Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 9
Farið yfir Núpsvötn. Ljósmynd: Páll Jónsson. m . AS velja og ríSa vötn Nú eru nálega 511 megin- vötn landsins brúu'ð, og sen, verða fáir ofar nioldu, er vönd ust ferðalögum á hestum yfir óbrúaðar ár. Það firnist því livað úr hverju, hveinig göinlu vatnagarparnir sáu sér far- borða í jökulám og öðrum Fáir eða engir menn á íslandi áttu eins langt í kaupstað og Vestur- Skaftfellingar áður en verzlun kom í Vík í Mýrdal. Urðu þeir að fara annaðhvort vestur á Eyrabakka — sumir jafnvel vestur yfir Hellisheiði til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur — éllegar austur á Djúpavog og Papa- ós. Þá voru öil vötn óbrúuð og sum óreið ferjuvötn, til dæmis Þjórsá og Ölfusá, áður en þær voru brúaðar. Úr Skaftártungu og af Síðu var ekkert unnt- að komast án þess að byrja á að fara yfir stórvötn, nema úr Skaftártungu Fjallabaksveg um sumartímann. Kom það eins og af sjálfu sér, að menn í þessum sveit- um lærðu að velja vötn, þar sem þeir strax unglingar urðu að fara yfir þau, þegar þeir fóru nokkuð að heim- an. Þó var það mjög misjafnt, hvað mönnum lærðist þetta eða urðu það, iSem kaliað var góðir vatnamenn. Það var mikill vandi að velja stór- Vötn fyrir klyfjalestir, og ebki síður heslvagna, eftir að þeir komu í brúk. Þessi straumhörðu aurvötn breyttu sér, mátti segja, á hverjum klukku- tíma. Gat orðið miklu verra fyrir öft- ustu lestirnar en hinar fyrstu, ef margar fóru hver á eftir annarri. Ef brotið var tæpt, grófst undan hesta- fótunum. Oftast sældust menn til að vera saman í þessum langferðum, bæði til öryggis yfir vötnin og í félagi með tjöld. Völdust oftast sömu mennirnir til þess að velja fyrir lest- irnar, þeir sem gleggstir voru á brot- in og áræðnastir. Kom það þá af sjálfu sér, að þeir urðu beztir vatna- mennirnir. Að lýsa því, hvernig vötnin voru valin, er nokkuð erfitt, svo að þeir skilji, sem lítið eða ekki hafa riðið stórvötn á hesti. Þó skal lítils háttar tilraun gerð til þess. Oftast var grynnst, þar sem fyrst braut á. Stundum lá brotið á ská langsendis eftir álnum og stundum eitthvað i krókum. Var þá mjög mik- ill vandi að velja, ef fara þurfti sitt storvotnum. Einn þeirra, sem höfðu tileinkað sér þá Þekk- ingu á eðli straumvatna, er gerði mönnum kleift að sjá, hvar var reitt og hvar ófært var Vigfús Sæmundssoná Borg arfelli í Skaftártungu. Hann lýsir því hér, hvernig vötn voni valin sem kallað var. ■ nmiii—i —iiMnnn n mmmmvr#%»}»$ á hvað á móti straumi eða undan. Stundum kom fyrir, að grynnst var þar, sem mest drýldi á vatninu, enda var straumurinn venjulega harðastur á brotunum í stórvötnunum, nema þar sem þau féllu saman í streng fyrir neðan brotin. Lygnara var oft- ast ofan við, þar sem braut á. Var sjálfsagt að vera heldur ofarlega á brotunum en mjög tæpt, sérstaklega ef straumurmn var mjög harður og djúpt var orðið á hestinum. Það var sérstaklega mikill vandi að velja fyrir kiyfjalestir og vagna. Var oft slarkandi lausríðandi manni, þótt ófsert væri með flutningalestir. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 777

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.