Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Síða 17
Þrándarholt í Gnúpverjahreppi. Hér á bæjarhlaðinu lét Gissur jarl höggva Þórð Andrésson í griðum.
Ljósmynd: Páll Jónsson.
á Bergsstöðum á Vatnsnesi, er gerði
sér eins konar sviíflugu, sem honum
virðist hafa tekizt að láta bera sig.
Frá Iðu er farið niður með Vörðu-
felli að austan, unz sveigt er
austur í Hreppa. Þessa leið er ekki
unnt að fara, án þess að renna hug-
anum til þeirra Birtingaholtsmanna,
Heigasona. Það hefur verið farsælt
og giftudrjúgt heimili, sem fóstraði
þá bræður, efniviðurinn ósvikinn og
veganestið gott, og mun vart fylgja
neinum samtíðarmönnum þeirra, sem
til forystu völdust, meiri heiðríkja og
vammlausara eftirmæli. Og alltaf
finnst mér það skemmtilega tákn-
rænt, að séra Magnús Helgason skyldi
ganga upp á Laugarfell til þess að
ráða þar við_ sig, hvað gera skyldi,
þegar gifta íslands stýrði för Jóns
Þórarinssonar austur að Torfastöð-
um til þess að biðja hann að gerast
kennara í Flensborgarskóla, er síðan
leiddi til þess, að hann varð skóla-
stjóri kennaraskólans, þegar hann
var stofnaður árið 1908.
Mér hefur stundum dottið í hug,
að það gæti verið fróðleg ættfræði
að rannsaka, hvernig rætur slíkra
stofna, sem bera af öðrum um mann
dóm og menningu, kunna að liggja
og hagnýt félagsfræði að leiða rök
að þvi, hvaða andrúmsloft og vaxtar-
skilyrði leiða til svo mikils þroska.
Mér skilst, að slík krufning mann-
lífsins væri engu ómerkari en leit
manna að þeim aðbúnaði, sem veitir
til dæmis jurtum beztan þroska.
Þegar kemur austur fyrir Sand-
lækjarhverfi er sveigt niður að Þjórs-
á. Þar er Árnes milli kvísla í Þjórsá
með Þinghóla og Gálgaklett og miklar
búðarústir. Þar heitir á ánni Eyjar-
vað, og upp frá því er bær í brekku
undir lágum múla. Það er Þrándar-
holt. Vert er að renna augum þar
heim á bæjai'hlaðið.
Það var árið 1264. Föstudag einn
um haustið kemur flokkur manna í
regni miklu austan yfir Þjórsá á
Eyjarvaði. Þar er á ferð Gissur jarl
með lið sitt og hefur með sér fangna
hina fremstu menn af ætt Oddverja,
þá er á dögum eru. Þá hefur jarlinn
svikið á sáttafundi, þar sem hann
sjálfur mælti fyrir griðum. Þeir
stefna heim að Þrándarholti, því að
þar skal taka gistingu. Nóttin líður,
og þegar jarl hefur klæðzt að morgni
og lið hans vopnazt, gengur hann í
svefnstofu Oddverja, segir í sundur
griðum og kveðst mundu láta drepa
þá alla. Fyrir bænastað margra
manna var það Þórður Andrésson
einn, sem út var ieiddur til höggs.
Þegar á hlaðið er komið, þar sem
hann skyldi höggvinn, mælti hann
til jarls:
„Þess vil ég biðja þig, Gissur jarl,
að þú fyrirgefir mór það, er ég hef
afgert við þig.“
„Það vil ég gera, þegar þú ert
dauður," svaraði hinn bragðvísi og
kaldrifjaði sigurvegari.
Þórður lagðist niður á hlaðið með
hendur kross, og gekk síðan fram
einn liðsmanna jarls og hjó á háls
honum. Jarl laut niður að fórnar-
lambin-u og breifaði í sárið, þótti
ekki trúlega að unnið og lét höggva
annað högg.
Við horfðum heim að Þrándarholti.
Sjö hundruð ár eru liðin síðan jarl-
inn stóð þar álútur með blóðuga
fingur, þukiaði benina á hálsi síðasta
Oddverjans.
En okkur ber fljótt hjá, og nú
er s-tefnt upp sveitina. Skólinn við
Kálfá er ekki reisuleg bygging, en i
Ásum er stómannlega hýst. Aldurs-
munur þessara bygginga er ekki ýkja-
mikill, en engum dyljast þáttaskilin,
sem orðið hafa á þeim árum, er á
milli ber. Það er á brekkuna að
sækja upp hjá Hamarsheiði, en innan
lítillar stundaar er aftur haldið að
Þjórsá hjá Fossanesi. Það er skammt
að Haga, einum þeirra þriggja bæja,
sem teljast til ÞjórsárdaLs, þótt hæp-
in sé sú skilgreining. Þá erum við
komin á slóðir Þorbjarnar laxakarls.
Og látum þar nótt sem nemur.
SUNNUOAGSBLfiil
rímans gengur ört tú
purrðar, og svo sem
kunnugt er eru nú mörg
tölubSöð tyrsta árgangs
éfáaníeg, — Svo getur
eénnig orðið um nokkui
tölubiöð síðari ár-
ganga.
T I M 1 N N - SLNNUDAGSBLAÐ
785