Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 10
til þess að annast hestinn. Hitt sé verra, að nú sé svo hvasst, að vart sé flutningsfært — býður mér í bæ- inn að fá kaffi og sjá til, hvort ekki batni veðrið. Nú sat ég og beið æði- lengi. Tómas var á gangi út og inn, en lítið vildi lygna. Loks kemur hann inn með allmiklum asa og segir kominn mann, et þurfi að ná fundi héraðslæknisins í Skálholti, Skúla Árnasonar, og telji hann sig verða að reyna að flytja manninn yfir, þó að tvísýnt sé. Eg megi auðvitað vera með, ef ég vilji, en hann eggi mig ekki á það eins og á standi. Eg þurfti engan umhugsunarfrest, heldur fór strax og óttalaus með honum. Þeir voru tveir ferjumenn og við tveir farþegar, og allt gekk þetta vel yf- ir ána. Að sjálfsögðu hafði Tómas spurt mig um allt viðvíkjandi ferðalagi mínu og ég sagt honum allt af létta. Hann sagði mér þýðingarlaust að treysta á ferju á Spóastöðum, því að þar væri enginn heima, sem gæti flutt, enda ekki skylduferja þar. Eg spurði, hvað þá væri til ráða. Hann kvað vera straumferju á Brúará nokkru fyrir neðan Spóastaði, og sagði mér stefnu á hana og hvernig ætti að nota hana, en bætir svo við, að vel geti verið, að Tungnamenn hafi tekið ferjuna upp, er þeir hafi lokið fjárflutningum á henni.. Fyrir ein- um eða tveimur dögum hafi þeir þó farið þar yfir með sláturfjárrekstur á suðurleið. En ef svo væri, ætti ég ekki annars úrkosti en fara niður á móts við Reykjanes, en þar væri lög- ferja. Eg þakkaði Tómasi allar upp- lýsingarnar, en vonaðist til að þurfa ekki á Reykjanesferjunni að halda, svo úrleiðis sem það væri. Svo gengum við ferðalangarnir að Skálholti. Hinn fór auðvitað ekki lengra, en ég tók strikið vestur mýri eftir leiðsögn Tómasar í Auðsholti, og svo glögg var hún, að ég stefndi beint á straumferjuna. Ekki þurfti ég samt að hrósa happi — sú góða ferja flaut ekki lengur. Tungnamenn höfðu sett liana upp á græn grös vestan ár og búið vel um. Þetta var nú lakara, þó að ekki dygði að setja það fyrir sig. Eg varð að snúa móti veðrinu og halda niður á móts við Reykjanes, þótt ónota- krókur væri’. Er ég kom þar gegnt bænum og bátnum, sem var bundinn við árbakkann beint á móti mér og virtist aðeins steinsnar frá tánum á mér, tók ég að veifa og kalla. Það bar fljótt árangur, því að út úr bæn- um kom maður, svo annar og hinn þriðji, og tóku að ganga um bæjar- stéttina hinir rólegustu. Eg fór að álasa þeim í huganum fyrir seinlæti, því að fljótt setti að mér hroll svo hundhrakinn sem ég var. Svo skund- uðu þeir í bæinn aftur einn af öðr- um. Eg bjóst við, að þeir ætluðu í hlífðarföt, þó að ekki væri langt að fara eftir mér. Svo leið og beið, en enginn kom út aftur. Mér hætti að lítast á þetta, barði mér til hita og ranglaði um árbakkann, náttúrlega bölvandi hátt og í hljóði. Ætluðu þeir virkilega að gera mig innkulsa meci þessu seinlæti sínu? Og það er skemmst af að segja, að ég gafst upp á biðinni. Hún varð svo löng, að ég sannfærðist um, að ekki ætti að sækja mig, þó að ég gæti með engu móti skilið ástæðuna fyrir því. Þarna var ég laglega settur — mji illa á mig kominn, blautur, kaldur. sárgramur og ráðalaus og komst ekki yfir Brúará. Hábölvað þótti mér a snúa til baka að Skálholti. En var um annað að ræða? Eg rölti af stao upp með Brúar; sömu leið og ég hafði komið. Nú minntist ég þess að hafa séð bát við ána, er ég kom ofan að, þó að ég aðgætti það ekkert þá — hann hvolfdi á eyri nálægt Skálholtshver. Eg fór að hugleiða, hver mundi eiga bátinn og til hvers hann væri notaður — máske var stunduð veiði á honum. Eg fann bátinn. Þetta var lítill járn- bátur, sams konar og ég hafði séð við Apavatn, er ég dvaldist lítinn tíma í Austurey. Og þar hafði ég lært áralag á svona fleytu. Eg fór nú að skoða farkostinn. Þarna voru árar, og austurtrog, og báturinn bar með sér, að fé hefði nýlega verið flutt á honum. Nú tók að stríða á mig sár löngun til þess að stela þessum báti. Eg fann þó, að í mikið væri ráðizt, og annað: Myndi ég ráða við hann? Þarna hagaði vel til að setja hann á flot, sléttur sandur, og að utan- verðu sé ég að var bakki. En myndi ég koma honum þar upp, því það ekki gat komið til mála að skilja við hann á floti? Þessu velti ég fyrir mér æðistund. Loks varð það úr, að ég gerði tilraun — mér mundi þó hitna á að baksa við bátinn. Og svo hófst ég handa, velti upp bátnum og setti hann á flot. Hann hefur líklega verið fisléttur, því að sæmi- lega gekk mér þetta. Svo reri ég yfir ána og gekk bað ágætlega, en að ég væri að stofna mér í nokkra lífshættu flögraði aldrei að mér. Nú var hið erfiðasta eftir — að koma bátnum upp á árbakkann. Það tók ég skolli nærri mér, tókst það þó með herkj- um. Síðan hvolfdi ég bátnum og gekk að öllu leyti svo vel frá honum sem ég hafði vit á. Þá var ég kom- inn í Grímsnesið og þessi farartálmi að baki. En samvizkan unni mér ekki friðar, því að auk þess að þetta var þjófnaður, gat það líka verið eigand- anum bagalegt, að báturinn væri ut- an ár til næsta dags. Eftir mikil heila brot tók ég þ'að ráð að fara niður að Reykjanési og spyrjast fyrir um þennan bát. Bóndi kom til dyra. Hann spurði strax, hvaðan mig bæri að. Eg kvaðst koma hér ofan með ánni, en bætti svo við fullur gremju við þennan mann: — Eg var líka fyrir stuttu síðan hér gegnt bænum að kalla ferju, því að Tóoias í Auðsholti fullyrti við mig, að hér væri lögferja, svo að ég hefði fullan rétt til þess að kalla eftir henni. Eða hafði hann haft rangt fyrir sér í því? Nei, ekki kvað hann það vera, en hitt gæti ókunnugum sézt yfir, að nú væri ekki fært að flytja fyrir roki. Eg sagði sem var, að það hafi mér ekki komið til hugar, fyrst og fremst vegna þess, að ég hafi rétt áður ver- ið fluttur yfir Hvítá í Auðsholti og virtist mér þar ólíku saman að jafna, og svo gæti ég bent honum á, að ég væri kominn yfir Brúará á báti, en honum hefði ég neyðzt til þess að stela. Það var sem sé móður í mér. Bóndi svaraði með mestu hægð, að það væri nú ekki nýtt, þegar óvitar og angurgapar stofnuðu sér í hætta að hælast um á eftir, ef allt slampast aí. Þarna sló hann mig út af laginu, þetta sjónarmið kannaðist ég vel við, og nú umbóttaði ég mig í hasti — sagðist ekki vera kominn til þess að standa í þrætum við hann, heldur til þess að spyrja um bát þann, er ég hafði tekið austan Brúarár. Vissi hann hver ætti bátinn, og mundi það verða bagalegt þó hann væri utan árinnar, þar til um miðjan næsta dag? Bóndi kvaðst vita þetta. Skúli læknir ætti bátinn, og öruggt væri, að engum baga gæti það valdið hon um, þótt ég skilaði bátnum ekki fyrr en á morgun. Hann væri örsjaldan notaður, en núna fyrir einum eða tveimur dögum hafi verið flutt á honum sláturfé, sem rekið var suður. Mér kom nú vel að heyra þetta. Bóndi tók svo að spyrja um mitt ferðalag. Svo bauð hann mér í bæinn, en það þáði ég ekki, enda farið að framorðnast. Þá bauðst hann til þess að segja mér til vegar að Mosfelli, Og það fann ég á eftir, að kom mér vel, því að hæglega gat ókunnugur lent þar í torfærum. Kvaddi ég svc- bónda og hélt sem leið lá upp hjá Mosfelli og Seli að Haga. Þá var farið að dimma, er ég kom þar, enda hafði ég orðið fyrir ærnum töfum um dag inn. Mér var tekið tveim höndum 1 Haga. Þar bjó gestrisið og greiðugt fólk. Eg hafði komið þar áður, og svo var jafnan góður kunningsskapur milli þess «g Skúla, frænda míns. Eg spurði, hvort Skúli hefði komið þar. Guðni bóndi kvað nei við, enda þess ekki að vænta, veðrið hafði ekki verið þesslegt í dag, að nokkrum smábáti væri fært á Apavatni. Eftir ríkulegar góðgerðir gekk ég snemma til náða og svaf vært. Er ég vaknaði morguninn eftir, heyrði ég, 274 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.