Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Side 15
Þá neíndist hér margur til metnaðs og hróss frá Miklagarði til Niðaróss. Þá stóð hámenning íslands, er æskuna dreymir Meðan á þessum umþenkingum stóð, rann lestin í sífellu suður — í átt til Berlínar Svipur hins flat- lenda Norður-Þýzkalands er annar og þyngri heldur en yn'dj og ljóðræn fegurð danskra beykiskóga Barr- skógar Þýzkalands eru svipdimmir Ströng og þunglamaleg er hin háa, gilda grön. Nærvera fólksins í klefanum var smám saman að síast inn í vjtund mína. Þar sátu tvær danskar stúlk- ur, um þrítugt á að gizka, og fram- andlega glæsileg kona. Ekki var auð- velt að geta sér til um aldur hennar, sem gat verið alls staðar milli þrí- tugs og fimmtugs. Konur þessar höfðu fyrir löngu tekið tal saman, en ég Sinnti því'lítt, þar til þær hófu orða - Uir um ferðalög. Konan glæsi- lega ar auðheyranlega langvíðför]- ust. Hún sagðist jafnvel hafa komizt alla leið norður til íslands! Stúlk- urnar létu sem hrollur færi um þær yfir svölu nafni þessa fjarlæga ey- lands. „Þar hlýtur að vera ömurlegt heimkynni”, sagði önnur þeirra. Þá gat ég ekki þagað lengur og segi: „Ekki er þar eins ill vist og þið haldið“. Þá skelltu þær allar þrjár upp úr. „Áttum við ekki á von!“ Þær höfðu sem sé gægzt á passann minn f ferj- unni og séð, að hér var íslendingur á ferð. Sögðust þær hafa hagað orð- um sínum þannig, að ég hlyti á end- anum að taka þátt í samtalinu. Kynntu þær sig, og voru stúlkurnar tvær á skemmtiferð til Sviss. Kon- an glæsilega sagðist vera rússnesk og Jieita Irenia Svendsen, gift í Dan- mörku. Til íslands kom hún með Kubankósakkakórnum, sem hér kom kringum 1930. Henni lá vel orð til lands og þjóðar, en sagði, að fisk- bragð hefði verið af öllum mat, jafn- vel lambakjötinu. Seinna frétti ég hjá stúlkunum, að Irenia hin rúss- neska væri landflótta aðalskona og ætti aldrei afturkvæmt til Rússlands. Þær dönsku hófu nú tal við þá rúss- nesku um ástandið í Evrópu. Öllum lá þeim vel orð til Hitlers, virtust iafnvel hrifnar af honum og stjórn hans. Irenia hin rússneska talaði óskaplega illa um Stalín og sagði af honum margar ljótar sögur. Einkum virtist henni vera sárt um Schmith prófessor, sem á sínum tíma fór frægar ferðir á ísbrjótnum Tjeljusk- in, en sat nú á sakborningabekknum í Moskvu. Að lokum kvað Irenia upp úr með, að Stalín gæti ekki verið með öllum mjalla, og tóku þær dönsku undir það. Mér blöskraði þetta ljóta umtal um Stalín, sem margir frægir íslend ingar höfðu lofað í ljóðum og sögum, en furðaði mig á aðdáun þeirra : Hitler, sem enginn 'merkur íslend ingur hafði flutt kvæði eða rómað bókum. Ég fór að taka málstað Stalíns við þá rússnesku Hún sagði, að Is lendingar hefðu ekkert vit á rúss neskri pólitík, en ef ég vildi fræðast um það mál, þá skyldi ég lesa bé eftir einhvern general Krestanoff, sem héti: „Fra den tohovede öri til den röde fane“ Nú fóru konur þessar að spyrja mig spjörunum úr, á hvaða ferða lagi ég væri. Fannst þeim dönsku allt mitt ráð glæfralegt í meira lagi og af lítilli fyrirhyggju til stofnað. Tóku þær að vara mig strengilega vð hvítu þrælasölunnj og sögðu margar herfilegar dæmisögur þar að lútandi. Irenia hin rússneska tók minna undir það, en sagði, að með brosinu kæmist maður allt! Það þótti mér trúlegt, hvað hana sjálfa snerti, en ekki eru öllum konum gefin slík augu, er samlíkjast mega við stjörn- ur, eins og þessari útlægu hefðarkonu. Brátt fylltust þessar heiðvirðu kvinn- ur slíkri umhyggju fyrir fáráðlingn- um frá íslandi, að yfir mig rigndi ráðleggingum, boðum og bönnum. Tók nú þessi umræða öll að vekja athygli lestarvarðarins. Hann spurði þær einhvers á þýzku og leit á mig. Líklega, hvort ég væri eitthvað í ólagi. Þá dembdu þær yfir hann heilu fossfalli af orðum, þar sem ég skildi ekki nema lítið eitt. Enda hafði ég lítinn áhuga á öllum þessum fyrirgangi, því að Einar Ben. hafði sagt, að heimurinn stæði íslending- um opinn, Eftir að hafa hlýtt á lýs- ingar kvennanna, þá leizt kinum þýzka lestarverði auðsjáanlega grun- samlega á þennan íslenzka ferðalang. Bað hann mig að láta sig sjá skjöl mín og skilríki og ferðaáætlanir járnbrautum. Allt \\rtist vera í lagi nerna járnbrautaáætlanirnar. Þar krotaði hann eittthvað og skrifaði við Friedricsher Banhof, en strikaði yfir Anhalter Banhof. Voru þau nú öll ánægð og þóttust sjáanlega hafa bjargað smælingja þessum frá glöt- un. Loks komum við til Berlínar kl. 9 um kvöldið. Irenia hin gerzka faðmaði mig að sér og kyssti í kveðjuskyni með rússneskri alúð, rétt eins og siður var til sveita á ís- landi til ska-mms tfma. Þær dönsku buðu mér að ganga með þeim um borgina, þangað til þær yrðu að fara í lestina til Sviss. Við fórum strax að leita að Hitler og fundum höll hans í Wilhelmsstrasse. Þar stóðu verðir, stífir eins og tindátar. í fjöl- mörgum búðargluggum voru feikna myndir af foringjanum Hitler og þeim gæðingum nans, Göring og Göbbels. í einum glugga var stærðar mynd af ljóshærðri og tíguiegri konu í dýrindis kjól Hún var hin fyrrver- andi leikkona, Emmy Sonnemann, núverandi frú Göring. Stóð undir myndinni, að frúin væri nýbúin að eignast dóttur og að foringinn hefði óskað þeim Göringshjónum til lukku með barnið. Þá var gríðarstórt mynd- spjald af einhverri dýriegri veizlu, þar sem Hitler sat hljóður og hátíð- legur í öndvegi. Allt umhverfis hann sátu háttsettir hershcfðingjar og þeirra frúr. Karlmennirnir voru al- þaktir orðum og heiðursmerkjum, en konurnar skinu í hinum tegursta skrúða eins og álfadrottning-ar. Gör- ing hélt á ljómandi kristalsstaupi, og var augsýnilega að mæla fyrir minni Hitlers af miklum móði. — Gengum við nú undir hið fræga Brandenburger Thor, hið mikla stein- súlnahlið, sem nú á dögum er frægt í fréttum. Var þar á torginu einhver minni háttar hersýning, og var ekki amalegt að renna augum til þeirra stórglæsilegu dáta, sem þar lömdu hælum í prússnesku göngulagi. Mikil lifandis ósköp var þýzki herinn glæsi- legur á þessum árum! Þar virtist vera valinn. maður í hverju rúmi, hvað snerti allan ytri tíguleik og hermannlegan búnað. En andlitin voru hörð, svipbrigðalaus eins og greypt f stein, Slíkar ásjónur hafði pílagrímurinn frá íslandi aldrei fyrr séð. — Nú var komið að brotuarartima stúlknanna dönsku, og kvöddumst við á Stettiner-stöðinni með miklum kær leikum. Hélt ég síðan heim í Hótel Nordland og fór að sofa. Ég þorði. ekki fyrir mitt litla líf að fara að eigra um stræti þessarar Babýlonar, sem hinar umhyggjusömu dönsku lcvinnur höfðu lýst svo viðsjálli. — Næsta morgun fór ég á fætur íyrir allar aldir og hélt af stað til Fried- rischer-brautarstöðvarinnar. Skyldi lestin fara þaðan kl. 9. Ég var alltof snemma á ferðinni, svo að ég settist á bekk og hugleiddi handleiðslu Drottins og ræddi í anda við þá Þor- lák biskup helga, hinn hlessaða Ólaf konung og hinn sæla Antoníus frá Padúa. Loks kom að brottförinni, og lagði ég niður mikla stiga með tösk- una mína. — Sé ég þá ekki sjálfan Einar Benediktsson koma gangandi með höfðinglegum virðuleik! Upp- yngdan, þannig að hann leit nákvæm lega eins út og á myndinni £ ljóða- bókinni Hafblik. Búnaður hans all- ur var svo ríkmannlegur, að mest líktist greifa í bíómynd. — Ég fyllt- ist stórri forundran og miklum fögn- uði yfir jarteikn þessari, því að auð- vitað hlaut hið mikla skáld að hafíþ heyrt áköll mín til Herdísarvíkur ojj' var nú hér kominn. — Meðan ég T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 183

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.