Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 9
Gestur Oddleifsson: ÞEGAR ÉG STAL BÁT VID BRÚARÁ Ferð sú, er hér verður sagt frá, var engin langferð, aðeins frá Langholts- koti í Hrunamannahrepp að Haga í Grímsnesi, og ekki ætlast ég til þess, að hún verði talin neitt merkileg. En sérstæð var hún og mér ógleymanleg. Og af henni má þó sjá þann regin- mun, sem er á því að ferðast milli nálægra sveita nú eða var fyrir fimm- tíu áx-um. Þetta var nálægt miðjum október 1913. Eg var hjá foreldrum mínum í Langholtskoti, réttra seytján ára. Eg hafði farið tvær fjallferðir um haust- ið, í fyrrasafn og eftirsafn, og svo átti ég eftir að fara lestaferö til Reykjavíkur, en nú stóðu yfir aðal- sláturfjárrekstrar þangað. Það má geta þess, að ég vandist snemma við alls konar ferðalög, svo sem fjall- ferðir, kaupstaðaferðir, læknisvitjan- ir og sendiferðir margs konar. Til þess lágu margar ástæður, svo sem slæmt heilsufar föður míns þá á tímabili, svo að hann kveinkaði sér við ferðalögum, en vinnumann hafði hann ekki ráð á að hafa. Og þar sem ég var elztur okkar þriggja bræðra, komu ferðalögin fyrst í minn hlut. Það var líka síður en svo, að ég teldist undan þeim þá. Yfirleitt hafði ég gaman af að ferðast, og venjulega gekk mér það furðuvel, þótt það byggðist oft á velvilja og fyrirgreiðslu samferðamanna, er tóku mig að sér. Þó gat að sjálfsögðu sitthvað óvænt borið að höndum, og það eru þau atvik, sem sízt gleymast, og þar í flokki er þessi litla ferða- saga. Það var dag einn að pabbi fékk bréf frá Skúla Skúlasyni, mági sín- um, en móðurbróður mínum, þá bú- settum í Laugardal, síðar í Keflavík. Og efni bréfsins var beiðni um að nálgast frá séra Kjartani í Hruna — ég mann nú ekki, hvort heldur það voru peningar úr Sparisjóðnum Gull- fossi, er prestur veitti forstöðu, eða það voru einhver skjöl. Hitt man ég, að fyrirferðin var aðeins sem sendi- bréf. Jafnframt bað Skúli þess, að maður væri sendur tiltekinn dag gagngert með þetta að Haga í Gríms- nesi, og þangað ætlaði hann svo að koma til móts við sendimanninn á báti yfir Apavatn frá Austurey. Eitt- hvað hafði bréfinu seinkað, svo að allt var að komast í eindaga, og hinn tiltekni dagur var morgundagurinn. Nú var brugðið hart við. Pabbi brá sér að Hruna og rak erindið við séra Kjartan. Hitt var ekkert vafamál, að ég ætti að fara þessa sendiferð, enda hafði ég áður íarið út í Laugardal. Og svo var samin ferðaáætlun fyr- ir mig um kvöldið, og voru mér að sjálfsögðu lagðar ótal lífsreglur. Áætl unin var í meginatriðum þessi: Eg átti að fara ríðandi að Auðsholti, fá hestinn geymdan þar til næsta dags, en mig sjálfan ferjaðan yfir Hvítá. Svo átti ég að ganga að Spóastöð- um, fá þar flutning yfir Brúará, halda svo að Haga, hitta Skúla frænda og gista þar eina nótt — fara svo heim daginn eftir sömu leið. Sumarið 1913 var sunnan lands eitt hið mesta óþurrkasumar, er elztu menn þá töldu sig muna, og hélzt sami rosinn til veturnótta, en þá stytti upp með frosti. Þegar saga þessi gerðist, voru því mýrar frost- lausar og öll jörð svo vatnsfull sem mest gat orðið og allar ár flug- miklar. Þennan umrædda undirbún- ingsdag var rigning, einnig næstu nótt, og ekki tók betra við, er út var litið að morgni ferðadagsins: Rigning sem áður og þar við bættist suðaust- anrok, ósvikið slagveður. Nú var mest rætt um það, hvort Litla-Laxá mundi verða reið. Til henn ar sást að heiman, og hún var næsta vatnsfallið — trúlegra þótti, að svo væri. Svo er ekki að orðlengja það: Eftir drjúgar bollaleggingar sezt ég á hestbak og held út í óveðrið. Eg sullaðist nú út yfir Geldingaholts- mýri. Hún var æði vatnsfull, en það setti ég ekkert fyrir mig — henni var ég kunnugur. Svo kom ég að Litlu-Laxá vestan Geldingaholts. Þar var þá gott vað á henni, sem ég þekkti vel. Eg sá strax að áin var mjög mikil, en hélt hana þó r?iða og lagði hiklaust í hana. Sú varð líka raunin á, að ekki flaut yfir hjá mér, en fast að því. Svo hélt ég sem leið lá niður með ánni, en þá átti ég eftir annað vatnsfall, áður en ég kæmi að Auðsholti, en það var Stór- ós. Honum var ég mjög lítið kunn- ugur, en því fléira hafði ég heyrt um hann talað og mjög á einn veg — nefnilega, að hann væri stórhættu legur, enda orðið stundum að slysi. Vöð á Ósnum voru mjög misjöfn og breytileg frá ári til árs. Það fór með- al annars eftir því hvernig Hvítá Gestur Oddleifsson hagaði sér við ósmynnið. Stundum var þar eyri og þá var vaðið auðvitað þar, og svo vissi ég að átti að vera nú. Hitt vissi ég líka, að eftir því sem Hvítá var vatnsmeiri, var dýpra í Ósnum. Eg sárkveið fyrir að fara yfir Stórós. Þar kom enn eitt til: Skömmu fyrir aldamótin var sett brú á Stórós, er þótti mjög lofsvert og þarft. Þá hafði Einar Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka ort vígsluljóð, trúlega að fyrirmynd Hannesar Hafsteins, er orti um Ölfusárbrú. Þessi ljóð voru á margra vörum þar eystra í mínu ungdæmi. Nú man ég aðeins upphaf- ið á þeim. Það var svona: Allir þekkja Ósinn stóra Auðsholtsbænum hjá, margan hefur manninn skelkað meinvætturinn sá. Þetta stef söng allt af í huga mér, því að nú var brúin flotin af — hafði farið sinn veg í stórflóði nokkru áður en hér var komið — hún skelk- aði mig sannarlega sú meinvættur. Ekki dugði þó annað en bera sig karlmannlega, og svo kom ég þá að Stórósi. Jú — það stóð heima, þarna vat eyri við ósmynnið, þótt nær flyti nú yfir hana, og þarna var braut út í vatnið. Þá var ekki um annað að gera en láta slag standa, og yfir um mjakaðist ég með hálfum huga. Feg- inn var ég er vatnið var að bakl og heldur var það grynnra en Laxá, þó að Iitlu munaði. Svo kðm ég að Auðsholti til Tóm- asar í Vesturbænum, en hann hafði ferjuna. Eg bar upp erindi mitt, bið hann að gæta hestsins til morguns og flytja mig yfir ána. Hann kveðst fús T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 273

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.