Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Qupperneq 13

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Qupperneq 13
Ljósmynd: Páll Jónsson. gerr.“ Þar er líka fólgin mikil ör- lagasaga í fáum orðum. Gaukur var fóstbróðir Ásgríms Elliðagrímsson- ar, en fóstbræðralagið entist ekki vel: „Þar varð illa með þeim Ás- grími, því að Ásgrímur varð bana- maður Gauks.“ Síðar komumst við að raun um, að þessi atburður átti sér sögulegan aðdraganda, þótt ekki sé honum lýst. Það er á Þingvöll- um eftir Njálsbrennu. Kristnitöku- mennirnir, Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason, ganga milli búða í fylgd með Ásgrími Elliðagrímssyni og Kára Sölmundarsyni í liðsbón, og ber þá fyrst að búð Skafta Þóroddssonar, frænda Þjórsdæla. En hinn gætni Ölfusingur, er tregur til liðveizlunn- ar og svarakaldur: „Vér erum óskaplíkir. Þið þy-kizt hafa staðið i stórræðum — þú, Giss- ur hvíti, þá er Jdú sóttir Gunnar að Hlíöarenda, en Ásgrímur af því, er hann drap Gauk, fóstbróður sinn.“ Ásgrímur svarar: „Fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra. En það munu flestir mæla, að eigi dræpi ég Gauk fyrr en mér var nauður á.“ Og við förum líka nærri um það, hvar Gaukur lét líf sitt. Gaukshöfði gengur fram að Þjórsá fyrir mynni Þjórsárdals, og vart þarf að draga í efa, að þar hefur Gaukur fallið. Lýsing Njálu á Gauki er glæsileg. Úr allt annarri átt fáum við vitn- eskju um, að hann hefur líka átt góð vopn, sem lengi hafa verið á met- um, kannski jafnfræg Rimmugýgi Skarphéðins og atgeir Gunnars. Árið 1861 fundust rúnaristur í fornu kumli á Meginiandi í Orkneyjum. Þar skýt- ur óvænt upp nafni Gauks Trand- i’lsisonar. Rúnafræðingar telja, að úr þessum orkneysku ristum eigi að lesa átthent erindi, er svo hljóðar á nútímamáli: Þessar rúnar reist sá maður, er rýnstur er fyrir vestan haf, með þeirri öxi, er átti Gaukur Trandilsson fyrir sunniain land. Og enn hefur varðveitzt vitnisburð- ur um það, að Gaukur var frægur kappi. Haukur hét maður Valdísar- son. Hann orti miklu síðar kvæði, sem hann nefndi íslendingadrápu, lofstír mikilla vígamanna. Þar er vísuhelmingur helgaður Gauki: Og geirraddar gladdi Gaukur Trandiilsson hauka, geig vann heldur að hjaldri hann ófáum manni. Fyrri helmingur þessarar vísu er um Orm skógarnef, bróður Gunnars Kerlð í Grímsnesi. á Hlíðaxenda, en næsta vísa um Gunnar sjálfan. Bekkjarnautar Gáuks eru að minnsta kosti ekki af verri endanum. Landnáma lætur okkur gruna, hver húsfreyjan á Steinastöðum var — kona komin um iangan veg í þenn- an dal sunnan fjalla. Norður á Mel- rakkasléttu var sá maður, er Arngeir hér —- bóndi í Hnaunhöfn. Þá var fjúksamt norður þar eins og löngum síðar, og einn vetrardag fór Arn- geir að heiman og sonur hans, Þor- gils að nafni, að leita fjár í hríðar- veðri. Þeir komu ekki heim aftur, og fóru þá annar sonur Arngeirs, Oddur, að leita þeirra feðga. Og nú komumst við að raun um, að hafís hefur verið við land: Hvítabjöm hafði orðið þeim feðgum að fjör- tjóni. En Oddur vann á birninum og át hann til hefnda. Eftir það gerðist hann illur og ódæll. Húsfreyjan á Steinastöðum hefur ef til vill brytjað bjaraarskrokkinn í soðkatlana og kynt undir þeim eld. Hún hét Þuríður og var systir Odds, gefin manni þeim í Þjórsárdal, er Steinólfur hét. Það vekur undir eins þann grun er stappar nærri fullri vissu, að bærinn hafi í öndverðu heit- ið Steinólfsstaðir. En gifta Þuríðar Arngeirsdóttir var lítil sunnan fjalla. Þessu næst er frá því sagt, að Þjórs- dælir safnast saman og ætla að grýta hana í hel. Um þetta virðist þó því aðeins getið, að Oddur kom suður yfir fjöll til þess að verja hana og fylgir sú saga, að hann hefði farið hamföram á einni nóttu frá Hraun- höfn suður í Þjórsárdal. Hins er ekki getið einu orði, hvað Þuríður hafði unnið til saka og þaðan af síður, hvort Oddur barg henni. En kannski hefur ferðalag Odds verið Þjórsdæl- um enn ein sönnun þess, hvílíkar ókindur þetta fólk af hinum nyrztu töngum landsins var. Þetta erþað, sem varðveitzt hefur um þau Gauk í Stöng og þingeysku konuna á Steinastöðum — örfá at- riði, sem þó eru sýnilega uppistaða mikillar harmsögu. Og mann tekur að gruha margt. Og annað tveggja hafa rnenn vitað fleira áður fyrr en við vitum nú eða grunað hið sama og okkur. Til eru tvær hendingar, sjálf- sagt viðlag úr danskvæði, þar sem saman vefast með sáram trega tvær örtlagasögur: Saga Gauks í Stöng og konunnar á Steinastöðum og tortím- ing Þjórsárdals: Önnur var öldin, er Gaukur bjó i Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Það leikur ekki á tveim tungum, hvað hér er sagt. Húsfreyjan er tíðleikakona Gauks. Við þykjumst skynja samhengið á milli vinslita þeirra fóstbræðranna, Gauks og Ás- TÍMINN- SUNNUDAGSBLAÐ 781

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.