Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Qupperneq 15
Þegar steinkista Páis biskups fannst í Skálholtsgarði sumarið 1954. Ljósmynd: Guðni Þórðarson. hér og þar. Þetta eru gamlar gos- stöðvar, og úr þessum gígum er tal- ið, að runnið hafi hraun það, sem hvarvetna er undir grassverðinum í neðanverðu Grímsnesi. Tjamarhólar eru á hægri hönd, þegar ekið er austur, og þar er Kerið, sprengigíg- ur með vatni á botni, náttúruundur steinsnar frá einum aðalþjóðvegi landsins. Ofar eru hinir litríku Seyð- ishólar, og hefur vegurinn lengi leg- ið um skarð milli hólanna, og var fyrst nú fyrir skömmu,. að nýr og beinni vegur var gerður sunnan þeirra. Heitir Kerhóll sunnan við skarðið. Rís sá hóll ríflega hundrað metra yfir jafnsléttu, ,og er niður í hann mjög djúp gígskál. Neðan úr henni sést ekkert nema upp á heið- an himininn. Þegar kemur upp fyrir Seyðishóla, er Grímsnesið ein flatneskja upp til Laugardals og Biskupstungna, og verð ur ekki sagt, að þar sé nokkur mis- hæð, sem nefnandi er, að Mosfelli undanskildu. Og allt þetta land sam- felld gróðurbreiða, svo að tæpast sér á melkoll. Það er skjótfarið upp að Mosfelli. Undir því er samnefndur bær, kirkju- staður sveitarinnar og prestsetur. Mosfell er meðal þeirra bæja í land- inu, er eiga sér lengsta sögu.Hér settist Ketilbjöm gamli landnáms- maður að og var ekki horleggjun- unum. Hann bauð sonum sínum að slá silfri þvertréð í hofinu. En lík- lega hefur hann verið orðinn harla gamall, þegar honum hugkvæmdist þetta, og sonum hans leizt ekki á þvílíkt bruðl. Þeir vildu svipta hann fjárráðum, er nú myndi kallað, en gamli maðurinn ók þá silfri sínu upp á fjallið á uxasleðum og kom því þar fyrir. Frá þessum manni voru komn- ir hinir fyrstu Skálholtsbiskupar. Margir hafa síðan setið á Mosfeili, sem ekki voru neinir hversdagsmenn. Þar var fyrir aldamótin síðustu séra Stefán sterki Stephensen, sonarsonur Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum. Sumir hafa nefnt hann síðasta forn- manninn. Hann var meira en þrjár álnir á hæð og þrekinn að sama skapi, holdugur mjög á efri árum og afarmenni að burðum. Nýjabrumið var honum lítt að skapi. Embættis- bróðir hans, séra Jens Pálsson á Þingvöllum, bauð sig fram til þings á níunda tug síðustu aldar og mælti í framboðsræðu sinni fast með vega- bótum og brúargerðum í héraðinu. Þá var séra Stefáni nóg boðið. Hann varaði sýslunga sína við að kjósa þennan loflkastalamann, sem hvergi kæmi við jörðina og myndi setja landið á hausinn. Kosningar fóru að vilja séra Stefáns, og þegar ráðizt var í vegabætur í Svínahrauni litlu siðar og hafðar uppi ráðagerðir um austurveg, skrifuðu þingmenn Árnes- inga landshöfðingjanum til þess að vara við flaninu. Samt kom brúin á Ölfusá 1891, Þjórsá 1894 og Sogið 1905. En Sogsbrúin gerði séra Stefáni, að sögn, svo gramt í geði, að hann vildi ekki nota brúna og hugðist fyrst í stað kalla ferju frá Alviðru eins og siður hafði verið. Þegar bændafundu-rinn frægi var haldinn í Reykjavík sumarið 1905, veittu margir at-hygli rum einum miklum og mjög við aldur, er sló taktinn með óbirktum birkirafti, er íslendingabragur Jóns Ólafssonar var sunginn á Lækjartorgi. Það var séra Stefán Stephensen, sem kominn var til höfuðstaðarins með þennan tón- sprota úr Laugardalsskógum. Mun Reykvíkingum sjaldan hafa orðið star sýnn-a á söngstjóra í annan tíma. Austan undir Mosfelli er Sel. Þar er nú húsfreyja þýzk barónsdóttir, lesin í bókmenntum og vei að sér um íslenzkt mál, þótt hún kæmi hing- að til lands fullvaxta kona. En það er svo sem ekki í fyrsta skipti, að fólk af tignum stigum hefur búsetu í Grímsnesi. Ketilbjörn gamli var dóttursonu-r Hákonar jarls Grjótgarðs sonar, og Grímur sá, sem sveitin dregur nafn af, átti að konu ekkju Ásbjarnar jarls skerjabiesa. En svo var hann að konunni kominn, að hann drap jarlinn á Suðureyjum og lagði hana síða-n í sæng hjá sér. Sjálf- ur féll Grímur fyrir vopnum manns, sem ágirntist hluta af löndum hans í Grím-snesi. Brúin á Brúará er nokkurn veginn bein-t niður undan Seli. Þa-r reynir mjög á hæfileika þeirra m-anna, sem stýra stórum bifreið-um, því að ekki má þverhönd mun-a, að þeim verði komið þar yfir. Það er ekki nema örlitlar ýkjur, þót-t sa-gt sé, að þetta sé því líkast, þegar skúffu er rennt í eldspýtn-astokk. Spóastaðir í Biskupstungum eru rétt neðari við brún-a. Þar var eitt hinna gömlu, grónu menningarheim- ila í sveitum þessa lands. Á þessum slóðum verður mörgum íitið niður til Brúarár. I-Iér gerðist sem sé einn þeirra atburð-a, sem hvert manns- barn kann nokkur skil á — næsta fátíður og ekki beint snyrtilegur: Hér var Jóni biskupi Gerrekssyni drekkt í poka árið 1433 eftir þriggja ára setu í Skálholtsstóli. Óvirðulegri dauðda-ga var tæpast unnt að velja honum, og gerðist þetta þó á þeim tíma, er vald kirkjunnar yfir hugum manna var mjög ríkt, kirkjugrið flestum lög, og hin mesta lotning borin fyrir helgum dómum. Eigi að síður tóku þeir Þorvarður Loftsson og Teitur ríki og menn hans biskup alskrýddan fyrir alta-rinu og drógu hann út. En menn voru ófyrirláts- samir í þá daga, er í ha-rðbakkann sló, og eriendis voru þess mörg dæmi, að þjóðhöfðingjar víluðu ekki fyrir sér að gera kirkjuhöfðingjana höfð- in-u styttri, ef þei-r þóttust geta styrkt vald sitt með því. Ekki sparaði T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 783

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.