Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 14
uðu kardínálanum með lífláti hans þar á stundinni. Pacelli horfði á böðla sína í rósamri tign, og sá enga æðru á honum. Eins og oft vill verða um grimmlynd lítilmenni, þá kom hik að flugumönnunum frammi fyrir augliti stórmennisins. f>á ávarpaði kardínáli þá og sagði þeim að athuga þá staðreynd, að aldrei borgaði sig að drepa sendi- herra annarra ríkja. Að lokum hurfu böðlar Hitlers frá, en Pacelli sakaði ekki. — Kardínálinn var af öllum talinn voldugastur áhrifamaður í páfagarði. Þótt Hitler væri ákaflega illa við Heilaga kirkju og gerði henni altt til óþurftar, sem hann mátti, þá var honum mjög óhæg þessi óvinsamlega afstaða hans til páfastólsins. Öll al- þýða var kirkjunni holl í hjarta sínu, þótt ægivald nazista héldi öllu þjóð- lífi í járngreipum. Hitler hafði þv£ fullan hug á að sveigja páfa til hollustu við stjórn nazista, en það virtist illa ganga. Var páfi hinn þverasti við Hitler. Nú sem Mússólíni sér þetta, viH hann koma vini sínum til aðstoðar, og gerir Hitler heimboð virðulegt til Rómar. Samkvæmt venju átti þá páfi að neyðast til að bjóða Hitler heim til sín í Vatíkanið, svo sem gerist um þjóðhöfðingjaheimsóknir á Ítalíu. Hitler hélt til Rómar með pomp og prakt, og var mikið um dýrðir { borg- inni eilífu. — En heldur varð nú súr ■svipurinn á þeim fóstbræðrum, Hitl- er og Mússólíni, þegar sú frétt barst um stræti, að enginn væri heima í Vatíkani. Páfi hafði haldið í fússi með alla sína hirð upp { fjöll, til sumarbústað- ar síns Castel Gandolfo — og enginn til sta-ðar að bjóða Hitler inn í Vatí- kanið. Foringinn varð fokvondur. Mússó- líni varð bæði sneyptur og reiður, en hann gat ekkert að gert, því að vald páfa yíir hugum ítala er svo máttugt, að hver þjóðhöfðingi, sem þar ríkir, má þakka fyrir, ef páfi vill nýta hans félagsskap. Hitler stökk heim til Þýzkalands, reif í hár sér og nag- aði neglur: Hvernig gat hann tekið rækilega í lurginn á þessum dramb- sömu kirkjuhöfðingjum; látið þá kenna aflsmunar svo duglega, að þá ræki lengi minni til? Hér. var ekki hægt um vik. Þótt foringinn Hitler væri voldugur, þá var Heilög Kirkja enn þá máttugri. Að berja á henni var eins og að ætla sér að strýkja sjóinn. — Þá kom foringjanum loks- ins. snjallræði í hug: Kirkjuhátíðin 1 Ungverjalandi! Skipun strax útgefin: Foringinn hannar allar pílagrímsreisur um Þýzkaland dagana 22.—28. maí 1938. Þarna skyldi hann þakka Pacelli xardínála fyrir gestrisnina í Róm! — Pacelli átti sem sé að mæta i Búdapest á hátíðinni sem sérlegur sendimaður páfa. — Og þar við sat, þegar hinn vesæli íslenzki pílagrímur stóð altygjaður frómum umþenking- um og himneskri tilhlökkun, vegna væntanlegrar heimsóknar í garð hins blessaða Ungverjakonungs. Armur hinna voldugu nær stund- um langt. — Ekkert varð af för hinna norrænu pílagríma. Bann HitJ- ers stóð í vegiunm. — Ég rölti ringl- uð heim á leið til spítalans. Engin pílagrímsferð! Ég hafði þó verið full- viss urn velþóknan Þorláks biskups, Ólafs konungs og Antoníusar frá Padúa. Gat það átt sér stað, að þessi Hitler væri þess megnugur að hindra svo göfuga og hjálpsamlega föru- nauta? — Vorsólin stafaði geislum á turna og hallir konungsborgarinnar. Kast- aníutrén stóðu hlaðin blómaklösum, líkt og þau væru alsett fannhvítum kertum. — Fögur er hún Höfn gegn- um hugmyndanna gler. — Ég íór smátt og smátt að sætta mig við þá tilhugsun, að hér yrði ég að stranda, rétt eins og allur þorri íslendinga hafði gert, síðastliðnar fjórar aldir. Immaculata nunna spurði mig þeg- ar frétta. Ég sagði sem var og þar með, — að ég væri búin að sætta mig við að komast ekki lengra en til Kaupmannahafnar. Hér væri fagurt um að litast og förin þv{ alls ekki til ónýtis farin að öllu leyti. Þegar Immaculata nunna heyrði þessi orð, varð hún æf. „Hvað er að heyra slíkt! Ætlið þér að gefast upp hér, — þér, sem komuð alla leið norðan frá íslandi!1' Kaupmannahöfn. — Það var þá staðurinn! Nei, sú góða nunna full- vissaði mig um það, að þótt mér yxi svo mjög í augum heimsleg prakt þessarar borgar, þá væri hún sern vindböllur þunnur í samlíking við þá forkunnlegu dýrð og himneskan Ijóma, er yfir suðrænum helgistöð- um hvíldi. — Að lokum fylltist Immaculata nunna gift Heilags Anda svo mælandi: „Þér eruð fullvita manneskjat Ef þér hagið yður sæmi- lega, yrðið ekki á aðra en einkennis- búna lögregluþjóna og slíkt fólk, — þá getið þér farið á heimsenda án þess að lenda { neinu klandri. Ef þér farið ekki nú í þessa helgu píla- grímsgöngu, er allsóvíst, að Drott- inn gefi yður nokkru sinni slíkt tæki- færi oftar“. Af orðaræðu þvílíkri réð ég, að þessi ambátt Drottins mundi mæla fyrir munn þeirra dýrl- inga, undir hverra áraburð ég hafði svo ákaft leitað. Er skemmst frá að segja, að afráð- ið var, að ég skyldi halda áfram á fund Stefáns konungs ’ielga — alein. Immaculata nunna sagði, að ferða- langar útlendir væru aufúsugestir í Þýzkalandi Hitlers; færu þeir aðeins sem skemmtiferðamenn, og mundi enginn fara að rekast í ferðum einn- ar erlendrar stúlku, né sinna um hvorum megin hryggjar hún lægi, — og reyndist það rétt. Nunnan út- bjó mér nestismal svo góðan, að svo virtist sem duga mundi alla leið suður á Ungverjasléttu. Nesti það, er nunnan valdi, var einkum brauð og vín, að hætti þeim, er tíðkaðist í hennar sveit suður þar. Loks kvaddi ég þessa ágætu konu með tárum þakklætis, þvf að án hennar sköru- legu hvatningar hefði ég ekki komzt yfir hinn kínverska múr íslenzkrar einangrunar. Fátt segir af einum Fékk ég mér nú far með járn- brautum suður hið sæla Sjáland og með hinni þýzku ferju áleiðis til Warnemiinde á strönd Vindlands hins forna. Nú var nóg næði til að hugsa um sinn hag. Danskan var að þoka fyrir þýzkunni í tali manna umhverfis. Einhver spekingur hafði sagt, að enskukunnátta dygði hvar sem farið væri um veröldu. Þessu treysti ég, því að í þýzku hafði ég aðeins lært það, sem skáldið Jakob Smári kenndi mér stuttan tíma, end- ur fyrir löngu. Nú var komið að vegabréfaskoðun á ferjuskrifstofunni. Sat þar fyrir ungur og fagur hermaður { grænum búningi með gyllta borða á öxlum. Hann ávarpaði mig á þýzku, en mér varð svo mikið um, að ég kom ekki upp nokkru orði, en rétti fram vega- hréfið, skelfd í sinni. „Island pass!“ Hermaðurinn fagri varð allur í einu brosi, rétt eins og honum hefði ver- ið sýnt aðalsbréf. Sannarlega virtist gott að vera íslendingur í Þýzka- landi. — Loksins skildi ég, hvað hann var að mæla, að hann var að spyrja að fjármunum mínum. Hafði ég ekki önnur ráð en að rétta hon- um budduna með öllu saman. Það voru 100 pengö ungversk, 7 sterlings- pund og 25 skildingar, 70 kr. dansk- ar og 5 kr. íslenzkar. Allt var þetta skrifað niður, og hinn fríði Prússi rétti mér kvittun og þrjátiu silfur- mörk í skiptum, sem var hinn lög- boðni ferðagjaldeyrir í Þýzkalandi. Eftir þetta atvik fór ég að renna grun í þau óþægindi, sem fylgja því að vera nær mállaus í framandi landi. Setti nú að mér vott af kvíða. En þá minntist ég þeirra orða, er Einar skáld Benediktsson mælti í formála fyrir ljóðabók sinni Hrönnum, þar sem Einar segir, að íslendingar séu ^vo gáfaðir, að heimurinn standi þeim opinn. Reyndi ég nú að rifja upp fyrir mér kvæðið „Væringjar“ og hresstist mjög í huga: ]&2 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.