Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Page 11
Og ég sá náttúrlega síðar, að hún var ekki til frambúðar. — Heldurðu, að skákmenn nútím- ans séu betri en þeir gömlu? — Þeir eru ekki hæfileikameiri, en þeir ráða yfir meiri tækni. Skákin er orðin fastmótaðri nú en í gamla daga, og það er gö-mlu skákmönnun- um að þakka, því að þekking skák- manna nútímans byggist á þeim. — Menn vita betur nú en áður, hvernig á ekki að tefla. — Eru möguleikarnir í skák ó- tæmandi? — Mér finnst ekkert benda til þess eins og er, að skákin sé tæmandi eða verði það í náinni framtíð. En ef svo ólíklega færi, má náttúrlega stækka skákborðið og bæta við mönnum — Árið 1926 bar Capablancka, sem þá íhafði verið heimsméistari í mörg.ár, fram tillögu um að stækka borðið upp í tíu reiti á kant og bæta við átta mönnum. Hann hélt því fram, að skákin væri orðin of einföld. En árið eftir missti hann hehnsmeistara- titilinn. — Bobby Fischer sagði, að vestan- tjaldsmenn gætu ekki unnig á áskor- endamóti vegna samvinnu rússnesku skákmannanna, er þetta rétt hjá hon- um? — Hann staðhæfir nú svo margt, sem hann á erfitt með að rökstyðja, en þó er dálítið til í því, að skák- menn frá sama landi vinni saman á mótum, það er ekki nema eðlilegt. Myndum við ekki gera það sama, ef við ættum kost á því? — Rússar kæra sig í rauninni ekkert um þetta, enda er búið að breyta fyrirkomulagi áskorendamótanna þannig, að slík samvinna er útilokuð í framtíðinni. í framtíðinni munu þeir átta skák- menn, sem tefla á þessum mótum, heyja einvígi fyrst. Segjum til dæm- is, að á slíku móti séu fimm Rússar og 3 menn annarra þjóða. Eftir fyrstu einvígisumferðina verða fjórir sigur- vegarar; þeir heyja síðan einvígi, og þá eru eftir tveir, sem tefla uni, hver á að fá áskorendaréttinn. — Einvígi er sennilega erfiðara en venjulegt mót; maður er alltaf að kljást við sama andstæðinginn og getur ekki hvílt sig á nýjum og nýjum mönnum. — í einvígi getur mikið oltið á því, 'hvernig maður vinnur skák. Ef mað- ur til dæmis vinnur skák upp úr verii stöðu, geíur það haft mjög slæm áhrif á andstæðinginn og lamað hann. — Þetta kom greinilega fyrir í ein- vígi þeirra Botvinniks og Tal. Tal tókst hvað eftir annað að klóra sig út úr erfiðri stöðu og vinna eða ná jafn- tefldi. Botvinnik byggði yfirleitt upp betri stöðu en Tal, sem notaði minni tíma. Svo þegar Botvinnik ætJaði að fara að vinna úr stöðunni, hafði hann ekki nógan tíma, og Tal var honum fremri í að skapa flækjur og gerði honum erfitt fyrir. — Þrátt fyrir betri stöðu Botvinniks, tókst Tal að vinna, og þetta hafði þau áhrif á Bot- vinnik, að hann brotnaði, þegar líða tók á einvígið. — Hvernig fellur þér að tefla við Fischer? — Mér hefur gengið illa vig hann upp á síðkastið, en ég er víst ekki einn um það. — Er hann eins grobbinn og af er látið? — Það er ekki hægt að kalla þetta grobb í honum. Þessi framkoma er honum eðlheg. Þegar hann slær fram fullyrðingum sínum, veit hann ekki annað en hann sé að segja það. sem hann hafi leyfi til. En það er óhætt að segja. að hann er enginn dipló- mat. — Þú ert í lögfræðinni. Heldurðu ekki, að hún taki þig eitthvað frá skákinni? — Jú, ég býsi við því - Það ætti eiginlega að banna þér að gera annað en tefla. — Það mætti kannski banna mér að fara 1 tögfræðina, ef ég vildi það ekki sjálfur, en ág er ekki svo eld- heitur skákmaður, að ég láti allt annað sigla sína leið, líkt og Fischer geriri Hjá honum kemst enginn hlið- arhugsun að Hann er eins og hestur með augnskjói horfir beint fram. Það segja sumir, að i þessu se nus- munurinri tólginn á venjulegum manni og snillingi — og ég verð víst að sætta mig við það að vera bara venjulegur maður, úr því sem komið er. Birgir. yr ' l ' ' Kötturinn á Hurðarbaki á Ásum kúrði makindalega úti í • skemmuglugga og lét sig dreyma yndislega drauma. Þá i sveit kom þessi sólskríkja fijúgandi inn um opinn gluggann og settist á kollinn á honum. Og nærstaddur var maður með myndavél. — Þetta hefur verið hugprúður fugi — eða var hann kannski bara ógætinn? En óskaddaður slapp hann, því að vesalings kötturinn vissi ekki, hvaðan 6 sig stóð veðrið. (Ljósm.: Magnús Jóhannsson). i T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 179

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.