Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 11
að Skúli var kominn, enda þá komi'3 logn og nærri þurrt veður. Mér voru nú færð þurr plögg mín, og snaraðist ég í fötin. Það tók mig ekki langan tíma að Ijúka erindum við Skúla, auö vitað sagði ég ferðasöguna frá degin um áður. Ekki hlaut ég neitt hrós hjá þeim Skúla og Guðna fyrir tiltæií ið með Skálholtsbátinn. Þeir átöldu mig raunar ekki heldur og viður- kenndu, að ég hefði verið illa settur En Skúli áminnti mig að um að af sáka þetta við Skúla lækni, sem ég Iofaði að gera, enda alltaf ætla'ð mér það. Eg sá það löngu seinna, hvað vaid ið hafði, hversu fálega þeir tóku þessu úrræði mínu. Þeir hafa fljótt séð í hendi sér, að ekki þurfti miklu að muna, svo að illa færi, og senni Iega hefur þeim ekki vaxið í augum róðrarkunnátta mín, enda sitt hvað að gutla eitthvað á stöðuvatni í góð.i veðri eða á straumvatni í roki. Eftir að hafa þegið góðgerðir og kvatt í Haga hélt ég af stað og þræddi leiðina frá kvöldinu áður. Ekki þurfti ég að vera upp á aðra kominn með ferju fyrir Brúará. Báturinn beið mín og gekk ég beint að honum, setti hann á flot og reri yfir, dró hann svo í sitt fyrra far og bjó um hano alveg á sama hátt og verið hafði — hélt svo heim að Skálholti. Eftir því sem nær dró bænum, dvínaði kjarkur minn. Hvernig myndi læknirinn taka þessu? Eg fór að íhuga, hvað Reykjanesbóndinn fcafði sagt, o,g hversu daufar undir- tektir þeirra í Haga höfðu veri'ð. Máske hafði ég gert stórfellt glap- ræði? Það var óburðugur drengur, er barði að dyrum í Skálholti og gerði boð fyrir Iækninn. Hann kom út, brosandi og elskulegur, eins og hans var vandi. Eitthvað hefur víst vafizt fyrir mér að bera upp erindið, því að hann varð fyrri til að inna mig eftir, livað ég vildi sér. Eg kvaðst kominn til að biðja hann afsökunar á tiltæki mínu í gær. Eg hefði stolið bát fra honum til þess að komast yfir Brúar- á. Hann spurði strax, hvort ég hefði gengið vel frá bátnum aftur, og ég fuliyrti, að nákvæmlega eins væri frá honum gengið og verið hefði, er ég tók hann. Þá sagði hann mér að koma inn og segja sér betur frá þessu ferðalagi mínu. Eg sagði honum ná- kvæmlega frá öllu. Hann hlustaði af áhuga á frásögnina, spurði stundum nánar um eitt og annað, svo sem hvar og hvenær ég hafi lært áralagið. Eg fór að verða heldur rólegri, er á leið söguna, því ekkert virtist læknirinn skipta skapi, alltaf sama Ijúfmennsk an. Svo er ég hafði lokið frásögunni, varð honutn fyrst að orði: „Mér þyl?- ir ótrúlegast, að þú skyldir ráða vi'ð bátinn einsamall, þú hlýtur að vera heljar kraftamaður eftir aldri.“ Auð vitað þótti mér hrósið gott, o.g máske hef ég verið svo barnalegur þá að halda mig sæmilega sterkan. Loiís stundi ég upp þeirri spurningu, hva'ð ég ætti að borga honum fyrir þetta. Þá hló Skúli læknir og hélt hann færi nú ekki að taka borgun af mér. Sér þætti bara vænt um, að bát- urinn sinn skyldi hafa orðið mér að liði, fyrst ég hafi haft áræði og dug til að notfæra mér hann — taldi vafa samt, að margir jafnaldrar mínir hefðu haft dug til að gera slíkt i mínum sporum. Ekki var læknirinn eins hrifinn af frammistöðu þeirra í Reykjanesi. Mér duldist ekki, að hann taldi það ódugnað af þeim að sækja mig ekki, er ég kallaði ferjuna. Hann var að sjálfsögðu vel dómbær á það, bæði vanur ferðamaður og kunnugur stað háttum þarna. Hann taldi vítavert að gera enga tilraun til þess að tala við mig eða reyna að gera mér skiljan legt, hvers vegna þeir sæktu mig ekki. „Því“, sagði hann, „ferjumenn vita aldrei að óathuguðu tnáli, hverra erinda þeir kunna að fara, er kalia ferju.‘‘ Eftir að hafa þegið góðgerðir í Skálholti og þakkað lækninum fyrir mig svo vel sem ég hafði vit á, snar- aðist ég af stað. Nú var það lundlétt ur og léttstígur unglingur, sem trítl aði austur að ferjustaðnum í Auðs- holti, því að auðvitað var sem létt væri af mér þungu fargi við þessi góðu málalok. Og fyrst læknirinn tók þannig á málinu, fannst mér ég geta látið mér í léttu rúmi liggja dóm annarra á þessu tiltæki mínu. Ekki þurfti ég lengi að bíða fer.)- unnar í Auðsholti. Auðvitað sagði ég Tómasi ferðasöguna, þó að ég muni nú ekki fyrir víst, hvað hann lagði til þeirra mála. Minnir mig þó, að hann hrósaði mér fyrir áræði. Svt settist ég á bak hesti mínum og hélt heim. Nú var allt auðveldara við- fangs en daginn áður: Veðrið var gott, heldur hafði fjarað úr ám og ósum og svo var ég ekki heldur búinn að gleyma, hvernig vöðin lágu. Að áliðnum degi kom ég svo heim, og satt að segja fannst mér ég hafa staðið mig vel, og ekki man ég annað en foreldrar mínir væru i.nér nokk- urn veginn sammála um það. Annars mun þoim hafa þótt mest um vert, að ég var kominn heim heill á húfi. Og að nokkrum dögum liðnum skyldi ég svo fara suður, eins og það var kallað, til Reykjavíkuv, og þá með vagna. SUNNUÐAGSBLAIí Timaps gengsr ört ti2 purrAar, og svo sem kunnugt er eru nú mörg tölubliiö fyrsta árgangs ófáanleg. — Svo getur einnig oröið um nokkur tölublöö þess árgangs, em nú er aö Ijúka. Þeír, sem hugsa sér að helda Sunnudags>- hlaf \m sam an, ættu bví að fylla árganglnn, fvrr en síðar, ef eitthvað vaniar í hjá þeim. ■ tannaHaBiMnm 0«0«0»0»0«0*0*0»0»0«0«0*0«0»0»0é0«G«0*0*0»0*0»0*0»0»0*0«0*0«0*0*0*0*0»O«O*n«O#0*O»í>«' N«o»0«0«0*C Oddný Guðmundsdóffir: Guðrún Gjúkadóttir Ég heyrði hófadyn úti. í hlaðið Sigurður reið. Gunnar spretti af Grana og gaf honum tuggu um leið- Ég bauð honum inn í bæinn og bar honum mjólk í skál. Sigurður hresstist heldur. Og honum varð létt um mál. Menn báru það milli bæja, að brögð væru í tafli hér. galdrar og gleymskudrykkur, Því gesturinn hló við mér. Sagan flaug land úr landi og lifði mörg hundruð ár. Þjóðsaga af þessu tagi þrífst eins og eldisklár. Maðurinn ferðamóður mjólkina drakk í teyg. — Þeir munu fæstir þurfa þyngri óminnisveig. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAB 275

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.