Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Qupperneq 20
„Ekki veit ég, af hverju þú getur öfundað djöfullinn“- Alltjent er þó það, að 'nann situr á sjálfs sín eign“, svarar Steinn og lætur sér hvergi bregða. Einn kemur öðrum meiri Ari í Stöðlakoti á Eyrarbakka hlýddi eitt sinn á, er menn ræddu um kvensemi. Vildi hann leggja orð í belg og segir: „Ja, kvenskur er ég, en kvenskari er þó konan mín“. Röggsamlegur úrskurður Tveir bændur úr Súgandafirði, Friðbert Guðmundsson og Brynjólf- ur í Bæ, fóru ásamt fleiri mönnum á báti til Flateyrar til kaupskapar. Komu þeir síðla kvölds að Bæ úr kaupstaðarferðinni, mjög drukknir. Var setið við kútana um nóttina og gerðist brátt allslarksamt. Um síðir mátti Friðbert ekki á fótum standa, og Brynjólfur lognaðist með öllu út af og var borinn upp á loft. Varð þeim, sem báru hann upp, tilrætt um, hvað við hann skyldi gera. Þetta heyrði Friðbert í gegnum vímuna, lyfti höfði frá gólfi og mælti: „Drepa hann, og drepa hann strax. Hann mun ekki bíða sér til batnað- ar“. Fannst margf skrýfið Þótt vinnukergja væri mikil fyrr á tíffium, lágu þung víti við vinnu á helgum dögum. Vildu þá húsbændur á guðræknum heimilum, að vinnuhjú sín og börn læsu guðsorðabækur sér til sálubótar. einkum þó á stórhá- tíðum. Það bar við á aðfangadagskvöld, að Sigríður húsfreyja Finnbogadótt- ir á Helgavatni í Vainsdal veitti því eftirtekt, að piltur einn á heimil- inu dormaði á rúmi sínu, þegar annað fólk var tekið að glugga í guðsorða- bækurnar. Tók hún þá Nýja testa- mentið og fékk piltinum. Strákur lét sér það vel líka og las lengi kvölds, og þóttist Sigríður hér hafa góðu sæði sáð i frjósaman jarðveg. Þegar ganga skyldi tU náða, skil- aði strákur húsfreyju bókinni með þessum ummælum: „Ég ætla að biðja þig, Sigríður mín, að lána mér þessa bók oftar. Það er margt skrýtið í henni". Á sama hundraðinu Ámi hét maður, Jónsson, sjóhetja mikil. Hann var á gamals aldri for- maður á báti, sera Halldór Jónsson í Vík í Mýrdal átti, er. sjálfur var Halldór formaður á öðrum báti. Varð Haildór að jafnaði drýgri með afla en Ámi gamli. Svo bar eitt sinn við, er þeir voru báðir á sjó í góðu veðri, að Árni kemur á báti sínum, þar sem Halldór var fyrir. Þegar Árni er kominn í kall færi, lætur hami stöðva róðurinn og kallar siðan yfir til húsbónda síns: „Ég er kominn á sama hundraðið og þú, Halldór". Síðan lét hann snúa bátnum og róa aftur á miðið, sem þeir höfðu ver ið á. Þorsteinn þó verstur Snemma á nítjándu öld bjó á Hnjúki í Vatnsdal bóndi, sem hét Jón. Þorsteinn hét vinnupiltur hans. Engjar voru býsna votlendar á Hnjúki, og þóttj illt verk að heyja þar í kalsatíð. Eitt sinn komst Jón bóndi á Hnjúki svo að orði: „Slæmur er skrattinn, verri er fló- inn. Þó er Þorsteinn þaðan af verst- ur“. Þaö gat líka gengið JÓN alþingismaður Bjarnason í Ólafsdal var ör í tali og mikill ær- ingi. Máltæki hans var, þegar hann kom til gistingar á bæi, þar sem þröngt var fyrir eða margt annarra gesta: „Ef knappt er um rúm, tek ég mér til þakka að sofa hjá þokkalegri vinnu konu“. Hvað gerðist á Framhald af 176. síSu. við þennan óhugnað, og hvort sem menn trúðu þessu eða ekki, þá er hitt víst, að fólk var þess lítt fýsandi, að eiga sér busetu eða dvöl á Baul- árvöllum eftir þetta, enda lagðist býl- ið senn í eyði fyrir fullt og allt, þótt að sjálfsögðu væri þar öðrum og fleiri orsökum til að dreifa. VI. Þegar gengið er út frá því, að Baul- árvallaundrin hafi raunverulega átt sér stað og allar þær skýringar þrýt- ur, sem nú hafa verið raktar, er ekki fyrir hendi nema ein lausn þessarar gátu: Að hér hafi verið um að ræða ofríkisverk af manna völdum á einn eða annan hátt Þó ályktun þessi sé að vísu heldur ekki byggð á neinum ákveðnum ytrj sönnunum, þá liggur sönnunargildi hennar einfaldlega í því, að aðrir möguleikar verða að telj ast útilokaðir Vafalaust hefur at- ferii þetta þá Öðrum þræði verið fram ið í blóra við munnmæli og þjóðtrú um skrímsli og reimleika á Baulár- völlum, enda. óspart blásið að þeim kolum hjá aimenningi eftir á, til þess hvort tveggja, að leiða athyglina fram hjá því, sem raunverulega gerg- ist, og þó fyrst og fremst til þess að Þurfti betrunar við BÓNDINN í Rúfeyjum hét Þorgeir, en kona hans Guðrún. Nótt eina dreymdi Guðrúnu, að hún væri lcom- in til himnaríkis, og sagði hún bónda sínum drauminn. Ræddu þau um hann um stund, og kom þar tali þeirra, að Þorgeir mælti: „Heldur þú, Guðrún, að ég komi þar?“ Hún svaraði: „Eitthvað máttu þá af leggja, Geiri“. Ófögur fyrirmynd SÉRA BJÖRN PÁLSSON á Þing- völlum var eitt sinn skrifari Geirs biskups Vídalíns. Hann var hermi- kráka mikil og skirrtist jafnvel ekki við að herma eftir húsbónda sínurn. Þetta var biskupnum kunnugt. Nú bar svo við, að í biskupsskrif- stofuna kom maður, sem mjög var skældur og lýttur í andliti. Þegar maður þessi hafði loldð erindi sínu, sneri biskup sér að skrifara sínum og spurði: „Vitið þér, Björn, af hverju maður þessi er orðinn svona?“ Björn kvað nei við því. ,Af eftirhermum", segir biskup. „Hann hefur þá ekki hermt eftir því, sem fallegt er“, svaraði Björn. BáulárvöElum? — hræða iólk fra áframhaldandi búsetu eða byggð á Baulárvöllum, en það hefur vafalaust vakað fyrir ofbeldis- mönnunum, að fá henni útrýmt með þessum hætti Af sömu rót er það vafalaust runn- ið, að fyrir kom, að skepnur sunnan- fjallsmanna urðu fyrir meiðingum eða hnjaski, er þær voru í hagagöngu við Baulárvallavatn. Það er ekkert einsdæmi í sögunni, «ð afbrot og óhæfuverk hafi verið unnin hér á landi í blóra við hjátrú og hindurvitni almennings, slíkt er áreiðanlega miklu algengara en menn gera sér ljóst Nefna mætti alþekkt dæmi, sem vatalítið eru af þessum toga. Til dæmis hvarf séra Odds í Miklabæ, þar sem augljóslega hefur verið um morð að ræða, en morðingj- amir hins vegar nógu fljótir að gera hvarfið dularfullt og spinna um það ramma draugasögu til þess að koma í veg fyrir rekistefnu yfirvalda og grun semdir almenmngs. Sama er að segja um Bjrrna-Dísu á Fjarðarheiði, hún er gerö að magnaðr;' afturgöngu til þess að dylja og villa um manndráp það, sem raunvsrulega átti sér stað. Meira að segja er sagan um Ólaf með björgum fram nokkurn veginn vafa- laust morðsaga, ma'ðurinn kemur heim stunginn hnífi. en morðingjarnir- eru 188 T í M I N N — SUNNLDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.