Tíminn Sunnudagsblað - 29.08.1965, Qupperneq 22
unni Þetta \*ar í fyrsta skipti gert í
„Bandaríska safninu," þegar deild
fyrir fugla Norður-Ameríku var sett
upp: Fuglunum var komið fyrir í
geysistórum glerskápum með tré-
römmum. Skáparnir stóðu á gólfinu
upp við veggi safnsins. Bakveggur
skápanna var klæddur segldúk, sem
landslag var málað á. Forgrunnur-
inn var eftirlíking á raunverulegu
umhverfi fuglanna. Þeim var komið
fyrir eins eðlilega og unnt var, ann-
að hvort á ,',jörðu“ niðri eða „fljúg-
andi“ í loftinu. Sýningarkassarnir
voru upplýstir með perum, sem
komið var fyrir bak við segldúkinn,
og bendir það til þess, að ekki hafi
verið hugsað fyrir lýsingu í þeim,
fyrr en eftir á.
En þótt þessi fugladeild hefði
mikil áhrif, hafði enn ekki telcizt að
sameina fjarlægt landslag og nálæg-
an forgrunn á viðunandi hátt. Þessi
deild hefur nú verið endurbætt og
nú má sjá einn af hinum sjö metra
löngu bakgrunnum sem notaðir
voru í skápunum, þar sem hann
stendur sem skilveggur.
Dr. Frank Chapman var meðal
hinna fyrstu til að gera tilraunir
með bogadregið baksvið. Hann komst
fljótlega að raun um, að miklu auð-
veldara var að ná góðum árangri,
þegar um smærri dýr var að ræða,
vegna þess að þá var sýningarflötur-
inn miídu minni. Fyrsta náttúrueftir-
líkingin með boga baksviði var gerð
árið 1902. Hún er ekki lengur til,
en margar aðrar eru til frá fyrstu
árunum eftir aldamótin.
Mörgum orðum hefur verið farið
um þessa aðferð safna til þess að
færa hina dauðu hluti nær lífinu og
skoðandanum. Auðvitað er hún ekki
— og getur ekki — verið ríkjandi
við sýningu allra safngripa, en hún
hefur i ríkari mæli en nokkuð ann-
að átt þátt i því að laða almenning
til safnanna, enda höfðar hún með
mjög áhrifamiklum hætti til ímynd-
unaraflsins. Hún heillaði fólk strax
frá byrjun. Það er auðvelt að skilja,
þegar menn virða fyrir sér hina
frægu gorillu-fjölskyldu, að það er
ekki hið vísindalega eða líffræðilega
í uppsetningunni, sem hrífur skoð-
andann. Hann fer heldur ekki að
hugsa um, hvernig hún er gerð, úr
hverju blöð vínviðarins eru, jurtirn-
ar o.s.frv. Hann gefur ímyndunar-
aflinu iausan tauminn og lætur heill-
ast af ókunnum og fjarlægum ver-
öldum, þar sem raunveruleikinn er
allur annar en sá, sem hann þekkir.
En þegar ímyndunaraflið hefur gert
því. sem augað sér, skil, vaknar for
vitnin, og spurningar um, hvernig
farið er að því að búa til slíka eftir-
líkingu raunveruieikans, kunna að
vakna í huganum.
Fólk undrast hina geysilegu tækni,
sem skapendur þessara dauðu „líf-
heirna" hafa yfir að ráða. Og hún
er óneitanlega mikill. Grundvöllur
þess, að vel takist, er náttúrlega góð
þekking á uppsetningu dýra. Dýr,
sem væri sett upp í óeðlilegar stell-
ingar í eðlilegt umhverfi, hlyti að
verka afkáralega. Þess vegna er eitt
þýðingarmesta atriði að þekkja
hvernig vöðvar viðkomandi dýrs
starfa og hvaða hreyfingar eru því
náttúrlegar. Það kostaði geysimikla
rannsókn, áður en unnt var að setja
upp górillu-fjölskylduna. Tæknin við
uppsetningar hefur sífellt aukizt, nú
er til dæmis oft notaður tvöfaldur
boga bakgrunnur, sem ekki er að-
eins boginn um gólfflötinn, heldur
beygist líka inn á loftið. Þetta gefur
málaranum miklu meiri möguleika.
Ýmis gerviefni, svo sem plast, hafa
líka gert mönnum ýmiss atriði auð-
veldari. Nú eru blóm og jurtir ekki
lengur úr pappír og vaxi eins og áð-
ur var: Plastið hefur komið i stað-
inn. Alls konar gerðir kastljósa hafa
átt ríkan þátt í því að skapa eðlilega
stemmingu í hinum tilbúnu heim-
kynnum dýranna. En það eru þó ekki
þessar tækniframfarir, sem mestu
máli skipta, heldur hin óbugandi elja
listamanna og iðnaðarmanna, sem
leggja hug sinn allan í það, sem
þeir hafa tekið sér fyrir hendur.
Verkið stendur og fellur með vand-
virkni þeirra: Ef „himinn" málarans
er slæmur, verður „gróður“ jarðar-
innar litlaus, — ef stelling dýrsins
er röng, verður umhverfið áhrifalítið.
Geysilega nákvæmni þarf til þess að
styrkja fuglana á flugi þeirra með
ósýnilegum þráðum, koma fyrir
fjölda spegla, sem brjóta ljósgeisl-
ana og búa til sólskin í skóginum.
Og hversu mikið þarf ekki til þess
að gera eðlilega skugga. Enginn
gervisólargeisli getur skapað skugga,
sem standast samanburð við þá, sem
raunverulegir sólargeislar gera.
Á síðustu árum, þegar unnið hefur
verið að söfnun efnis til að búa til
dýrafjölskyldu, hafa menn ekkert til
sparað til þess að fá fram rétta
skugga, sem samsvara þeim dagstíma,
er ríkja skal í eftirlíkingunni. í
þessu skyni hefur verið tekinn fjöld-
inn allur af myndum til þess eins að
sjá, hvernig og hvar skuggarnir eru.
Þegar fjölskyldan er því nær full-
gerð eru skuggarnir búnir til sam-
kvæmt myndunum, með sandi, ieir
eða öðru, sem við á, og eru þá skugg-
Xausn
29. krossgátu
arnir af gervisólarljósinu úr sögunni.
Augljóst er það, að fólk, sem vett-
ur komur sínar á söfn, þar sem fuíl-
komin tækni leiðir ímyndunaraflið tU
raunveruleikans, getur ekki sætt sig
við að horfa á heimssýningar, sem
ekki er mjög vandað til. Því hafa
hinar síðustu helmsýningar — 1
Brússel 1958, New York 1964 ;— orð-
ið að koma með áhrifamiklar nýj-
uugar til’þess að standast samkeppn-
ina. Og ekki er vafi á því, að þær
ný'ungar við uppsetningu sýtnjgar-
grina, sem þar komu fram, eiga eftir
að baJda innreið sína á söfnin. Sam-
starfið ttiili safna og aðila, sem
stinda að heimssýningum, er ór.dið
og é eftir að láta margt gott af ser
leiða: Eitt stærsta alí'ifé’agið
í Bandaríkjunum lét slg til öæmis
ekki muna um það að setja upp
fjöldann ailan af risaeðtan, sem
gerðar voru eftir fyrlrmyndum
safnanna. En þessi furðulegu foin-
aldardýr hafa verið og eru ena
helzti segull náttúrug-ripasafnsins í
New York. Sú geysilega tækni við
notkun Ijósmynda sem blasti við aug-
um á heimssýningunni í Brússel, á
áreiðanlega eftir að láta að sér kveða
á söfnum um heim allan, þegar fram
líða stundir: Þar voru til dæmis bún-
ir til þrívíddar-skilveggir með Ijós-
myndum, sem gengið var í gegnum,
klifrað yfir og setið á. Enginn tak-
mörk virtust á allri þeirri snilld,
enda mun ekki af veita, ef uppfylla
á þetta fyrirheit, sem gefið var í
gamalli leiðsögubók um safn: „Hið
fullkomna safn sýnir í rökrænu sam-
hengi alla sögu heimsins, jarðarinn-
ar og íbúa hennar og allan skyld-
leika þeirra."
Hætt er við, að sýningar- og upp-
setningatækni safnanna, eigi enn
nokkuð langan róður fram undan,
áður en strönd fyrirheitna landsins
birtist með hið bogadregna baksvip.
790
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ