Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Qupperneq 7
Norðmenr. hafa jafnf haldið tryggð við mállýzkur sínar og ýmsa gamla siði. Myndin er af sveitabrúðkaupi I héraðinu Fana
við Björgvin, skammt þar frá, sem Árni Böðvarsson dvaldist. Brúðurin ber silfurkórónu á höfðl, og brúðguminn heldur á
biblíu.
setningafræSilegar einingar, en ekki
að því að skýra hugsun á pappír.
Persónulega er ég þeirrar skoðunar,
að eingöngu beri að nota greinar-
merki, þar sem þeirra er þörf til
þess að gera málfarið skýrara. Ég vil
nota semíkommu til þess að tákna
nánari tengsl en punktur sýnir, því
að punktur og stór stafur slíta málið
óneitanlega mjög í sundur. Kommu
vildi ég láta nota miklu sjaldnar en
nú' er gert og til að mynda aldrei
afmarka tilvisunarsetningu, sem er
einkunn, með kommu né setningar,
sem stjórnast af forsetningu. Til dæm
is um seinna atriðið má taka máls-
greinina: „Hann talaði um, að hann
kæmi," sem táknar hið sama
og „Hann talaði um að koma.“ Þarna
sýnist mér órökrétt að hafa kommu.
En sums staðar vildi ég hafa
kommu, þar sem henni er ekki ætlað-
ur staður samkvæmt skólareglum. Við
getum tekið setningu eins og „Ég sá
Jón bónda og hreppstjóra og fjall-
kóng.“ Eins og þetta stendur, getur
verið um einn, tvo eða þrjá menn
að ræða. En sé nú Jón bæði bóndi
og hreppstjóri — og fjallkóngur ann-
ar maður, myndi komma á undan
seinna „og“-inu taka af öll tvímæli.
Ég hygg, að þeim, sem á annað
borð geta orðið skrifandi, sé trúandi
til mats í þessu efni. Greinarmerkja-
setning er mikið deilumál, en ýmsir
málsmetandi menn hafa lýst sig fylgj
andi breytingum, til að mynda dr.
Jakob Benediktsson.
— Þá vendum við okkar kvæði 1
kross, og langar mig að spyrja þig,
hvaða erlend tungumál þú hefur num
ið, sem ekki eru kennd í opinberum
skólum.
— Ég var um skeið við nám og
kennslu í Noregi og kynnti mér þar
norsku og norskar mállýzkur. Þá hef
ég lagt stund á esperanto, lítils háttar
rússnesku og lesið um ýmis mál, svo
sem finnsku. Ég hef einkum lagt mig
eftir málfræði og hljóðkerfi tungu-
mála, og það er ekkert áhorfsmál, að
það víkkar sjóndeildarhringinn að
kynnast sem flestum erlendum tungu-
málum.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
727