Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 22.03.1964, Blaðsíða 21
FRÆÐSLULÖGIN Framhald af 278. sí3u. það, sem þau á annað borð geta endursagt úr námi sínu- Mér hefur stundum orðið að brosa í kampinn, kom sjálfur í símann og Göbbels rétti Remer sjmatólið. „Þekkirðu röddina?" spurði Hitler, og Remer, sem skömmu áður hafði verið sæmdur heiðursmerki af for- ingjanum sjálfum, kvaðst gera það. Hitler hélt þá áfram: „Það hefur verið gerð tilraun til að ráða mig af dögum. Sú tilraun hefur mistekizt. Eg er enn þá æðsti maður þýzka rík- isins. Hér með eruð þér skipaður yfirmaður alls herliðsins í Berlín Yður er skipað að brjóta á bak aft- ur allar tilraunir til svika.“ Remer þurfti ekki að heyra meira. Hann var heittrúaður nazisti, og nú snerist hann með lið sitt gegn von Stauffenberg og félögum hans. Her- sveitir nazista settust um allar helztu stjórnarbyggingar og brutust inn í hermálaráðuneytið, þar sem foringj- ar samsærisins sátu. í þófi, sem upp- stóð þar, fékk von Stauffenber skot í vinstri handlegginn, þann eina hand legg, sem hann hafði eftir. Þá var enn ekki ljóst, hvern þa' höfuðsmaðurinn ungi hafði átt í sam- særinu. En þess var ekki lengi að bíða, að Hitler gerði sér grein fyrir því. í ringulreiðinni, þegar sprengjan sprakk, höfðu þátttakendur í ráð- stefnunni fyrst haldið, að þrælavinnu- fangar, sem voru í nágrenninu, hefði komið sprengjunni fyrir. En Keitel minntist þá, hve skjótlega von Stauff- enberg hafði horfið, og ekki þurfti nema fáeinar spurningar í varðstöðv- unum til að sannreyna, að hann hefði ekið á brott í miklum skyndingi. Auk þess mundi Brandt höfuðsmaður, sem dó ekki samstundis, eftir töskunni, sem hann hafði fært til á gólfinu. Þetta sama kvöld var von Stauffen- berg tekinn fastur, leiddur út og skot- inn. Lík hans fannst aldrei. Sam- kvæmt skipun frá Heinrich Himmler, yfirmanni Gestapo, var það brennt og öskunni dreift út i veður og vind. Síðan hófust æðisgengnar ofsóknir og leit að öllum, sem grunaðir voru um að hafa á einhvern hátt verið í vitorði með samsærismönnunum. Þúsundir manna voru teknar af lífi, þúsundir voru beittar pyndingum. Meðal þeirra, sem hurfu þessa dag- ana, voru þeir Rommel hershöfðingi, sem frægastur var af herferð sinni í Norður-Afríku og Canaris aðmíráll, yfirmaður leyniþjónustunnar. Hitler var aftur einvaldur í rjki sínu, og ekk- ert ógnaði framar völdum hans, þar til ríkið leið undir lok tæpu ári síð- ar, í maí 1945. eins og þegar „lærisveinarnir vöktu Jesú, af því að þeir voru orðnir hræddir og vildu láta hann stoppa veðrið." Og ein telpan gaf Sturiu Sighvatssyni þennan vitnisburð: „Hann var svo mikil frekja, hann Sturla.“ Kennarinn hans Böðvars er langt frá því að vera kennari En þegar kemur að málfræðinni, er hann full- kominn óviti. Hann fléttar hana inn í lestararkennsluna og heimtar af börnunum, að þau læri nöfn á átta tíðum sagnorða og kunni skil á þeim. En í bókahillu skólans stendur illa lesin námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, gefin út af menntamáiaráðuneytinu árið 1960. Þar segir svo: „Á barnafræðslustigi verður að stilla tnálfræðikennslu í hóf, og get ur orðið skaðlegt að ætla börnunum þar mikið nám. Hins vegar eiga sæmilega greind börn að geta lært þau atriði, er mest gildi hafa fyri” stafsetningu og rétta beygingu máls- ins. En eðlilegast er á barnafræðslu stiginu að tengja málfræðinámið staf setningu og stílagerð. Börn eiga að geta lært helztu ein- kenni orðflokka, beygingu fallorða og að þekkja stofn þeirra. í sagnbeyg- ingu ætti aðeins að kenna einföldustu atriðin. Varast ber að fara of fljótt yf- ir Mörg verkefni þarf að leysa, og traust og trúleg yfirferð tryggir það, að nemendur læri vel það, sem af þeirn er heimtað. En námið má ekki verða þeim of erfitt og skapa þeim óbeit á nátnsefninu, en svo getur hæglega farið, ef þeim gefst ekki nægur tími til að nema vel hvert atriði Jafn- framt verður að gæta þess, að á barnaskólastiginu verður lestrar- kennslan og lestur bókmennta að sitja í fyrirrúmi. Til þessara greina má aldrei verja minna en helmingi þess tíma, sem ætlaður er til móður málskennslunnar.“ Þrátt fyrir þessa leiðsögu og fyrir mæli biður vesalings kennarinn hans Böðvars tornæmustu börnin að gera sér grein fyrir skildagatíðunum. Kenn aranefnunni til málsbóta má get.a þess, að málfræðibók sú, sem kennd er í barnaskólum, er stórgölluð bók Þar eru margir góðir kaflar, sér- staklega framan til, en þegar á líð ur, gerist drykkurinn göróttur. Þar eru langlokur, sem ekkert erindi eiga í barnaskóla. Þó er hitt verst, að þar eru berar vitleysur, svo sem fjórða dæmið um fall tilvísunarfor- nafns (á 57. blaðsíðu í prentuninni frá 1958). Eg læt aldrei lesa nema 2 línur um tilvísunarfornöfn. Það er enginn kennari, sem ekki getur látið hlaupa yfir kafla í námsbókinni. Annað dæmi um veilur þessarai bókar er í kafla um forsetningar (bis- 78—79) Þar er feitletruð þessi til- sögn: „Forsetning er aldrei netna eitt orð.“ Svo á að finna forsetning ar í nokkrum málsgreinum, þar á meðal þessari: „Hundurinn kom hlaupandi á eftir mér“ Greini svo hver sem vill. Ríkisútgáfa námsbóka er stundum nokkuð sein á sér að laga bækur sín- ar. En fræðslumálastjórnin hefur lengi sent út landsprófsverkefni i málfræði og fleira fyrir barnaskóla Þeim prófum svipar saman frá ári til árs. Þau mega kallast í samræimi við þá námsskrá, sem nú er í gildi. Það má vel hafa þau til hliðsjónar. þegar méta skal, hvaða atriði á að kenna miðlungsbörnum í málfræð- inni. Það er einkennilegt í jdöðvarsskóla, að svo virðist sem þau börn, sem gengur vel að læra, brosi aldrei. Þau, sem lítið geta, eru brosleit og elsku leg. Hin eru bara „einbeitt á svip og ákveðin í fasi.“ Og Böðvar gefur þeim þennan vitnisburð eða forspá í veganesti: „Þau munu ekki kveikja neinn yl í hjörtum náunga sinna eneð hlýju, góð mannlegu brosi, af þvi að þau eiga það ekki til.“ Þegar ég las þessi orð í sögunni, varð mér ósjálfrátt að hugsa: Hvern ig hefur maðurinn getað drepið bros ið á vörum þessara barna? Öll börn, sem komið hafa í minn skóla, hafa átt til hlý og góðmann- leg bros, misjafnlega mikið að vísu, en það hefur ekki staðið í neinu sambandi við námsdugnaðinn. Dug legustu börnin hafa ekkert siður ver ið brosmild, alúðleg og hjálpsöm held ur en hin. Þau hafa ekki verið neitt síðri að leggja fram aðstoð sína í eldhúsinu. Og þau hafa löngum ver- ið reiðubúin að hjálpa þeim, sem lakar gekk. Öll þau börn, sem hafa komið ( heimavistarskólann hjá mér, tíu ára eða yngri, hafa tekið þolanlegt fulln aðarpróf á tilskildum tíma. Það gekk á ýmsu meðan farskólinn var. Eg er að vísu svo lánsamur að mega hafa börnin til fjórtán ára aldurs, en nokkur hafa útskrifazt ári fyrr. Stundum finn ég til þess, að greind ustu börnin fá ekki þá kennslu, sem þeim hæfir, vegna þess hve mikla rækt þarf að leggja við þau, sem lakar standa að vígi. En er það ekki aðalmarkmið barnaskólanna að koma öllum til nö&kurs þroska? Eg hef aldrei hugsað svo um telpu i roínum skóla, að hún ætti að vera kornin í eldhúsið til hennar mömmu sinnar, burt frá öllum bókalærdómi. Eg hef ekki talið betra fyrir nokkurn dreng, að hann væri kominn í fjós TIIHINN- Sl'NNEDAGSBLAÐ 285

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.