Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 12
 git* ititititititititititiiitiiititititititititinnnm<tinnmamititititiiitititiiiwitiiiiiititi(in l HALLDÓR PÉTURSSON Rabb við Geirmund frá Glettinganesi Sumarið 1958 var ég á ferð á Austurlandi og kom að Hóli í Hjaltastaðarþinghá til þess að hitta þar vinafólk mitt. Þar sá ég Geirmund Magnússon frá Glett- inganesi, einn af fjórtán systkin- um — börnum Magnúsar Benónýs sonar, sem þar bjó. Geirmundur var þá sjötíu og fimm ára, en furðu ern, því að ekki hafði lífið mulið undir hann um dagana. Minnið var óbilað, og hann sagði vel frá, enda greind- ur, sem hann átti kyn til. Tímans vegna gat ég ekki rætt við Geirmund nema örlitla stund, og það er ekki hans sök, þó að þankar þessir séu á víð og dreif. Mér hafði lengi verið hugleikið að vita ger um Benóný, afa hans, sem var merkilegur karl, hvað sem samtíðinni hefur um það fundizt. — Hvað getur þú sagt mér um Benóný, afa þinn, Geirmundur? spurði ég. — Það er nú minna en ég vildi, því að heimildir um hann eru að mestu gleymdar, svaraði Geir- mundur. Hann fæddist í Eiðaþing há, en sumir hafa sagt mér, að föðurætt hans hafi verið úr Þing- eyjarsýslu. Lífsbaráttan var hörð á þeim árum, og hann bjó við ómegð og örbirgð alla ævi. Slíkra manna er sjaldan að miklu getið. Þetta mun ekki ofsagt, því að ég vissi dálítið um ævi Benónýs, sem ekki verður þó skráð hér. Mun það ekki hafa greitt götu hans, að hann var aðkomumaður, blestur á máli (holgóma) og kannski ekki við alþýðuskap. En seigla hans var sú, að hann hús- aði sér bústað frá grunni á fjór- um stöðum í Borgarfirði. — Veiztu ekkert um uppfynd- ingar afa þíns? — Bara það, að hann á að hafa fundið upp róðrarkarla og sláttu- vél. Róðrarkarlarnir reyndust vel í hægum vindi. En að því kom, að afi minn lenti i roki á sjó, og reru karlarnir þá svo, að hann fékk ekki við neitt ráðið, utan hvað hann reyndi að verjast því, að karlarnir reru bátinn i kaf. Þegar að landi kom, var afi minn orðinn svo reiður, að hann gekk frá körlunum þann veg, að þeir gerðu engum óskunda þaðan í frá, og um þessa vél munu nú engar heimildir, að ég veit. — En getur þú, Geirmundur, nokkuð sagt mér um sláttuvélina, sem afi þinn á að frafa fundið upp? — Nei, ekkert að ráði. En öll- um heimildum ber saman um, að hann hafi fundið upp slíka vél. — Já, það hafa fleiri sagt mér. En heldurðu, að þetta hafi verið annað en hugmynd eða líkan, sem nú er kallað? — Já, blessaður vertu. Mér hef ur verið sagt, að hann hafi sjálf- ur gengið fyrir henni eða réttara sagt: Ekið henni á undan sér. En annað veit ég ekki um þetta. — Þú ert fæddur á Glettinga- nesi? — Já, ég held nú það. Faðir minn byrjaði þar búskap, og þar fæddumst við systkinin, fjórtán að tölu. Tíu af okkur komust upp — þrjár systur og sjö bræð- ur. Móðir mín hét Kristbjörg Geir mundsdóttir. Og hún átti barn áður en hún giftist, með Bjarna, föður Guðmundar, sem lengst var kenndur við Framtíðina á Seyðis- firði. — Það barn dó ungt. — Ekki þarf að því að spyrja, að oft hefur verið þröngt í búi hjá ykkur? Geirmundur lítur til min. — Þröngt í búi? Menn myndu nú tæplega trúa lýsingu á því nú. En sjórinn, gjafarinn mikli, bjarg- aði. Þó var það svo á vorin, að þráfaldlega kom fyrir, að við börn in gátum ekki skriðið upp .á þúfu fyrir vesöld, sem stafaði af skorti. Faðir minn átti líka byssuhólk, og það var bjargvættur. — Ég hef heyrt, að hann hafi drepið bjarndýr. — Já, það er sönn saga — hann banaði því. Það gerðist síðari hluta vetrar. Faðir minn var að 276 T 1 M I N N — SHNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.