Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 18
sýndu, að þær voru ónothæfar, þa eð þær unnu ekki hljóðlaust. Fyrir valinu varð ensk sprengja. Hana fengu samsærismennirnir hjá leyniþjónustu Canaris aðmjráls, p margir háttsettir menn í leyniþjón- ustunni, þar á meðal Canaris sjálf- ur, voru andstæðingar Hitlers og tóku þátt í ýmsum samsærum um að ryðja honum úr vegi. Leyniþjónustan fékk jafnan til rannsóknar enskar sprengj- ur, sem náðust á einn eða annan hátt og von Tresckow setti sig í samband við áhrifamenn þar, sem útveguðu honum sprengjuna. Þessa sprengju var hægt að móta í hvaða lögun sen var, hún var einföld í notkun vann hljóðlaust. Hægt var að stilla hana á mismunandi tíma, en hún vann þannig, að sterk sýra lak niður á vír og át hann í sundur. Þegar vírinn slitnaði losaði hann um staut, sem slóst í hvellhettuna, sem kom sjálfri sprengingunni af stað. Sprengjuna var hægt að setja af stað með því að brjóta litla glerkúlu, sem sýran var höfð í. Von Tresckow og aðstoðarmaður hans, von Schlabrendorff, fengu þessa sprengju í hendur, og þegar Hitler lenti á flugvellinum við Smol- ensk 13. marz 1943 voru þeir tilbún- ir til að taka á móti honum. Að alstöðvar herforingjanna voru í skóg- inum vestur af borginni, og meðal þeirra, sem tóku á móti foringjanum á flugvellinum og fylgdu honum til herstöðvanna, var von Tresckow sjálf- ur. Það hefði verið tiltölulega auðvelt að fleygja sprengjunni inn í ráðstefnu salinn, en þá hefðu samsærismenn- irnir átt á hættu að drepa alla við- stadda, þar á meðal ýmsa herfor- ingja, sem þeir töldu ómissandi til að taka við stjórninni eftir dauða Hitlers. Von Tresckow og félagar hans höfðu í hyggju að fara öðru vísi að, og þeir biðu eftir tækifær- inu. Sprengjan hafði verið mótuð í flöskulag og til frekara öryggis var sprengiefninu skipt í tvær deildir. Síðan var henni vafið innan í pappír, sem var komið þannig fyrir, að von Schlabrendorff gæti með einu hand- taki brotið glerkúluna á siðustu stundu, án þess að neitt bæri á því. Þegar komið var að því, að Hitler flygi aftur til Austur-Prússlands með fylgdarliði sinu, kom von Schlabren- dorff með pakkann og bað höfuðs- mann úr liði Hitlers að gera sér þann greiða að fara með tvær konjaksflösk ur fyrir sig til sameiginlegs vinar í aðalstöðvunum. Höfuðsmaðurinn Heinz nokkur Brandt, sem áður hafði keppt í reiðlist á Ólympíuleikunum varð fúslega við þessum tilmælum, tók við pakkanum og settist upp i flugvélina. Vélin fór af stað og sprengjan var með í ferðinni. Von Schlabrendorff hringdi þegar í stað til Berlínar. Hann skýrði samsærismönnum þar frá hvers eiga mætti von, en hlut- verk þeirra var að taka stjórnarvöld- in í sínar hendur jafnskjótt og end- anlegar fregnir bærust um dauða Hitlers. Og við þeim fregnum var búizt innan tíðar, því að sprengjan hafði verið stillt þannig, að vélin splundraðist yfir Minsk eftir hálftíma flug. En sá hálftími leið án þess að neitt fréttist. Klukkutími, og enn þá engin tíðindi. Fyrst tveimur tímum eftir brottförina bárust fregnir af ferðalagi Hitlers og þær voru aðrar en von Tresckow átti von á. Flugvél foringjans var lent heilu og höldnu í Austur-Prússlandi. Greinilegt var, að eitthvað hafði komið fyrir, en nú var ekki tími til að velta vöngum yfir því, hvað það gæti verið eða gráta óheppnina. Hætt an var mikil, að samsærið kæmist upp. Von Schlabrendorff hringdi þeg- ar í stað til Berlínar og skýrði félög- um sínum þar frá því, að tilræðið hefði mistekizt og öllum aðgerðum yrði að fresta. En það, sem var þýð- ingarmest, var að ná í sprengjuna, áður en hún fyndist, og það virtist ekki áhlaupaverl^, Von Tresckow hringdi í Brandt höfuðsmann í Austur-Prússlandi og spurði hann, hvort hann væri búinn að koma konjaksflöskunum tveimur til skila. Nei, höfuðsmaðurinn var ekki búinn að því. Það var ágætt, sagði von Tresckow, því að þeim hefðu orðið á mistök. Rangur böggull hefði verið sendur, og nú bað hann Brandt að geyma pakkann um hríð, þar til unnt yrði að skipta. Brandt, sem var hjálpsamur náungi, lofaði að gera það. Síðan var fundin tylliástæða til að von Schlabrendorff gæti flogið til Austur-Prússlands með næstu flug- vél. Þar hitti hann Brandt höfuðs- mann og lét hann fá tvær raunveru- legar konjaksflöskur í skiptum fyrir sprengjuna. Á leiðinni til baka kann- aði hann böggulinn og sá, hvað hafði komið fyrir. Glerkúlan hafði brotnað og sýran hafði etið vírinn í sundur. Stauturinn hafði losnað, en einhver galli í hvellhettunni hafði gert að verkum, að engin sprenging varð. Smágalli hafði bjargað lífi Adolfs Hitlers. Von Schlabrendorff flygði sprengjuleifunum út um gluggann á járnbrautarlestinni, sem brunaði suður á bóginn. En þótt svona tækist til þessu sinni, lauk ekki þar með öllum ráðagerðum um að svipta Hitler lífi. Hins vegar var enginn möguleiki á því, að fá Hitler til að fara aftur til austur- vígstöðvanna, og því voru það her- foringjar í vestri, sem höfðu megin- forgöngu um það, sem síðar var gert í þessu efni. Og þá er komið að þætti Klaus von Stauffenbergs. Snemma árs 1943, á sama tíma og von Tresckow var að brugga Hitler banaráð, var von Stauffenberg að eigin ósk fluttur frá aðalstöðvunum til vígstöðvanna. Hann var sendur til Norður-Afríku og þar særðist hann 7. apríl. Hann lenti í sprengingu og missti hægri höndina, tvo fingur vinstri handar og vinstra auga. Hann um tíma var talið vafasamt að hann sveif lengi milli heims og helju, og héldi sjóninni, þótt hann kynni að lifa af. Meðan von Stauffenberg lá á sjúkra húsi efldist sú sannfæring hans, að Hitler yrði að ryðja úr vegi. Og þegar hann komst aftur á feril, sagði hann ekki skilið við herþjónustuna, eins og hann þó átti rétt á vegna örkumla sinna, heldur sótti um og fékk starf við herforingjaráð hersins. Þar komst hann í samband við menn, sem voru sama sinnis og hann, og fyr- ir tilstilli þeirra var hann skipaður yfirmaður varahersins. Þetta var mjög þýðingarmikil staða, og hún veitti von Stauffenberg aðgang að ráðstefnum, þar sem Hitler sjálfur var viðstaddur. Von Stauffenberg var ljóst, að eina leiðin til að steypa Hitler var, að fjöldahreyfing gæti þróazt í landi, sem haldið var í járngreipum misk- unnarlausrar leynilögreglu, og auk þess var mikill hluti þjóðarinnar tryggur Hitler, trúði á áróður hans og stríðsmaskínu. Þótt andstæðingar for- ingjans væru úr öllum stéttum, verka- lýðsleiðtogar, prestar og mennta- menn, voru herforingjarnir þeir einu, sem höfðu skilyrði og vald til að geta gert eitthvað. Andspyrnuhreyfingin gegn Hitler var farin að veikjast vegna endur- tekinna mistaka og síaukinnar að- gæzlu, en von Stauffenberg hleypti í hana nýju ljfi. Hann var sannfærð- ur um, að eina ráðið, sem dygði, væri að myrða Hitler. Hins vegar var talið, að hann myndi ekki geta unn- ið það verk sjálfur vegna örkuml- anna. En aðrir reyndust torfengnir, og að því kom, að von Stauffenberg missti þolinmæðina og bauðst til að gera tilræðið sjálfur. „Eg skal gera það einn míns liðs“, sagði hann, „með aðeins þremur fingrum.“ Þegar einu sinni var búið að ákveða, að von Stauffenberg annaðist framkvæmdir, varð mönnum ljóst, að örkuml hans voru frekar kostur en galli. Þau hlutu að draga úr gruni. Enginn gat gert ráð fyrir því, að þessi eineygði og handarvana maður hygði á jafnmikið stórræði og það að svipta foringjann lífi. En von Stauffenberg var reiðubúinn til að hefjast handa jafnskjótt og tækifæri 282 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.