Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 5
Jóni Kolbeinssyni það ráð að fela arfstilkallið mikils metnum Gyðingi og heita honum að launum helmingi þess fjár, sem hefðist upp úr krafs- inu. Vel getur verið, að hann hafi reifað þessa hugmynd við Jón, jafn- vel fyrstur manna, og talið hann á að fara þessa leið. En hitt stenzt ekki, að þetta hafi verið helminga- félag þeirra Jóns og Gyðingsins, þó að hann fengi ómak sitt ríkulega launað um síðir, enda stóð ekki f valdi Jóns að gera slíkan samning, þar eð hann náði ekki fullu Umboði allra erfingjanna. J. F. Magnus mun hafa gengið öt,- ullega fram í þessu máli, en eigi að síður dróst það á langinn, að fregnir bærust af arfinum. Það var fyrst með vorskipunucn 1830, að til Stykkis hólms komu þykk bréf frá honum, bæði til Jóns Kolbeinssonar og Bjarna amtmanns. En þau voru líka til þess fallin, að brúnin lyftist á þeim, sem gerðu vonir um vænar sneiðar af kökunni. Arfurinn eftir Björn Magnússon var að sönnu ekki jafnmikill og talið hafði verið, og þess er hvergi getið, að fé það, sern um skeið var ætlað, að hann hefði átt í Kaupmannahöfn, hafi komið í leitirnar. En nú var það ótvírætt staðfest, að allmikil fúlga var varc- veitt í Höfðaborg, þótt talsvert væri farið í súginn af því, er hann haföi átt. Það var hálft níunda þúsund Höfðaborgardala, sem beið þess, að lögmætt erfðatilkall kæmi frá íslandi. Það var ekki lítil fjárhæð. Kvaðst J. F. Magnus hafa hug á því að ná þessum peningum með víxlum á enska aðila, því að hann taldi það auðveldustu aðferðina, en danska ræðismanninn í Höfðaborg, Hancke, sem hann hafði sannfrétt, að væri þar í góðu áliti, ætlaði hann að fá til þess að veita fénu viðtöku, þegar nauðsynlegum skilríkjum hefði ver ið komið til hans. Fór hann þess á leit, að þingvitni yrðu tekin um erf- ingja Björns og brýndi fyrir amt- manni mikilvægi þess, að þetta færi fram á löglegan hátt, því að mjög riði á, að slíkum skilríkjum væri í engu áfátt. Sagðist hann síðan sjá um, að skjöl Öll yrðu þýdd á ensku og send til Höfðaborgar, ásamt staðfestingu danskra stjórnarvalda á því, að nöfn þeirra embættismanna, er undirrituðu skjölin, væru ófölsuð. Loks vildi hanu sjálfur fá fullkomið umboð, er hann mætti síðan selja Hancke ræðismanni í hendur. Þetta hefur vafalaust allt orðið eins og J. F. Magnus vildi. Þingvitni voru tekin, og samið umboð það, er hann þurfti að fá, og undirritað af erfingj- unum. Þessi skjöl voru send til Kaup mannahafnar samsumars og þaðan á- fram til Höfðaborgar. En leiðin var löng. Skilríki þessi urðu að fara um hendur margra embættismanna, áður en þau komust til Suður-Afríku. — Það var því ekki að undra, þótt enn yrði töf á því, að peningarnar kæmu. X. Enn sem fyrr bar Höfðaborgararí- inn oft á góma vestan lands. Hlíðar bræður voru raunar ekki lengur titl- aðir signorar. Sú virðing, sem arfs- vonin hafði veitt þeim um skeið, var fyrir löngu rokin út í veður og vind. Mun á ýmsu hafa oltið, hvernig virtur var samningur sá, er þeir gerðu við Jón Kolbeinsson, og er ekki ó- sennilegt, að margur hafi legið þeim á hálsi fyrir hann. En þegar hvert misserið leið af öðru, án þess að nokkuð bólaði á arfinum, varð það tíðara, að Jón Kolbeinsson væri hæddur fvrir samn ingsgerð sína. Hinir meiri háttar menn gátu leyft sér að henda gaman að gróðabragði hans upp í opið geðið á honum, og stundum fékk hann ó- spart að heyra, að hann væri senni- lega ekki í hraki með mótaða mynt, þó að tómahljóð væri í kistuhandrað- anum hjá öðrum: Það væri ekki ann að fyrir hann en grípa til gullsins frá Kap. Og á bak var ekki laust við, að hlakkað væri yfir því, að hann hiyti skaðann einan í heimgjald fyr- ir ágirndina. Allir vissu, að ekki myndi hlaupið að því að ná aftur þeim fjármunurn, er hann hafði látíð SÍÐARI HLUTI TÍMINK — SUNNUDAGSBLAÐ 265

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.