Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 6
é° var í, og varð þá að láta fang-
a a úr honuni fara yfir i annan.
Þ varð mikil þröng og svitinn bog-
a. ; af manni, enda var hiti mikill.
Fe.ðin stóð alian daginn og fengum
við hvorki vott né þurrt. En á járn-
brautarstöð, þar sem við áttum að
fara í lest, gátu þeir, sem höfðu
peninga, keypt sér ís og ávexti, en
við hinir horfðum á með lafandi
tnngu. Þegar til átti að taka, var
lestin farin, og var þá ekið með okk-
ur aftur til baka sömu nóttina!
Við vorum eina átta daga í þess
um fangabúðum, áður en farið var
með okkur af stað aftur og nú tii
Liverpool og þaðan til aðalfangabúða
Bretlands á eynni Mön úti fyrir
vesturströnd landsins. Þar vorum við
í nokkra mánuði, en síðan fluttir aft-
ur til Liverpool. Höfðu óMlgerð hús
j árn brautarstarf smann a borgarinnar
verið t-ekin í notkun sem fangabúð-
ir. Ég fór strax að vinna hjá Eng-
lendingunum, því að maturinn var
ekki heldur góður þar. Miklar loft-
árásir voru gerðar á Liverpool, en
aidrei kom fyrir, að sprengja félli á
fangabúðasvæðið, en einu sinni féll
ein svo nálægt, að ég endasentist,
ásamt nokkrum öðrum föngum, eftir
undirgangi, sem lá milli fangahús
anna, bara af loftjjrýstingnum ein-
um saman. Sífellt loguðu ógurlegir
eldar í borginni, sem lýstu langar
leiðir.
En ég og félagar mínir vorum á
eilífum þeytingi. Næst vorum við
fluttir aftur til Skotlands. Fangabúða
stjórinn var hinn sami, sem við höfð-
um haft fyrst, en staðurinn var ann-
ar. Ég var í eldhúsinu og mátti hafa
mig allan við til þess að gæta þess,
að varðmenn okkar stæJiu ekki frá
okkur brauðinu: Þeir fengu nefni-
lega minna en við og voru Sísvang-
ir. Það kom oft fyrir, að við feng-
um ekki böggla, sem okkur voru send
ir að heiman, eða þá, að stundum
var ekki nema helmingur þess í þeim,
sem átti að vera. Okkur var sagt, að
þeir hlytu að hafa opnazt og týnzt
úr þeim, en við vissum sjálfir hvers
kyns var.
Þannig leið lífið, hver dagur öðr-
um líkur. Við ræddum oft um stríð-
ið eg flestum var ljóst, að Þjóð-
verjar hlytu að tapa. Við gátum fylgzt
með gangi þess í - dagblöðunum,
sem við fengum, en þó voru oft
klipptar úr þeim klausur, sem okkur
var ekki ætlað að sjá. Svo fengum
við líka að hlusta á útvarp, en tak
markað.
Um þessar mundir frétti ég, að
elzti sonur minn hefði verið tekinn
fastur heima á íslandi og sæti nú
í fangelsi í Liverpool. Ég talaði við
fangabúðastjórann og spurði hann,
hvort ekki væri mögulegt, að hann
yrði flulttur í fangabúðimar til mín.
Hann lofaði að athuga málið, en ég
heyrði aldrei neitt frá honum rnn
þetta. Sonur minn var hafður einn
í klefa þarna í Liverpool, kunni ekki
stakt orð í ensku og gat ekki við
neinn talað, — loftárásimar allt í
kring, og honurn leið mjög illa. Senni
lega hafa orð fangabúðastjórans kom
ið því til leiðar, að einn daginn
kom prestur til hans og ég lánaði
honum spil. Hann var síðan fluttur
til Lundúna. Og fyrir tilstuðlan
Péturs Thorsteinssonar sendiherra
og Alþingis tókst að fá hann send-
an heim. En það kostaði lagabreyt-
ingu. Þá var hann orðinn átján ára,
og hafði því leyfi til að sækja um
íslenzkan borgararétt. Lögum sam-
kvæmt varð hann að vera á land-
inu til þess að hann gæti fengið ís-
lenzkan borganarétt, en Alþingi
breytti lögunium, einkum fyrir fram
göngu Hermanns Jónassonar, þáver-
andi forsætisráðherra, þannig, að
hann gat fengið borgararétt engu að
síður, og var hann þá sendur heim
sem íslenzkur þegn.
— Hvenær komu svo fangaskiptin
til greina?
— Við heyrðum fyrst um það ár-
ið 1942, að hugsanlegt væri, að Eng-
Iqndingar og Þjóðverjar hefðu skipti
á' föngum. Fangamir urðu sjálfir að
sækja um skiptin, og var síðam val-
ið úr. Ég sótti um, en meira en ár
leið, áður en ég frétti, að ég kæmi
til greina. En sá böggull fylgdi
skammrifi, að mig langaði ekkert til
að fara til Þýzkalands í fangaskipt-
um: Ég vildi náttúrlega fara til ís-
lands. Ég sneri mér því til famga-
búðastjórans og spurði hamn hvort
ekki gæti komið til greina, að ég
kæmist til íslands en ekki Þýzka-
lamds. Hann sagði mér að skrifa til
enska innanríkisráðuneytisims um
þetta. Það gerði ég, en fékk ekkert
svar.
Fangabúðastjórinn sagði mér að
bíða rólegur: Enskar myllur mala
hægt, sagði hann, en þær mala samt.
Hann sagðist skyldi grennslast eftir
þessu, þegar við færum frá Mön
til Emglands.
Svo kom að þeim mikla degi, að
við áttum að fá frelsi í skiptum fyrir
enska fanga, sem fengju sitt frelsi.
Við vorum fluttir til Liverpool, en
þar beið sæmska skipið „Dronming-
holm“ komu okkar. Það átti að fara
með okkur til Gautaborgar, en þang-
að höfðu ensku fangamir verið flutt-
ir frá Þýzkalamdi. Ég reyndi allt,
hvað ég gat, til þess að ná sam-
bandi við fararstjóramn, svo að ég
yrði ekki fluttur til Þýzkalands, en
mér var ekki sinnt. Svo þokuðumst
við upp landgöngubrúna, og þá sá
ég hann, þar sem hann stóð öðrum
megin við hana. Ég reyndi að halda
mér þeim megin í mammþrönginmi,
sem að honum sneri, og þegar ég
kom á móts við hamn, ávarpaði ég
hann: Will you please — en lengra
var það ekki, því að mér var hrint
áfram af næsta raanmd, og nú var
fokið í öll skjól — Þýzkalamd yrði
það, en ekki fsland.
Skipið sigldi burt frá Englandi í
stórum boga norður á bóginn ala
leið undir Færeyjar. Þá var stutt
heim, og einkennileg tilfinnimg var
það, þegar skipið beygði suður á bóg-
inn og fjarlægðist íslamd æ meira.
Hið fyrsta, sem gaf til kynma, að
við værum að nálgast yfirráðasvæði
Þjóðverjanna, voru þýzkar eftirlits-
flugvélar, sem renndu sér yfir skipið.
Frá Gautaborg fórum við með lest
og svo með ferju til Rúgem, eyjar
úti fyrir Þýzkalamdi. Þar var te'kið á
inóti okkur með lúðrablæstri og söng.
Hitlersæska stóð í röðum í hátíða-
búningi og gamall herprestur hélt
ræðu og notaði stór orð en innam-
tóm: Veikomnir til okkar ástkæra
föðurlands, sagði hann, og svo hélt
hann áfram tölunni. — En ég kemst
aldrei til íslands aftur, hugsaði ég.
Þarna voni líka særðir hermenn
og bæklaðir og til þeirra var bastað
brjóstsykri og bjórflöskum. Flestar
flöskumar brotnuðu og brjóstsykur-
inn dreifðiist út um allit, þótt eimm
og einm fengi heila flösku eða poka.
Okkur var búin ríkiuleg máiltíð í
stórum sal, og hópur af stúlbum úr
Hitlersæskunni stóð við borðin og
söng fyrir obkur. Við höfðum litla
lyst á matnum, enda höfðum við ferng
ið mikinn og góðan mat um borð á
skipinu. Við áttum nóg af öllu, með-
al annars mjög mikið af sápu og
sígarettum, sem við höfðum tekið
með okkur frá fangabúðunum. Þetta
voru hlutir, sem mikill hörgull var
á í Þýzkalandi. Og ég mam, að þegar
við gengum í gegnum raðir Hitlers-
æskunnar á hafnarbakkanum, breytt-
ist nazistakveðja í útrétta hönd eftir
brjóstsykri. — Stúlkumar í salnum
störðu líka á matinn, stórum kringl-
óttum augum. Við eftiriétum þeim
mest af matnum, og þær rifu
í sig eins og hungraðir úlfar.
— Og nú voru fangabúðirnar að
baki.
— Já, og Þýzk-aiamd tekið 'við.
Fjögur ár voru liðin frá því ég var
tekinm á íslandi, og enn var ég fjarri
fjölskyldu minni og ekki tök á að
komast þangað í náimmi framtíð.
— Vairstu ekki hræddur við að
vena tekinn í herinm?
— Jú, en það voru sarnt samnings-
ákvæði milli Englendinga og Þjóð-
verja, að ekki mætti nota það fólk,
sem fengi frelsi í famgaskiptum, í
hernað eða hergagnaframleiðslu. Þess
vegna gættu báðir aðilar þess, að
þessir faugar væru efcki fagmenn, —
ég var líklega einn af fáum fagmönn-
um í þessum hópi.
—■ Iívað tókstu nú til bragðs?
— Ég fór til systur minnar, en
774
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ