Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 2
Lyngs í bing á grænni grund glingra og syng við kútinn, þvinga ég slyngan hófahund hring í kringum Strútinn. Varla fer milli mála, hvar þessi staka muni orðin til, en hitt er ekki fjarri sanni, að stundum hafi það orðið talsvert hitamál, hver sé höfundur hennar, og svo margir eru tilnefndir, að varla ber nokkr- um tveim saman um það, hver sé hinn rétti höfundur téðrar stöku. Roskinn bóndi í Hvítársíðu, er hafði alið þar allan aldur sinn, fullyrti það nýlega án umhugsun- ar, að höfundur hennar væri Sig- valdi Jónsson — kvaðst aldrei hafa heyrt annað. Þetta mun þó vera alger fjarstæða. í seinni tíð munu einna flestir hafa það fyrir satt, að höfundur- inn hafi heitið Sigurður Eiríks- son og eru svo staðfastir í sinni trú, að þar verður engu um þokað. Ekki mun hér gerð nein tilraun til þess að sanna né afsanna, hver sé höfundur vísunnar, en fyrir þá, sem kynnu að vera ekki endanlega staðfastir í sinni trú, má geta þess, að nýlega heyrði ég færð að því sterk rök', að eniginm þeirra, sem oftast hafa verið orðaðir við höf- undarréttinn, sé hinn rétti höf- undur vísunnar. Höfundaruglingur sem þessi er mjög algengur og eðlilegur. Fólk greip til visna við hin og önnur tækifæri, þar sem þær áttu við. Heyrðist einhver raula vísukorn við Strútinn í áningarstað, var ekki nema sjálfsagt, að viðstadd- ur eignuðu honum hana, ef sá hinn sami var áður uppvís að því að -geta brugðið slíkri kunnáttu fyrir sig. Allir lærðu strax vísuna um Strútinn, og mátti því heyra margan drukkinn hagyrðing fara með hana sem sína eign, ef svo bar undir. * Þorgeir Sveinn hefur maður heitið og var Baldvinsson frá Brimnesi í Skagafirði. Hann er sagður hafa verið hagyrðing- ur góður og drykkfelldur við hæfi. Engu hélt hann til haga af vísum sínum, sem fuku þó eins og skæða- drífa, þegar vel lá á honum, og eru áhöld um, hvort hann hafi verið skrifandi, þrátt fyrir góðar gáfur. Höfum við því lítið af orðlist hans að segja. Þorgeir Sveinn bjó lengi með Ólöfu Helgadóttur grasalækni, ættaðri frá Steig í Mýrdai. Hún var alin upp _ á Lambastöðum í Garði suður. Ólöf lærði fræði sín hjá Þórunni Sigurðardóttur á Býj- arskerjum, ömmu Erlings Filipp- ussonar grasalæknis. Var Ólöf þekkt víða um Suðurland vegna kunnáttu sinnar — mun þó varla hafa haft teljandi atvinnu af, en fór víða um sveitir í heyskap og aðra sumarvinnu, meðan hún hafði þrek til. Þegar sumarlíf á íslandi stóð í fegurstum blóma og heiðalyngið lyfti ilmandi hunangsbikar móti ljósi og lofti, komst einnig hreyf- ing á fábreytt mannlíf Suðurnesja. Þurrabúðarfóik og þeir, sem voru að einhverju sjáifra sín, létu einkum frelsisþrá sína í ljós með því að ríða hópum saman norðusr í land og ráða sig þar í kaupa- vinnu sumarlangt. Fór þetta fólk dagfari og náttfari, en bældi sig í farangri sínum um lágnættið, meðan mófuglar þögðu — lét fyr- irberast, þar sem hestar þess fengu vatn og haga. I tilhugalífi sínu fylltu þau norðurreiðarflokkinn á sumr- um, Ólöf grasakona og Þorgeir \Sveinn. Orti hann þá um Ólöfu sína: Yfir fríðan foldarveg, fargar kvíða úr minni, tvinnahlíðin tíguleg Toppu ríður sinni. Þau hafa riðið Kaldadal á ferð- um sínum og ef til vili náttað sig hjá Strútnum. Er alls óvíst, að skáldið hafi þá varið knöppum áningartímanum til svefns, eink- um hafi hann átt hýrgun á vasa- pelanum. En hvort sem það var í þeirri sömu ferð eða einhverri annarri seinna, þegar Ólöf hans var ekki lengur nærtækast yrkisefni, þá er því af kunnugum haldið fram, að Þorgeir Sveinn hafi á norðurreið til kaupavinnu ort hina langfrægu stöku: Lyngs í bing á grænni grund. Eru meðal annarra niðjar Ólafar bornir fyrir því, að hann sé hinn eini og sanni höfundur hennar. Fylgir það sögunni, að Valdi nokkur frá Kothúsum hafi verið með í Strútsreið þessari, heyrt og séð Þorgeir yrkja vís- una, numið hana og skrifað. Ólíklegt er, að Þorgeir hafi lát- ið ferðafélaga sinn, Valda, eigna honum vísuna, hafi hann aðeins haft hana eftir öðrum. Þetta er víst eina vísa Þorgeirs, sem kom- izt hefur á blað fram að þessu, en fáeinar hafa geymzt, og renna þær stoðum undir það, að hann hafi getað orð þessa. Þegar þau Ólöf kynntust, átti Þorgeir heima suður í Garði, stundaði sjó og var formaður á Meiðastöðum. Engum sögum fer af kveðskap á þeim árum, enda var löngum annað meira aðkall- andi þar syðra en drabbast í skáldskap. Síðar fluttust þau til ísafjarðar og bjuggu þar um hríð, eignuðust son er Bertel hét, en dó ungur. Þetta vísukorn er um soninn: Hér er ávallt auðurinn, ama stjá þótt finni, litli, smái molinn minn mömmu hjá er sinni. Þegar Bertel var dáinn, yfirgaf Þorgeir Sveinn Ólöfu. Fór hún þá til Reykjavíkur og lagði stund á Framhald á 776. síðu Halldóra B. Björnsson tók saman ÞÁTTUR UM ÞORGEIR SVEIN 770 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.