Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Page 10
Bezt þófcti, að vatniil tærí ekki iniklu
meira en í kvið fyrir klyfjar, sér-
staklega þakjárn og timbur, en það
varð oft að fara það, þótt dýpra væri,
aillt að því í taglmark, og var þá
betra, að ekki þyrfti að fara þvert
yfir álinn, einkum með járn og timb-
ur. Var bezt að fara á móti straumi,
enda varla unnt annað í stórvötn-
um.
Ofit kom það fyrir, að þeir, sem
voru að velja vötnin, skruppu á sund,
sem kallað var (skall yfir hestinn og
hann synti með manninn á sér), og
stundum sundriðu menn vötn. Reið
þá á að sitja hestinn rétt og hafa
rétt taumhald — hafa tauminn
hvorki of slakan né of stríðan og
varast að kippa í hann, beygja sig
heldur fram á makkann og vera ró-
legur. Aidrei var hættulaust að
hieypa á sund í miklum straumvötn-
um og sízt þar, sem sandbleytu gat
verið von, sem víðast var, ef hest-
inn bar fram af brotum. Ekki var
síður vandi að fara yfir vötnin á
vetrum, er þau vori spillt af frostum,
eða í leysingum, þegar skarir voru
að þeim og kannski grunnstingull í
botni. Var það krapi, sem safnaðist í
botninn á brotum og var til trafala
hestafótunum, ef hann var mikill.
Gerðist það ekki nema í miklum
frostum. Ef skarir voru út á vötnin,
var oft harður straumur á milli
þeirra, og verst, ef djúpt var við
skarirnar. Var að sjálfsögðu unnt að
kanna, hvort ekki væri of djúpt, þar
sem farið var út í, en verra var að
sjá, hvort ekki væri of djúpt þar sem
fara átti upp úr. Ef mjög djúpt var
við skörina, þar sem fara átti upp
úr, varð að stöðva hestinn við skör-
ina og höggva úr henni með staf
( venjulega höfðu menn hann með
í vetrarferðum), þar til hún hélt
manninum. Stökk hann þá úr
hnakknum upp á skörina og hélt í
taum hestsins og lét hann hlaupa
upp á eftir sér. Ef vatnið náði hest-
inum í taglmark eða vel það, undir
skörinni, var betra, að hesturinn
væri stífur og stilltur. Sama var, ef
jakaferð var í vötnunum á milli skara
í leysingum. Varð þá að fara mjög
gætilega. svo að jakar lentu ekki á
hestinum, stöðva hann eða ríða í
strauminn, ef sýnilegt var, að hann
myndi lenda á hestinum og væri of
stór til þess, að hesturinn þyldi hann
í straumvatninu. Var ekki síður nauð-
syniegt, að hestarnir væru stilltir,
traustir og óragir en mennirnir, sem
á þeim sátu í þessum vötnum, hvort
heldur var surnar eða vetur. ef
vötnin voru viðsjál.
Ég held, að mest hætta hafi verið
að ríða straumvötnin, þegar jakafar
var i þeim vegna leysingar, sérstak
lega ef blindjakar voru, sem kallað
var — iakar, sem flutu í 'iálfu kafi.
Voru beir í hálfu kafi vegna þess.
að mikill aur var í þeim — höfðu
losnað við eyrar og tolldi í þeim aur-
grjót.
Það var líka mikið svolk og erfiði
að reka stpra fjárrekstra yfir þessi
stórvötn. Var það mjög misjafnt,
hvernig féð tók. Stundum setti það
sig strax í álinn, þegar það kom að
honum,' en stundum tók engin kind
—- allt féð spyrnti við fótum. Varð
þá stundum mikið stríð að koma því
yfir. Reynt var að draga kindur út í
og þjarma smáhóp út í strenginn
og láta strauminn taka hann. Tókst
það stundum, en stundum sneri allt
til baka. Líka var stundum reitt á
hestum til þess, að féð sæi kindurnar
hinum megin, og tókst þá oft að
þvæla því út í, sérstaklega ef það,
sem yfir var komið, jarmaði mikið.
Stundum varð að reiða kindur, sem
alls ekki tóku eða voru orðnar hálf-
loppnar af vosi og voru oft búnar
að snúa við í vatninu. Var þá betra,
að hestar, sem reitt var á, væru
trausfcir, kannski þungur maður á
hestinum með fullorðinn sauð fyrir
framan sig, og vatnið í taglmark í
hörðum straum. Áttu ekki að gera
við það nema þrekhestar.
Ekki var sama, hvernig eða hvar
var riðið að vötnunum. Var bezt, ef
unnt var, að féð gæti vaðið út í,
áður en það tók sundið, og um fram
allt, að straumurinn kastaði því frá
landi, en lægi ekki að því og kastaði
því að aftur. Var næstum óhugsandi
að koma fé yfir, ef það tók ekki —
því betur, væri alveg einlægt, ef
straumur lá illa til að reka í. Mis-
jafnlega tókst mönnum að reka
rekstra yfir vötnin. Sumum tókst oft-
ast vel, öðrum miður.
Ég get ekki stillt mig um að skýra
frá einni ferð, sem ég fór yfir Þverá
á Hemluvaði. Mér er hún svo minn-
isstæð, og man ég ekki eftir því,
að ég teldi mig í beinni lífshættu í
vötnum nema í þetta eina sinn
Ég ætlaði vestur að Stórólfshvoli
að hitta Guðmund Guðfinnsson
lækni. Er ég reið vestur Landeyjar,
var þoka og rigningarsúld. í Hemlu-
bótinni, sem kölluð var, skammt fyr-
ir austan Hemlu, hitti ég mann, sem
ég þekkti, undan Eyjafjöllum. Kom
hann utan yfir Þverá, og var kona
hans með honum. Spurði ég hann,
hvernig áin væri, og sagði hann, að
flugvatn væri í henni, bæði vegna
rigningar og svo lægi Markárfljót
mikið i henni. Sagðist hann hafa
fengið ferju, enda var hann með
konu sína, en bætti svo við:
„Þú ríður hana nú víst — þið eruð
vanir að gutla í vötnunum, Skaftfell-
ingar, þótt þau séu ekki sem bezt.
og þú á Skjóna þínum.“
Hann þekkti bæði mig og hestinn.
Ég lét þetta gott heita og ríð að
ánni. Sé ég, að flugvatn er í henni.
Þoka var og súld, og sá ég tæplega
yfir hana, og eyrin, seu, er vestan til
í ánni, sást alls ekki. Rann alveg yf-
ir hana og meira en það, og mun
áin ekki hafa verið talin reið. Samt
ríð ég út í hana, en er ekki langt
kominn, er skellur yfir, og fór hest-
urinn á bólasund. Að snúa við á
sundi var illgerlegt, sérstaklega af
því að ég teymdi fola við hlið mér.
Reyndar mátti sleppa taumnum. á
honum, en hann gat þá orðið fyrir
hestinum, sem ég sat á, og hélt ég
áfram í einhverju kæruleysi, en vissi
þó, að þetta yrði feiknalangt sund,
því að áin er breið þama. En ég
vonaði, að einhvers staðar myndi
kraka niðri í henni, sem þó varð
ekki. Vanalega er áin ekki straum-
hörð þarna, en þegar svona mikið
vatn er í henni, er æðimikill straum-
þungi, og bar hestana töluvert und-
an, þótt Skjóni synti afburðavel. Ég
ætlaði að sleppa taumnum á folan-
um, ef hann fylgdi ekki Skjóna. en
hann gerði það alveg, enda laus.
Mér leizt verst á, ef ég bærist mik-
ið suður fyrir eyrina, því að þar
vissi ég, að bleytur voru. Loks finn
ég, að hesturinn krakar niðri, og sé
ég eða þykist vita, að ég muni vera
kominn sunnan í eyraroddann. Var
þefcfca sandhringur, sem þeir kenndu
botns í, og fóru þeir á bólakaf aftur.
Gekk það svo nokkra stund, að þeir
brjótast um í sandbleytu þarna sunn-
an í eyrinni, oft alveg á kafi, svo
að ekki sást nema í eyru og nasir.
Bjóst ég hálfvegis við, að bilað gætu
móttök í hnakkgjörðinni, sem þó
ekki varð, því að átökin voru mikil,
þegar hesturinn var^ að brjótast um
í sandbleytunum. Á endanum fer
að festast undir fótum og grynnka,
og er ég þá að komast upp á eyr-
ina. Var þar þá nærri kviðvatn, sem
þurrt er þegar meðalvatn er í ánni.
Það var auðvitað hestinum að
þakka, að ég komst lifandi úr ánni.
Ég vissi, að hann var mikill þrek-
hestur og sérstaklega góður á sundi,
og hafði ég oft skroppið á sund á
honum. Er það mjög misjafnt, hvern-
ig hestar synda með mann á sér.
Sumir halla sér mikið á hliðina í
strauminn, svo að þeir velta næst-
um á hliðina. Er mjög hættulegt að
lenda á sundi á svoleiðis hestum.
Aðrir synda teinréttir eins og þeir
séu að vaða.
Vestan eyrarinnar á Hemluvaði er
vanalega smááll sem var vel reiður.
Að leggja þarna í ána og
ætla sér að sundríða hana svona
mikla var náttúrlega hreinasta fifl-
dirfska, eins og Einar hreppstjóri í
Garðsauka sagði mér, er ég kom til
hans alblautur frá hvirfli til ilja, í
þetta sinn held ég, að mér hafi þótt
það einhver lítillækkun fyrir mig að
fara að biðja um ferju, eftir orðin,
sem Jón í Drangshlíðardal hafði við
mig, er ég hitti hann í Hemlubólinni.
>78
T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ