Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Síða 10
fyrir þjóðina, þegar þú teflir á al- þjóðlegum mótum? — Þag er bezt að varpa þeirri tilfinningu, að maður sé að tefla fyr- ir fólk, fyrir borð eins fljótt og mað- ur getur og reyna heldur að tefla fyr- ir sjálfan sig. Það getur að vísu gefið manni sjálfstraust og verið aðhald, að finna, að maður er fulltrúi þjóð- ar, en þag verður til þess, að maður tekur ekki eins miklar áhættur — og þess vegna á maður að losa sig við þessa tilfinningu. Fólk á það 'heldur ekki skilið, að maður sé allt- af að hugsa um það, því að ef eitt- hvað ber út af, kveður við annan tón. — Hvað'a skák hefur þér þótt skemmtilegast að tefla? — Þegar maður er kominn þetta langt, er skákin ekki skemmtun, held- ur miklu fremur vinna og harka. — Skákástríðan — þessi misnotkun á sjálfum sér — er fólgin í taugaá- reynslunni og spenningum. En mér er eftirminnilegust síðasta skákin í Portoros, ekki vegna skákarinnar sjálfrar, heldur vegna þess, að það valt allt á henni, að ég kæmist upp. Ég tefldi þá við De Greiff frá Col- umbíu, og skákin fór í bið. Skák- staðan var óljós, og við Ingvar, Frey- steinn og ég grandskoðuðum hana, en fundum ekki beina vinningsleið. Það varð þess vegna ekki lítill fögn- uður í herbúðunum, þegar mér tókst að vinna hana. — En er þá ekki til einhver skák- maður, sem þér finnst skemmtilegri en aðrir? — Þá koma margir stílar til greina. Einn er skemmtilegur sóknarskák- maður, annar varnarmaður og sá þriðji skemmtilegur „position“-skák- maður. — Ég kann enga nógu góða þýðingu á „position" í þessu tilfelli, en taflmennsku „position“-skákmanns ins mætti líkja við það, sem kallað hefur verið herstjórnarkænska. Hjá honum skeður ekki mikið á yfirborð inu, en það er sífelld undiralda. — En náttúrlega getur enginn góður skákmaður bara verið eitt af þessu. Hann verður að sameina þetta allt, því að hann fær ekki alltaf það fram í taflinu, sem hæfir honum bezt. En það kemur oft greindega fram, hvað af þessu lætur honum bezt. Sumir eru þannig gerðir, að þeir fara aldrei í sókn, jafnvel þótt þeir eigi kost á því, aðrir setja sig aldrei úr færi að hefja sókn. Ég held til dæmis, að Tal ihiki aldrei við sókn, ef hann á kost á henni. — Undir hvaða flokk fellur þú? — Ég myndi telja mig „position“- skákmann, en frekar ágengan. — Hvaða skáfcmann ertu smeykast- ur við? — Ég hef alltaf verið órólegur gagn vart Tal. Við teflum líka svo ólík- an stíl. Það eru vissir skákmenn, sem maður er alltaf smeykur við, og gegn þeim nær maður aldrei sínu bezta. Tal sjálfum virðist til dæmis vera fýrirmunað að ná tökum á Kortsnoj. Tal teflir dálítig glæfralega, þó ekki þannig, að maður beinlínis geti fund- ið, hvar brestirnir liggja, en Kortsnoj finnur alltaf veilurnar og notfærir sér þær. Þag getur verið svo, að bezti skákmaður í heimi lúti alltaf í lægra haldi fyrir ákveðnum skák- manni, þótt sá sé ekki nærri eins góður. Þetta er dálítið einkennilegt og ekki gott að skýra það, en svona er það í sumum tilfellum. — Hefur það slæm áhrif á þig, ef þú tapar í byrjun móts? — Þag getur haft það. En yfir- leitt kemst ég yfir það; ég brotna að minnsta kosti ekki. Það getur aftur á móti farið í taugarnar á manni, ef tapið er andskoti svívirðilegt, eins og þegar ég tapaði fyrir Petrosjan í fyrstu umferð á síðasta millisvæða- móti. Eg átti snarunna skák, en tap- aði henni fyrir klaufaskap. — Varð Petrosjan glaður? — Hann hristi bara hausinn. — Er ekki mjög misjafnt, hvernig menn taka tapi? — Jú, menn eiga misjafnlega erf- itt með að leyna, að þeim fellur mið- ur ag tapa. Sumir geta aldrei viður- kennt, að þeir hafi haft verri stöðu, vilja sem sagt ekki viðurkenna, að til séu betri skákmenn en þeir. Þeir benda oft á vendipunkt skákarinnar, og þegar þeim hefur verið sýnt fram á, að hann er ekki fyrir hendi, þar sem þeir segja hann vera, fara þeir Afmælismót Taflfélags KafnarfjarSar 1951 Hvítt: Bjarni Magnússon. Svart: Friðrik Ólafsson. Kóngsindversk vörn 1. c4. RfG 2. d4 gG 3. g3 Bg7 4. Bg2 o—o 5. Rc3 dG G. f4? Óvanalegur leik- ur og ekki góður, sem myndar ýms- ar veilur í hvítu stöðuna. 6. — Rbd7 7. Rf3 c5! 8. d5 Rb6 9. Dd3 e6 10. e4? Betra hefði verig að hróka. 10. — exd5 11. cxd3 c4! Upphaf kombínasjónar, sem hvítur kemur ekki auga á. 12. Dc2 Rbxd5 13. exd5. Betra var 13. Rxd5 Rxd5 14. Dxc4. Þá kemur til greina 14. — Da5f! 15. Bd2 Re3 og svartur stendur betur. 13. — He8t 14. Kdl Nú koma tvær aðrar leiðir til greina: a) 14. Re2 Bf5 15. Da4 Bd3 16. Rfgl Db6 og hvítur verður að bíða dauðans án þess að geta nokkug aðhafzt. b) 14. Kfl Bf5 15. Da4 Bd3f 16. Kgl Db6f og mátar í 2. leik. 14. — Bf5 15. Df2 Ef 15. Dd2 þá bara framar í skákina og þannig koll af kolli, þar til komið er að byrjunar- leikjunum. — En þegar menn eru komnir langt, hætta þeir þessu, og hjá góðum skákmönnum tíðkast þetta alls ekki. — Ilvað sérðu marga leiki fram, þegar þú teflir? — Það fer mikið eftir stöðunni. Manni nægir kannski að sjá tvo eða þrjá leiki, stundum verður maður að alhuga marga möguleika og sjá 6—7 leiki í margar attir. Og þegar maður sér ekki lengur fram, verður maður að meta möguleikana hvern fyrir sig, og þá kemur til kasta ýmislegs, sem erfitt er að skýra: Maður skynj- ar eitthvað eða greinir í stöðunni, en ekki til fulls, og um leig vegur maður og metur þessa skynjun. — Kannski sér maður líka fyrir sér svipaða stöðu, sem maður þá veit, hvernig hefur reynzt, það er þess vegna þýðingarmikið fyrir skákmann að hafa teflt mikið. — Teflirðu varlegar nú en áður? — Ég tefldi eiginlega varlegast á mínum yngri árum, 15—20 ára. Það hefur alltaf verið talinn ljóður á ungum skákmönnum, ef þeir byrja að tefla eins og gamlir skákmenn, svo ag ég þótti ekkert sérstaklega efni- legur. En þegar ég var kominn yfir tvítugt, snéri ég svo algerlega við blaðinu, að ýmsum fannst nóg um. Þetta kom til dæmis fram í einvíg- inu við Pilnik. — Hann sagði í blaða- viðtali, að þessi taflmennska mín myndi ekki duga mér alltaf, þótt hún hefði dugað gegn sér í þetta sinn. 15. — Rg4 og síðan 16. — Db6. 15. — Rg4 16. Dgl Bxc3 17. bxc3 Da5! Nú hótar svartur bæði 18. — Dxc3 og 18. — Da4f og mát á c2. Hvítur á ekki nema einn leik til. 18. Kd2 He3 19. Bb2 Hd3t 20. Kel 20. Ke2 kom einnig til greina. 20. — Hxc3! 21. Bxc3 Dxc3t 22 Kfl 22. Kdl hefði veitt lengri lífdaga. 23. — Bd3 Mát. Skákritið 1951. Ath. eftir F. Ól. 178 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.