Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Page 8
Federico Garcia Lorca: Ógnjbrufigifi návist Ég vil, aS vatniS haldist viS án vegar. Ég vil, aS vindur haldist viS án dala. Ég vil, aS nóttin haldist viS án sjónar hjarta mitt haldist viS án gullins blóma, aS nautin tali viS hin stóru laut, og lítill maSkur deyi { mold og myrkur, aS tennur hauskúpunnar fái glit, og gulir litir flæSi yfír silkiS. Þá fæ ég séS, hvernig hin sára nótt hringar sig um og berst viS miSjan daginn. Og ég fæ staSizt byrlun, eitur grænt, og rústir bogans, þar sem fíminn þjálst. En birtu ekki þína kláru nekt: kaktuslíki opiS — svart i kjarri. Vík, lát mig girnast hverfar reiklstjörnur, virztu aS hylja þetta granna mitti. Baldur Óskarsson þýddi. ÞORGEIR SVEINN - Framhald af 770. síðu. grasalækningar. Þess utan vann hún í húsum við þvotta og hrein- gerningar — bar þvott Reykvík- inga á sjálfri sér inn í Laugar. Þóttu það flestum mikil þægindi hjá því að þvo hann heima í hús- unum. ólöf tók einnig að sér uppeldi ólafs, sonar síns af fyrra hjóna- bandi, og kostaði hann til mennta. Dótturböm sín tvö tók hún að sér um tíma. Hétu þau Bertel og Hetga. Það fór svo, að einmanaleiki og óyndi sótti á Þorgeir Svein, etr hann var orðinn heimilislaus. Minntist hainii þá með söknuði sinnar fyrri ævi og þótti hún hafa verið öllu betri. Vildi nú leita aft- ur á fund ólafar, en skorti djörf- ung að ganga hreint til verks og fara sjálfur heim til hennar — fann sig vist ekki hafa lagt inn fyrir góðum viðtökum þar. Kom honum þá það ráð í hug að heim- sækja vin sinn, er kallaður var Hans kapteinn, en þangað vissi hann, að dótturböm Ólafar komu næstum daglega, einkum Helga. Gekk hann sig nú sporaléttur til vinar síns, kapteinslns, og hinkraði þar lengi — vænti þess, að Helga liti inn. En er langt var liðið á dag án þess hún kæmi, tók einnig að rökkva í huga skálds- ins, og heyrðist hann þá raula fyrir munni sér: Heims við stjá er hugurinn hörmum þrávalt bundinn. Hérna gáir enginn inn eisu láar grundin. Loks kom þá Helga litla, og með henni fylgdist hann heim til Ólafar. Var honum ekki tekið verr en svo, að hann dvaldist þar upp frá því, fór með Ólöfu í grasa- ferðir og dó hjá henni. __ Það var einhverju sinni, þegar Ólöf hafði sjálf í öðru að snúast, að hún sendi þá vinina, Þorgeir Svein og Hans kaptein að safna fyrir sig lækningagrösum suður í IFlatahrauni við Hafnarfjörð. Gerðist þá kapteinninn lúinn, er leið á daginn, og vildi halda heim -r- sagðist ekki sjá til lengur. Greip þá Þorgeir til kunnáttu sinnar og vildi kveða kjark í vin- inn: Myrkrið fatar mig ei baun, minn fóthvati drengur, þetta flata helluhraun hægt er að rata lengur. Á sínum efstu árum orti Þor- geir Sveinn þessa lýsingu á sjálf- um sér: Láta árin á mér sjá, æskan klára þrotin, greiði hárin grá og fá grettur á brá og lotinn. Aðalheimildarmaður að ofan- skráðu er Sigríður Jónsdóttir, Þorsteinssoniar, frá Hóli í Svína- dal. 776 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.