Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 4
VII. Hallgrímur á Dunkárbakka og bræð ur hans höfðu ekki gert samning sinn við Jón Kolbeinsson og Óia Steinbach, er stórmenni heims hóf- ust handa um að greiða veg Höfða- borgararfsins til viðtakenda á íslandi. Þegar kansellíið danska fékk bréf Bjarna amtmanns, fól það þeirri stjórnardeild Dana, er fór með utan- ríkismál, að snúa sér til danska sendi- herrans í Lundúnum, hins írskkynj- aða Vestur-Indíamanns, von Bourke Hann mátti kunna nokkur skil á ís- lendingum, því að hann var talinn hafa áorkað því við friðargerðina í Kiel í janúarmánuði 1814, að Dan- ir neyddust ekki til þess að láta ís- land og Grænland af hendi við Eng- lendinga eins og Noreg við Svía. Það var í byrjun febrúarmánaðar 1828 að von Bourke fékk arfamálið i hendur utanríkisráðherra Englend- inga, John William Ward, greifa af Dudley- Flýtti hann sér að koma því af sér til nýlendumálaráðherrans, er óðar sneri sér til Lowryboles, lancl- stjóra í Höfðaborg, sem krafði skipta- ráðendur borgarinnar um svör. Þar með var málið komið á leiðarenda að sinni, enda var nú komið fram á mitt ár 1829. Það kom upp úr dúrnum, að emb- ættismennirnir í Höfðaborg höfðu þegar gert hreint fyrir sínum dyrum. Dánarbú Björns Magnússonar hafði verið tekið til meðferðar skömmu eft. ir andlát hans, eignir þess seldar og allar lögmætar kröfur greiddar. Sá hét J.J. Smuts, sem þar kom mest vi'ð sögu — nafn, sem ekki kemur ókunn uglega fyrir sjónir þeim, er minnast atburða, sem gerðust í Suður-Afríka löngu síðar. Vafalaust hefur húseign Björns ekki selzt tyllsta verði, þar eð fljótlega varð að standa skil á greiðslu, og mikil afföli hafa orðið á fé því, sem hann átti i útlánum. Kostnaður við sölu og skiptameðferð varð líka mikill, og loks komu menn hver af öðrum með reikninga og kröf ui á dánarbúið — líkkistusmiður, graf ari, prentari, úrsmiður, matsölukerJ- ing, skattheimtumaður og margir aðr ir. Jafnvel ambáttin R'akel fékk tutt- ugu og fjóra dali út úr búinu. Með þessum hætti urðu það 4224 dalir, sem drógust frá eignum Björns, og eru þá raunar taldar með hinar ríf- legu dánargjafir hans. Þegar skiptaráðandinn hafði gert landstjóranum rækilega grein fyrir þessu öllu og beðið hann fyrir þaj skilaboð til Dalamanna, að þeir, sera Björn arfleiddi, yrðu að sanna erfða- rétt sinn og veita einhverjum manni, búsettum í Höfðaborg, umboð til þess að veita peningunum viðtöku og kvitta fyrir þá, hófu bréfin för sína að nýju frá einu tignarmenninu til annars Þegar þau komu til Lundúna, höfðu orðið þar stjórnarskipti. Nýr maður var orðinn utanríkisráðherra, engu tignari hinum fyrri: Georg Gordon, jarl af Aberdeen- Og þó að honum væri kærast að sýsla við rannsóknir á forngrískri menningu, var hann skylduræknari en svo, að skjölin við- víkjandi arfinum eftir Björn frá Hlíð strönduðu í ráðuneyti hans. í janúar mánuði 1830 skrifaði hann danska sendiherranum bréf, sem hófst á þessa leið: „Aberdeen lávarður sendir her.-a von Bourke kveðju sína og nýtur hér með þess heiðurs, með tilvísun til skrifaðrar nótu greifans af Dudley hinn 28. dag janúarmánaðar 1828, sem bað um greinargerð um dánarbú Björns Magnússonar frá íslandi, að senda von Bourke, sendinerra Hans hátignar, Danakonungs, í Lundúnum bréf frá nýlendumálaráðuneytinu með skilríkjum, sem sýna löglegan rétt erfingjanna til arfsins“. Og nú var leiðin greið til Kaup- mannahafnar. VIII. Sitthvað hafði borið til tíðinda á íslandi á meðan þessu fór fram- Þeir félagarnir, Jón Kolbeinsson og Óli Steinbach, höfðu fljótt þótzt sjá fram á, að tryggara væri að fela öt- ulum manni í Kaupimannahöfn að fylgja arfheimtunni eftir Völdu þeir til þess umsvifamikinn kaupmann af Gyðingaættum, J. F. Magnus, sem vafalaust hefur verið þeim vel kunnur frá fornu fari vegna ýcniss konar við- skipta. En hérlendis tóku þeir sér til lögfræðilegs ráðuneytis ungan lög fræðing, Árna Þorsteinsson, sem kom heim frá Danmörku að loknu prófi árið 1829 og tók við Arnarstapa umboði. Voru hér hæg heimatökin, því að Árni var fóstursonur Jón Kol- beinssonar. Kvæntist hann fáuim miss erum síðar ekkju Óla Steinbachs, því að hann átti skammt ólifað, er hcr var komið — drukknaði við tíunda mann í hákarlalegu síð vetrar 1831. Ekki þótti Jóni Kolbeinssyni henta að vera einn um hituna, þegar Ó!i Steinbach var fallinn frá. Tók hann nú þrjá menn að einhverju lcyti i félag með sér um þetta brall: Pétur, son sinn, og Staðarfellsbræður tvo, Benedikt og Brynjólf Bogasyni, er raunar voru jafnan kallaðir Bene- dictsen. Brynjólfur hafði þá nýlokíð prófi í Bessastaðaskóla og jafnskjótt tekið að gefa sig að verzlun, en Bene dikt sat úti í Kaupmannahöfn og gegndi þar einhvers konar skatt- heimtumannsembætti. Af því var hann kallaður rúðumeistari hér á landi. IX. Séra Friðrik Eggerz hælir sér af því í ritum sínum, að hann hafi kennt GULLIÐ FRA H0FÐAB0RG KOM LOKS TIL landSins, en það var ekki hlaupið ad ÞVÍ AÐ KNÝJA FRAM SKIPTI, JÖN KOLBEINS- SON ÞYBBAÐIST VIÐ, UNZ EINN HLÍÐAR- BRÆÐRANNA ANDAÐIST 0G SKIPTI URÐU EKKILENGUR UMFLÚIN. 268 T I M I N N — SHNNUDAGSBLau

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.