Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Side 5
Þegar íit kom, setlaði ég að stíga
upp í bílinn, en einn hermannanna
þreif i mig og sagði eitthvað á
ensku, sem ég skildi ekki. BíUimn
ék burtu, en tveir hermenn urðu eft-
ír með mig og örkuðu svo með mig
hiilli sín áleiðis niður Laugaveginn.
Síér leizt ekki meira en svo á að
fara niður Laugaveginn: Það voru að
visu fáir á ferli enn þá, en þeir
gengu með mig á miðri götu, og
jnig langaði ekkert til að láta fólk
þalda, að ég væri stórglæpamaður
eða njósnari. Ég reyndi því að gera
þeim skiljanlegt á bendingamáli, að
ég vildi heldur fara Hverfisgötuna,
^n þeir þrifu í mig og strunsuðu
ineð mig áfram niður Laugaveginn.
Ég hafði ekki hugmynd um, hver
áfamgastaðurinn yrði, hólt, að farið
ýrði með mig beint niður að höfn,
©n í stað þess fóru þeir með mig
f Miðbæj arbarnaskó 1 ann, niður í kjall
gra þar. Þar stóðu einir sex eða átta
Þjóðverjar uppi við vegg á þröngum
igangi og mæltu ekki orð frá vörum:
— Jæja, þá erum við allir komnir,
sagði ég, þegar ég sá þá.
— Shut up! sagði éinn ensku her-
manmanna, sem þama voru. Og síð-
an þögðum við allir og störðum uppi
Við vegginm. Þannig stóðum við þegj-
andi í nokkra klukkutíma, og enginn
mátti mæla orð frá vörum.
Loks var farið með okkur út í lok-
aðan herbíl, sem kom upp 'að skóla-
þortinu. Hann ók niður Lækjargötu.
Ég athugaði, hvort hann beygði
tll þess að vita, hvort hann færi með
pkkur niður að höfn. En hann beygði
lil vinstri, og þá vissi ég, að það
gat ekki verið, enda kom í ljós, að
ófangastaðurinn, að þessu sinni, var
gamli stúdentagarðurinn. Þar vorum
Við settir í herbergi, sem voru með
gaddavír fyrir gluggumum, og var
okkur sagt, að skotið yrði á okkur, ef
við kíkíum út um gluggana, en þetta
var nú aðeins sagt til þess að hræða
okkur. Við vorum svo þarna í viku-
tíma eða rúmlega það. Við fengum
að fara upp á þakið á stúdemtagarð-
itnum í fylgd varðmanna hálftíma
fyrir og eftir hádegi. Konur okkar
fengu að heimsækja okkur nokkrum
sinnum. En þegar okkur var tilkynnt
ur brottfiutningur okkar af landinu,
ákyáðum við, að segja þeim ekki frá
því, því að það yrði aðeins til að
gera þær enn órólegri.
Við höfðum séð flugvélamóðurskip
nokkrum dögum áður, og með þessu
skipi vorum við fluttir til Englands.
— Þann dag gengum við tveir og
tveir saman í röð niður Tjarnargöt-
una í fylgd vopnaðra hermanna. Mig
minnir, að við höfum verið 29 tals-
ins. Fyrir utan slökkviliðsstöðina
voru tveir slökkviliðsmenn, kunningj-
ar mínir. Þeir veifuðu til mín og
ég á móti, en samstundis kom ensk-
ur hermaður að og áminnti mig.
Þannig kvöddum við landið.
Myndin af Kratch, sem máluð var í
fangabúðunum ensku.
Leiðin lá til Skotlands. —Ég man
enn, hve fegurðin var dásamleg í sól-
skininu, þegar herbíllinn ók með okk
ur upp og niður skozku heiðarnar.
Ekkert vissum við frekar en fyrri
daginn, hvert förinni var heitið, en
að lokum staðnæmdumst við hjá stór-
um kastala. Þar fengum við að rölta
um, en hermenn voru allt í kring.
Við kiktum tveir inn í kastalann og
sáum þar dúkuð langborð með silfri
og alls konar glæsilegum borðbún-
aði: Mikið helvíti er það fínt, sögð-
um við hver við annan og hugsuð-
um gott til glóðarinnar, þegar fanga-
búðastjórinn tilkynnti okkur, að við
værum komnir á áfangastað. Hann
sagði, að við yrðum að haga okkur
skikkanlega, okkar yrði gætt af stríðs
hetjum frá Dunkerque og væru þeir
ekki ragir við að skjóta, ef svo bæri
undir. Hann sagði líka, að við yrðum
að halda okkur í að minnsta kosti
sex metra fjarlægð frá gaddavírnum,
annars yrðum við skotnir. Okkur
fannst þetta undarleg ræða: Við sá-
um engan gaddavír og engar stríðs-
hetjur.
Nú var okkur skipað af stað
en ekki inn í kastalann, heldur fram
hjá og inn í skóginn, og þá blöstu
fangabúðirnar við: Braggar, umgirtir
3 metra hárri, tvöfaldri gaddavírs-
girðingu. Þar vorum við grandskoð-
aðir og allt af okkur tekið. Ég hafði
haft með mér fimmtíu milljón marka
pening, sem ég á enn þá. Þeir skoð-
uðu hann vandlega og sögðust oft
hafa fengið ríka menn í fangabúðim
ar, en aldrei mann með milljónir
í vasanum!
Okkur var nú skipað að fara inn
í skúrræksni. Þar var hálmur í einu
horninu, og áttum við að setja hann
í poka, sem við áttum að liggja á.
En þegar til kom, settum við of
mikið í pokana og var skipað að
tafca úr þeim aftur! Og varð bá lít-
ið eftir af þeirri dýrðinni.
Þama í fangabúðunum voru ein-
göngu borgarar, mikið af þýzkum
Gyðingum. Maturinn var herfilegur.
Aðaifæðan var súpa, en henni var
alltaf útdeilt til Gyðinganna fyrst,
svo að hún var ekki orðin nema
vatnssull, þegar hún kom til okkar
hinna. Við urðum að fara á eftir
undir vatnskranana til þess að fylla
magann. Þannig liðu þrír fyrstu dag
arair, og ég sá, að við svo búið rnáfti
ekki standa. Ég fór á bak við eld-
húsið og talaði við kokkana og spurði,
hvort þeir hefðu ekki eitthvað handa
mér að gera: — Þú vilt sem sagt
fá eitthvað að éta, sögðu þeir. Já,
en ég vil vinna fyrir matnum, s.igði
ég. Þeir sögðu mér þá að sópa í
búrinu. Þar inni stóð tunna með salt-
síld, á bak við hurðina, og ég hafði
það lagið á, að ég sópaði með ann-
arri hendinni, en teygði hina ofan
í tunnnna og hremmdi síld, sem ég
stakk í vasa minn. Síðan flýtti tg
mér að sópa og komast út, áður en
ég gegnblotnaði af saltleginum og
upp um mig kæmist. Svo fékk ég
tvær brauðsneiðar fyrir vikið og
stakk þeim í hinn vasann. — Við
skiptum þessu jafnt milli okkar, og
var þá ekki nema smábiti handa
hverjum, rétt til þess að æsa upp
hungrið.
Margir Gyðinganna höfðu nóg af
peningum, og keyptu þeir okkur
suma til þess að bera út fyrir sig
kamarsföturnar, sem þeir annars
hefðu orðið að gera sjálfir. Þannig
gátum við krækt okkur í svolitla mat-
arlús til viðbótar.
Þama vorum við í tvo mánuð
en fórum þá áleiðis til Glasgow
bílnm. Á leiðinni bilaði bíllinn, sem
FRÁSÖGN WALTERS KRATSCHS, SEM ENG-
LENDINGAR HANDTÓKU I REYKJAVÍK
EFTIR TUTTUGU ÁRA DVÖL Á ÍSLANDI
V 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
773