Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Blaðsíða 20
 ífSvKvffi Náttúrugripadeildín á heimssýningunni í París árið 1889, En tilbreytingarleysið við uppstill- ingar munanna var algjört: Fuglar, steinar, spjótsoddar, — allt var þetta sýnt með sama hætti, enginn tilraun gerð til þess að láta hlutina verka á áhorfandann á tilbreyting- arríkan og lifandi hátt. Og eini mun- ur stórra og iítilla safna var sá, að hlutirnir voru fleiri í þeim stærri. Telja verður mjög eðlilegt, að fyrstu tilraunirnar til þess að skapa lífræn áhrif með sýningu safnhluta, væru gerðar í fugladeildum safn- anna, því að teiknarar höfðu lengi notað uppstoppaða fugla, sem kom- ið var fyrir á trjágreinum, til þess að teikna eftir. Fyrstu skrefin til náttúrulíkingar á söfnum voru tekin með því að setja fugl í sýningarskáp og búa til gervigróður umhverfis hann. í byrjun voru " þetta aðeins smáfuglar og gróðurlíkingin frum- stæð. En ekki leið á löngu, þar til þessar eftirlíkingar urðu mjög góð- ar. Þannig er til dæmis skýrt frá því í tíðindum „The Ameriean Museum“ prið 1887, að á því ári hafi fugla- safninu bætzt átján fuglar, sem sýnd- ir voru með hreiðrum sínum og eggj- um í náttúrulegu umhverfi með eins nákvæmum og eðlilegum hætti og mögulegt var. Þessi uppsetning í eigu brezka safnsins í Suður-Kensing- ton, og var hin fyrsta sinnar teg- undar í Bandaríkjunum. Ein af þessum uppsetningum er enn til, þótt henni sé ekki útstillt tengur. Tilraunir með stærri náttúrulík- ingar voru líka að hefjast víða um heim. Ein fyrsta uppstillinga af þessu tagi var sýnd í París um 1860 og var síðan um margra ára skeið í „Bandaríska náttúrusögusafninu:“ Þessi uppstilling sýndi ljón ráðast á mann á úlfalda. Henni var upp- runalega komið fyrir í skáp með fjórum glerveggjum. Nú hefur hún verið endurgerð og mjög listilega máluðu baksviði verið komið fyrir í stað eins glerveggsins, og er hún til sýnis í „Carnegie-safninu“ í Pitts- burgh Náttúrulíkingarnar urðu stærri eftir því sem á leið og vinsældir þeirra fóru vaxandi. Eru þær enn ríkur þáttur í uppstillingu safngripa, bæði þegar stór og smádýr eiga í hlut. Ekki þarf mikið rúm til þess að sýna iitla fugla í „náttúrulegu11 umhverfi sínu, en öðru máli gegnir, þegar kemur að stærri skepnum, að ekki sé minnzt á hinar geysistóru beinagrindur risaeðlanna, sem settar hafa verið upp í söfnum.Þegar um svo stóra sýningargripi er að ræða, er erfitt að sýna þá í hinu „náttúru- lega“ umhverfi sínu nema í litlum mæli. Upp úr aldamótunum síðustu tók sýningarfyrirkomulag að breytast á marga lund: Sýningar, sem aðeins tóku til ákveðins sviðs, urðu algeng- ari, og þar af leiðir, að ýmsum sér- söfnum var komið á fót. Verzlunar- sýningar urðu líka mjög algengar, og í öllum þessum tilfellum hafði tilkoma raflýsingarinnar mikil áhrif. í sýningargluggum stærri verzlana tóku að sjást ýmiss konar eftirlíking- ar. Var þar bæði um að ræða hluti innan og utan dyra. Þetta voru í fyrstu mjög frumstæðar eftirlíkingar, sem áttu að gefa sýningarhlutnum blæ raunveruleikans, — nokkrir stól- ar, málaðir veggir, kristalvasi, og þar fram eftir götunum. Síðan var sýn- ingarbrúðum stillt inn í þetta um- hverfi og hvítu rafljósi hellt yfir allt saman. Samt sem áður leið langur tími, þar til menn tóku að sýna hús- gögn á sama hátt í verzlunarglugg- um. Sýningargluggar voru um þess- ar mundir flestir of litlir og óhægir til þess að unnt væri að raða hús- gögnum í þá, svo að minnt gæti á raunverulegt umhverfi þeirra á heim- ilum. Sama gildir í rauninni nú á tímum: Fáir verzlunarstaðir geta státað af slíkum húsakynnum, að hægt sé að sýna raunverulegar heim- ilis-eftirlíkingar. í flestum tilfellum er reynt að láta lýsingu bæta úr verstu vanköntum umhverfisins. En á heimssýningunni í París aida- mótaárið var sýnd stofa með full- komnum húsbúnaði samkvæmt ströngustu tízkukröfum sem þá voru byrjaðar að láta á sér bæra i hús- gagnasmíði. Stofan var opin á eina hliðina, svo að veggir hennar voru aðeins þrír, og um leið var áhorf- andinn „utan dyra,“ — varð að láta sér nægja að horfa á sýningarhlut- ina, án þess að vera mitt á meðal 788 T t H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.