Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 15
OVE FEDDI: DRO TTNINGA RFORN Sendiherrann stóð upp, náfölur. Hann horfði ofsareiður á gráhærða manninn, sem stóð fyrir framan hann. „Herra“, sagði hann. „Viljið þér útskýra þetta fyrir okkur?“ Gráhærði maðurinn fól andlitið í höndum sér og stundi. „Herra“, endurtók sendiherrann. „Þér eruð skyldugur að útskýra þetta. Þér standið og horfið á okk- ur tefla, og í úrslitastöðu ýtið þér öllum mpnnunum af borðinu. Eg vil sleppa því, að þér eyðilögðuð unnið tafl fyrir mér. En viljið þér gera svo vel og gera grein fyrir framferði yð- ar“. Gráhærði maðurinn, sem hafði svo hrottalega eyðilagt skákina fyrir tefl- endunum, kinkaði kolli. Hann leit í kringum sig ' gistihússalnum og sagði: „Kannski ættum við að setjast ann ars staðar, þar sem við höfum betra næði. Eg veit, að ég þarf að biðjast afsökunar. Herrar mínir, ég er reiðu búinn. Franski sendiherrann, markgreifi de Ja Droix, og hinn kínverski mót- leikari hans, herra Kang, fylgdu grá- hærða manninum inn í minni sal, þar sem þeir settust við borð úti í homi. Frakkinn hafði aftur náð jafnvægi. „Við erum mjög forvitnir að heyra skýringar yðar, herra . . . ? Það var spyrjandi hreimur í síð- asta orðinu eins og til að minna grá- hærða manninn á, að hann hefði ekki kynnt sig. „Eg heiti Eiríkur Torp“, sagði mað urinn rólega. Ása hló glettnislega, þegar hún sá, að Eiríkur drap drottninguna hennar. Hún lék aftur, leit brosandi á hann og sagði: „Skák og mát.“ Eiríkur horfði á borðið milli þeirra. Flestir af mönnum hans voru óhreyfð ir, og nú hafði þessi litla seiðkona mátað hann í nokkrum leikjum. Hann hristi höfuðið. „Þú vannst“, sagði hann og tók með báðum höndum utan um fagurt andlit hennar. „En það er ég, sem hef unnið drottninguna“, sagði hann „og þeirri drottningu fórna ég aldrei.“ Þau kysstust, og kóngur, peð og riddarar ultu af skákborðinu í einni þvögu. Þetta var nokkrum dögum fyrir brúðkaup þeirra Eiríks og Ásu. Ei- ríkur hafði fengið atvinnu hjá Breta- safni í Lundúnum. Hann var nú í fjórtán daga leyfi heima í Noregi til þess að halda brúðkaup sitt. Brúð- kaupsferðina átti að fara um England til hinna dularfullu, fjarlægu Aust- urlanda — brúðkaupsför, sem Ásu hafði aldrei dreymt um að fyrir sér ætti að liggja. Faðir Ásu talaði fyrir minni brúð- hjónanna. Hann hugsaði aðeins um skák, gamli maðurinn. „Eiríkur hefur unnið drottning- una“, sagði hann brosandi, „en það lítur þó út fyrir, að drottningin hafi mátað hann. Við skulum vona, að taflið verði jafntefli. Það er yfirleitt gott að muna það, að í lífinu er jafn- tefli heiðarleg leikslok. Þegar tveir skákmenn eru álíka duglegir, eru líkurnar eins á báðar hliðar, og þá á að verða jafntefli. Eg vil áminna ykkur um það, Ása og Eiríkur, að leitast við að gcra jafntefli, þegar erfiðleikarnir steðja að.“ England — fyrsti áfangi: Nýir kunn ingjar, nýtt umhverfi. Eiríkur var nálega allan daginn önnum kafinn við undirbúning leiðangurs, sem hann átti að stjórna á ókunnum slóðum á landamærum Tíbets og Kína. Þar hafði enginn hvítur maður áður kom- ið. Kvöldunum eyddu þau saman í leikhúsum, á hljómleikum, í góðum veitingahúsum, viðfelldnum nætur- klúbbum, þar sem allt fór fram með háttprýði og mjög á enska vísu. Loks lögðu þau af stað. Þau sigldu til Hongkong með risastóru skipi. Öll ferðin var samfelld röð nýrra ævin- týra, nýrra áhrifa: — Suez — fyrstu kynni af austrinu, Indland . . . allt var ævintýri, óskiljanlegt ævintýri. „Þér getið ekki gert þetta, hers- höfðingi.“ Eiríkur stóð frammi fyrir hershöfðingjanum Li Ping. „Þér get- ið ekki gert það. — Við höfum Eng- land að baki okkar.“ Hershöfðinginn glotti fyrirlitlega. „Frakkland og Noregur standa með okkur“, hélt Eiríkur áfram. „Já, all- ur hinn menntaði heimur er með okkur. Menn vita, að við erum hér. Þeir leita okkar — og finna okkur.“ „Herra Trop, gerið svo vel að hlusta á mig,“ sagði hershöfðinginn. „Eg er útlægur maður. Miðstjórnin í Chungking hefur lofað hverjum þeim, sem getur náð mér, lifandi eða dauð- um, 250 þúsund pundum. Þótt Eng- land“ — hershöfðinginn gretti sig — „eða hið siðlausa föðurland yðar og hið hnignandi Frakkland margfaldi þá fjárhæð, mun höfuð mitt sitja jafnfast eða laust eftir sem áður. Ekkert, áreiðanlega ekkert, mun fá mig til að breyta fyrirætlunum mín- um.“ Fimm dögum áður en þetta sam- tal átti sér stað, höfðu hermenn Pings hershöfðingja hertekið alla leiðang- ursmennina. Hermennirnir höfðu rek ið þá áfram með höggum og slögum langt upp í fjöll til gamallar hallar. Þar voru aðalstöðvar hershöfðingj- ans Pings. Eiríkur gizkaði á, að ræn- ingjaborgin væri að minnsta kosti fimm hundruð ára gömul. Sennilega hafði hún verið aðsetursstaður ein- hvers mongólsks harðstjóra. Þetta voru miklar hallir, reistar kringum ferhyrndan hallargarð, en aðeins ein þeirra var enn þá nokkurn veginn íbúðarhæf. Hinar voru rústir einar. Sjálfur hallargarðurinn gerður sem heljarmikið skákborð með ljósum og dökkum reitum, nálægt þrem fer- metrum hver. Vafalaust hafði gamli, mongólski höfðinginn skemmt sér og vinum sínum við það að tefla skák með lifandi mönnum. Það gat vel verið, að sjálfur Djengis Khan hefði einhvem tíma teflt skák hér. Þessum niðja Djengis Khans, Li Ping, hershöfðingja, hefur sjálfsagt gramizt það oft og mörgum sinnum að fá aldrei tækifæri til þess að tefla skák á þessu stóra skákborði við mót- herja, sem honum var samboðinn. „Þannig er það, herra Thorp. Eg gef yður eitt tækifæri til þess að frelsa líf nokkurra vina yðar. Við teflum skák eftir mínum reglum. í leiðangri yðar eru sextán menn. Ens an vantar — ekki einu sinni drottn- inguna, hina töfrandi eiginkonu yð- ar. Þetta fólk — það eru taflmenn yðar. Eg legg til jafnmarga af mín- um mönnum. En það er regla, sem ekki verður breytt, að þeir menn, sem þér missið, verða á augabragði leiddir út og skotnir. En til endur- gjalds læt ég yður algerlega sjálf- ráðan, hvað þér gerið við þá menn, sem ég missi — þó að ég hafi sannarlega ekki marga menn að missa. Þér getið drepið þessa menn eða notað þá sem burðarmenn fyrir leiðangurinn, alveg eins og þér vilj- ið.“ „Eg get ekki gengið að þessu.“ „Þér eruð neyddur til þess. Að öðr- um kosti munu allir leiðangursmenn verða drepnir. En fyrst píni ég þá — þeir verða að þola vatnspyndingu. Þér sem þekkið svo vel sögu vors virðr.- lega lands, vitið sjálfsagt, hvers kon- ar skemmtun það er. Einn dropi lát- inn drjúpa á ennið á hverri mínútu, þangað til fórnarlambið missir vitið.“ ,Eg get ekki gengið að þessu.“ „Herra Thorp, ég gef yður frest. til miðnættis. Ef þér breytið ekki um skoðun, þegar þér hafið talað við 1 i M I N N — SllNNUDAGSB.’AÐ 279

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.