rödd hans. Sérðu lokkinn þama í hnakkanum á hon- um. Hann var spéhræddur, og honum líkaði ekki lokkurinn. Hvaða helvítis gúll er iþattað, er það kannske spélni ('Spé)? spurði hann. Sérðu það ekki, maður, sagði ég. Þetta er lokkur. Þatt- að er enginn lokkur. Þattað er gúll, sagði hann og kvað fast að orði. Hon- um var ekki um þokað, þegar hann hafði tekið eitthvað í sig. Einhvern tíma hafði hann skráð sögu, en kona nokkur vildi betrumbæta hana og sagði: „Þetta var nú ekki alveg svona, Sigfús minn.“ — Þá var svarið, sem hún fékk, svona og með litlum blíð- skap: „Má ég ekki segja það, sem sagan þarfnast?“ Uppi á hillunni fyrir ofan okkur er brjóstmynd af skeggjuðum manni og skarpleitum með derhúfu. Hann heitir Bergsveinn f Urðarteigi, en s bær er í Berufirði. Einu sinni va- Bergsveinn á hákarlaskipi, sem gert var út frá Djúpavogi. Þá var það að haldinn var dansleikur þar, og fóru þeir Bergsveinn og skipsfélagar hans þangað. Þeir komu þrem tímun of seint til skips og hittu þá stýri manninn á skipsfjöl, en hann va danskur og það var skipstjórinn líka. Stýrimaðurinn var ófrýnilegur ásýnd um og jós yfir þá óbótaskömmum Bergsveinn var óvenjulegur orðhák- ur og varð seint orðfall. Hann svar- aði fullum hálsi. Þá reiddi hið danska yfirvald upp hnefann, en Bergsvcinn varð fyrri til og sló stýrimanninn niður. Kom þá skipstjórinn æðandi með byssu í hendi og miðaði á Berg- svein, en hann sló byssuna úr hendi skipstjóra út fyrir borðstokkinn og greiddi síðan skipstjóranum rothögg. Ekki fannst honum þó nóg að gert, heldur bar hann skipstjórann niður í einhvern kjallaraháls og setti loku fyxir. Af þessum atburðum varð reki- stefna og átti að reka BergsVein, en þá sögðust hinir hásetarnir ganga af skipi lika, og varð þá ekkert úr b' rekstrinum. — Þessi kall, sem þú sérð þarna, búlduleiti og sköllótti, er færeyskur prestur. Hann þótti víst ekkert sér- lega gáfaður, en hann kom því til leiðar, að farið var að kenna fær- eysku í færeyskum skólum, en þar hafði danskan verig allsráðandi. Ég fór til Færeyja og gerði mynd af honum. Fyrst gerði eg auðvitað leirmynd af honum og steypti síðan utan um hana form, sem var holt innan. — Þegar afsteypan var búin, sagði Færeyingur, sem oft kom til mín til að forvitnast: Þessi mynd er lí'kari honum en leirmyndin. — Af hverju segirðu það? spurði ég. — Hausurin er jú tómur, sagði hann þá. Mér þykir fjarska gaman að móta andlit. Það er ekkert andlit eins, og það er alltaf þéttingsglíma að ná svip almennilega. Marg.r geta gext myndir, en það vantar oft „hið absa- lúta“ í þær; það sem gefur mynd- unum líf og sannleika. Danii tala um „det absolutte öje“ og „det abso- lutte öre“. — Það, sem gildir, er að hitta naglann á höfuðið, og það skildi Jón í Skjálg: Hann var einu sinni nýbúinn að fá til sín smið og kom að Stóra-Hrauni til séra Árna. Séra Árni spyr hann, hvernig honum líki við smiðinn. — Jú, það er víst góð- ur smiður, enda lét hann þess ekki ógetið, þegar hann kom. En það er eitt, sem ég felli mig ekki vel við hjá honum. — Nú, og hvað er það, elsk- an min? — Jú, já, það er til dæmis það, að hann á ákaflega erfitt með að hitta naglana á höfuðið.------Já, það var nú meiri guðsgjöfin, þegar ég fékk þá hérna í bakhúsið. — T Í M I N N — SIJNNUDAGSBLA f* V

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.