Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 12
V-r+r: I. Einhvern tíma þegar öldin var ung, fór Hannes Hafstein á fögru sumri í ferðalag um Suðurland. Þeir ferða- félagarnir virðast hafa notið riku- lega þeirra nægðar fagnaðar, „sem vor fósturjöx-ð veitt getur elskandi eon um.“ l.annes Hafstein orti kvæðaflokk um þetta íerðaiag, og nefnist einn þát urinn Á Skeijastöðum í Þjórsár- dai Á þeim stað bar margar sýnir fyrir augu skáldsins. Vikrarn- ir klæddust fornu sikrúði, og eyddur dalurinn fylltist lífi: í prúðum göngum menn presti fylgja, á blæjum löngum mörg blikar sylgja. Og sálmar óma svo hátt og hlýtt um herrans skjól, bæði fornt og nýtt. Og röðull blikar og blærinn andar og sóley kvikar og sefið bandar. Og kornöx bylgjast við gerði góð, og gróin björk þylur hægan óð. En brátt er sköpum skipt. Ógn- imar dynja yfir líkt og þruma úr heiðskiru lofti í orðsins fyllstu rnerk- ingu: Þá allt í einu finnst ísköld hrylling. í lofti hreinu dyist lævís trylling, og þrumur boða með undraóm um albjart hádegið skapadóm. FYRRI HLUTI Svo steypist svartnættS sárkalt yfir, og heljar illvætti hátt nú lifir, svo allt er grenjandi gnýr og org, sem gnauði helvitis sölutorg. Það slær þögn á hinn glaða ferða- mannahóp í Þjórsárdal andspænis þessum ógnum horfinnar aldar: Um flegið hérað vér förum hljóðir. Vér höfum hlerað það, hálsar góðir, að allt sé hér ekki ætíð kyrrt, þótt urðarbrjóstið sé kalt og stirt. 11. Hannes Hafstein fór ferð sína i Þjórsárdal um það bil, er hugur margra manna tók að beinast að þess- um dal, sem legið hafði sandi orp- iinn langar aldir. Það, sem í fyrstu vakti forvitni manna, var annars veg- ar sú dul, sem hvíldi yfir fóikinu, sem þar hafði eitt sinn átt heima, hins vegar hinir ógnþrungnu atburðir, er hann fór í eyði. Þjóðsögur og munnmæli ýttu undir ímyndunarafl- ið, bæjanöfn og blásnar rústir töiluðu sínu máli, frásagnir um mannabein og forngripi, sem þar fundust, höfðu kitlandi seiðmagn. Síðan uppgötvuðu menn fegurð Þjórsárdals. Það var þegar íslending- ar uxu svo frá baráttunni fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum, að þeir gátu skynjað fegurð víðar en þar, sem vel veiddist eða slægjuland var grasgefið. Skógrækt ríkisins hófst handa um friðun og gróðursetningu, og til sög- unnar komu fornleifarannsóknir, sem gáíu okkur nýju bæjarhúsin í Stöng, öskulagarannsóknir Sigurðar Þórarinssonar, sem mjög voru tengd- ar þessum stað, og beinarannsóknir Jóns SteffensenS7 sem meðal annars snerust um mannabein þau, sem grafin voru upp úr kirkjugarðinum á Skeljastöðum. Allt hefur þetta lagzt á eitt að auka aðdráttarafl Þjórsár- dals og gera hann að einum af ævintýrastöðum landsins í hugum fólks. Þar flæðir saman það seið- magn, sem sagan og náttúran hef xr á okkur mannanna börn. Og nú -má túast við, að þessi dal- ur, sem talsvert hefur verið frávxk- inn þeim leiðum, sem fjölfai'nastar eru, komist í nánari tengsli en áður við dagiegt líf. í sumar hefur "erið unnið að endurbótum á veginum mn í Þjói-sárdal vegna ráðagerða þeiri'a, sem uppi eru um virkjun Þjórsár við Búrfell. Þegar mesta orkustöð landsins hefur verið reist þar, verð- ur rofin aldalöng eyðiþögnin, sem hvílt hefur yfir þessum stað, og þá verður þess kannski skammt að bíða, að ræktaðir verði þar stórir sand- flákar. Að minnsta kosti vei'ður Þjórsárdalur þá brátt að ýmsu annar en hann hefur verið. III. Mér datt það í hug í surnar, að ég ætti að bregða mér þangað austur einu sinni enn, áður en vinnuskálar risu á vikrunum í Þjórsárdal og urg gnauðandi vinnuvéla ryfi þair kyrrð náttúrunnar. En áður en ég færi þá ferð, þótti mér hlýða að rifja það ofurlítið upp, er kunnugt er um Þjórsdæla hina fomu, niðja Ölvis barnakarls — þá, sem kjúkuraar áttu í Skeljastaðagarði, forðum höfðu borið vopn þau, sem fundizt hafa á þessum slóðum, og hvílzt í setinu í skáianum mikla á Stöng og bakazt þar við eld. Allir vita, að Hjalti' Skeggjason var úr Þjórsárdal, enda einn þeirra manna, sem mest komu við sögu, er land var kristnað og slíkur atkvæða- maður, að sagan segir, að hann hafi tekið sér fyrir hendur að sæl/fca konunga í útlöndum. í rauninni er hann eini maðurinn úr hópi hinna fornu Þjórsdæla, sem við kunnum veruleg skil á. Samt vill svo einkenni- lega til, að ekki er vitað, hvar i sveit hamn bjó, þótt markiítil munnmæli eigni honum búsetu að Skeljastöðum. Færri minnast land- námsmannsins, Þorbjarnar laxakarls, hins fyrsta bónda í Haga eða þar 1 grennd, enda laxveiðisögur hans gleymdar. Ævintýrafólk dalsins er þó Gauk- ur Trandilsson í Stöng oig húsfreyj- an á Steinastöðum. Af Landnámu vit- um við, að faðir Gauks, Þorkell trandill, var sonur Þorbjarn^r laxa- karls, þótt í einni gerð hennar sé hann talinn einum lið firnai'i. Sé flett upp í Njálu, kemur í ljós, að þetta var enginn miðlumgsmaður. Þar er hann sagður sá, „er fræknastux? maður hefur verið og bezt að sér 780 TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.