Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 3
in a3 Auðshaugi á Hjarðarnesi. Og um haustið tókst frú Blöndal að fá ömmu þangað til sín. Vinnu- kona, sem var fyrir, lét þau orð falla, að ekki myndi hún látin ganga í skítverkin til að byrja með — ekki fyrr en hún væri orðin vistráðin upp á næsta ár. Amma tók þetta óstinnt upp, en átti þó eftir að reyna sannleiks- gildi þessara orða. Þennan vetur vann hún mest við þjónustubrögð, og svo var það hennar starf að kynda ofninn í skrifstofu sýslu- manns. Verkið var ekki erfitt, en hitt féll henni verr, að frúin var óþarflega hrædd um mann sinn, að því er ömmu fannst, ekki glæsi legri en hann var orðinn — rosk- inn maður með ístru mikla. Sjálf var frú Blöndal lítil og grönn og létt á fæti. Einn vetur hafði hún verið með manni sínum í Kaupmannahöfn og klæddist þar dag hvern íslenzkum búningi. Varð það til þess að hún gekk þar undir nafninu: „Den lille med dusken“. Þær voru æðimargar, stúlkurn- ar, sem voru einmitt tvö ár í vist hjá. frú Blöndal — og varð amma ein af þeim. Seinna árið fékk hún sannarlega að fást við fleira en að snúast í kringum húsbændurnar. Syrgði amma það lítið, en samt þótti henni verst að lenda þá í flutningunum, eins og það var kallað, en þá fóru allir aðdrættir þessa stóra heimilis fram sjóleiðina. Allt var sótt út í eyjar — aðallega til Flateyjar — auk þess sem oft þurfti að flytja fólk þangað sökum embættis sýslu manns. Einnig var eitthvað heyj- að í eyjum. Oft þurfti því að fara á sjó, og erfiður gat barning urinn orðið á móti vindi fyrir full hrausta karlmenn — hvað þá heldur fyrir sjóveikar konur, því að aldrei gat amma vanizt sjónum. Þessar ferðir voru henni því sann kallað kvalræði. Alltaf voru stúlk- ur hafðar í þessu, ein eða tvær, og urðu þær auðvitað að róa á móti karlmönnum og bera jafn- þungar byrðar og þeir, bæði af skipi og á, þótt fæði þeirra og kaupi væri frekar stillt í hóf. Amma kveið því fyrit hverri ferð, en lítið þýddi að láta það uppi. Húsmóðirin tók meira tillit til eigin vilja en annarra þráuta. Við því var heldur ekkert að segja — svona var lífið hjá vinnukonum í þá daga. Hjúin nutu tæplega eðlilegra mannréttinda — á mæli- kvarða nútímans. Sem ofurlítils dæmis um það skal ég geta eins, er þeim fór á milli, ömmu og sýslumannsfrúnni Þegar amma var unglingur, hafði hún óvenju fallegt, glóbjart hár, afarþykkt, og svo sítt, að það náði henni í hnésbætur, er hún greiddi það. Af slíku hári gátu stúlkur verið hreyknar í þá daga, því að það þótti mikill fegurð- arauki að vera hárprúð. Og amma hirti vel sinn gyllta hadd — nam auðvitað af svefntíma sínum til þess. En svo varð hún svo höfuð- veik, að til vandræða horfði, og var þá ráðlagt að klippa af sér hárið. Ekki var henni ljúft að fylgja því ráði, en fóstra hennar tók af skarið, skipaði henni að greiða það og flétta, sótti skærin sín og skellti fléttumar sundur uppi við hnakka. Nútímastúlkur geta varla skilið, að þetta hafi verið mjög tilfinnanlegt, en það var það nú engu að síður, sam- kvæmt þeirra tima siðum. Hárið þurfti nokkurn tíma til þess að vaxa aftur, og það vakti þá bæði athygli og umtal að sjá unga stúlku ganga með snoðkoll. Og aldrei sagðist amma hafa fengið jafnfallegt hár aftur. Flétturnar geymdi hún vand- lega, og lágu þær ofan á spari- fötunum hennar undir lokinu á kistunni, þar sem hún geymdi allar sínar eigur. En einu sinni þurfti hún að ná í eitthvað i kistunni og opnaði hana, að frú Blöndal viðstaddri. Rak hún þá augun í flétturnar, hrópaði upp yfir sig, og með leifturhraða kippti hún til sín annarri flétt- unni, áður en amma gat áttað sig. Frúin hljóp með hana og hélt, að amma gæti nú séð af annarri þeirra. Svo hló hún bara að ömmu, þegar hún heimtaði að fá fléttuna aftur. Auðvitað var þetta beinn þjófnaður, því að í þá daga var mannshár mjög verðmætt — auk þess sem sjálf sýslumannsfrúin hefði mátt sjá sóma sinn í því að virða eignarréttinn. Úr hinni hárfléttunni lét amnia seinna búa til úrfesti handa eigin manni sínum, en hárfestar voru þá mjög í tízku og þóttu hrein- ustu gersemar. Ekki þurfti alla fléttuna í eina festi, en þó fór það svo, að ömmu tókst ekki að fá afganginn t"'l baka, honui.n var einnig stolið. Það var þó sitt af hverju, sem amma sótti á sýslumannsheimili'c. Þrautaferðir hennar út í eyjai veittu henni gott tækifæri til þess að kynnast afa mínum, sem þá var einnig hjú á Auðshaugi, og þaðan giftust þau að loknu vistar- ári. Og þvi er ekki að leyna, að Sigríður Blöndal var mjög myndar leg húsmóðir. BÍLDUDALUR. (Ljósm. PáU Jónsson). T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 267

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.