Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Side 11
SviðsbúnaSúr var jafnframt með Bðrum hætti en verið hafði í New York. í New York hafði sviðið verið foemur eyðilegt, þótt fallegt gæti kall izt, en í Lundúnum var sviðsmynd- Jn víðfeðmari og áherzla lögð á það áð sýna umhverfi húss Carbonehjón- anna. Einnig hafði leikhúsið í Lun- dúnum ráð á því að láta marga auka- leikara koma fram í hlutverkum ná- granna Eddies. Fólk er stöðugt á jerli, og nú verður óvild Eddies á Kodolpho skiljanlegri en fyrr. Fram- |oma Rodolphos er ekki í samræmi flð þau siðalögmál, sem Eddie hlitir. Én Eddie er ekki einn um þessi siða- lögmál — vinir hans, samstarfsmenn pg nágrannar hlíta þeim líka. Þannig þverfur hið „skrýtna“ í fari Eddies. Jlann er hluti af umhverfi því, sem hann hrærist í, ekki síður en undan- tekning frá því. Áður hafði fólk fyllzt ógn vegna hinnar yfirvofandi ógæfu, ón nú var meðaumkun og undrun Sbomin í staðinn. Loksins var unnt áð syrgja Eddie Carbone. Þá lætur Miller útrætt um hvert ^instakt verk, og að lokum setur hann fram nokkrar almennar hug- lelðingar um leiklist og leikritun. Hann kveðst fyrst og fremst líta á leikhúsið sem tæki til þess að valda geðhrifum. Hann lítur á hluti eins ðg form og stíl, sem tæki til þess áð koma vissri reynslu á framfæri. IÉnn getur Miller þess, að gagnrýn- éndur hafi ausið hann meira lofi en tithöfundur geti með sanngirni von- ázt eftir og jafnframt fordæmt hann íivo harkalega, að rithöfundur gæti haldið, að ríða myndi sér að fullu Leikrit á að vera skiljanlegt fólkl, $em gætt er heilbrigðri skynsemi, Sieldur Miller áfram. Og leikrit á yrst og fremst að valda geðbrigðum jneðal áhorfenda og knýta þannig tiýja þræði manna á milli. — Þá segir Míller, að í leikritun, þjóðfélagsvís- índum, sálarfræði og trúarbrögðum hafi sú skoðun verið lögð til grund- yallar síðastliðna áratugi, að maður- !nn mótist svo að segja eingöngu af Umhverfi sínu og hvötum. f þessu $ambandi víkur Miller enn að raun- áæisstefnu og segir hana í sjálfu sér ékki vera raunsannari en aðrar bók- ínenntastefnur. Raunsæisstefan komi éinungis kunnuglega fyrir sjónlr á vorum tímum. Og hindri hún, að menn leggi mat á lífið, verði hún láta hana fyrir róða. Miller getur þess, að sá, sem fæst við leikritun, verði að vita deili á hví, sem á undan er fengið á þessu iviði. Hann telur forlagatrú ekki geta samrýmzt leikritun, því að sú leik- persóna geti trauðla þrifizt, sem mark aður er bás frá upphafi. Vilji manns- Ins verður að fá að koma í ljós. Mað- úrinn er annað og meira en leik- Soppur þeirra afla, sem á hann verka, og aðeins er unnt að sjá hegðun HORFT AF BRUNNI Leikrit í tveimur þáttum, frum- sýnt árið 1955. Sýnt í Þjóðleik- húsinu árið 1957 (þýðandi dr. Jakob Benediktsson, leikstjóri Lár- us Pálsson). Leikritið gerist í fátækrahverfi í New York. Helzt persóna er Eddie Carbone, hafnarverkamaður af ítölskum ættum. Kona hans heit- ir Beatrice, og Katrín, systurdóttir Beatrirar og uppeldisdóttir þeirra. býr hjá þeim. Sögumaður, sem sagt hefur veríð, að gegni áþelcku hlutverki og kórinn i grískum harmleikjum, er lögmaðurinn Al- fieri. — Tveir ítalskir frændur Beatricar, bræðurnir Marco og Rodolpho, hafa komizt inn í Banda ríkin á ólöglegan hátt, og Carbone hjónin hýsa þá. Þeir bræður fara að vinna við höfnina. Marco er maður að skapi Eddies. Hann send ir mestallt kaup sitt heim til ítal- íu, þar sem hann á berklaveik börn. En um Rodolpho gegnir öðru málí. Hann er glaðsinna og söngvinn og ekki steyptur í sama mót og hinir hafnarverkamennirn ir. Brátt kemur að því, að þau Katrín fella hugi saman. Eddie verður óður og uppvægur, en hann elur með sér dulda en sterka ást á fósturdóttur sinni. Beatrice hefur á hinn bóginn ekk-. ert á móti Rodolpho. Eddie á tal við Alfieri um þetta mál, kveður Rodolpho vilja kvænast Katrínu til þess eins að fá bandarískan borgararétt, en lögmaðurinn segir Eddie ekki geta aðhafzt neitt í þessu efni. Smám saman brýzt ýmislegt fram, sem dulizt hefur í sálu Eddi- es. Þar kemur að lyktum, að hann tilkynnir yfirvöldunum um hina ólöglegu innflytjendur í húsi sínu. Þeir eru teknir hönd- um, en Rodolpho getur kvænzt Katrínu og öðlazt þannig banda- rískan borgararétt. Marco verður á hinn bóginn að hverfa úr landi. — Hjónavígslan stendur fyrir dyr um, og Marco, sem hrækt hafði framan í Eddie við handtökuna, kemur að húsi Carbonehjónanna. Eddie vill, að hann biðji sig af- sökunar, og það kemur til átaka með þeim, og verður endirinn sá, að Eddie hnígur dauður niður. J hans fyrir að vissu marki. Leikrit, þar sem ekki er skyggnzt dýpra, er ekki raunsönn eftirmynd veruleikans. Ný bókmenntastefna mun sjá dags- ins ljós, því að tekizt hefur að sam- rýma forlagatrú og þversögn viljans. Ef til er eitthvert eitt mark, sem stefnt er að í öllum leikritunum i þessari bók, segir Miller, þá er það þessi uppgötvun og sönnun hennar — að við erum sköpuð og þó meira en það, sem skapaði okkur. Heimild: Arthur Miller: Collected Plays. With an Introduction. London, first published 1958. ÞAÐ VILDI ÉG, AÐ // ÉG ÆTTIHVOLP ..." Árin 1902 — 1905 var Sigurjón Jónsson settur héraðslæknir í Mýra héraði og bjó í Fíflholtum. Ráðskonu hafði hann, er Daníela hét, forkur mikill og orðhvöt. Hjá honum var og ráðsmaður, hinn alþekkti meistari í tilsvörum, Guðmundur Th., er seinna átti heima í Rorgarnesi. Ráðskona þessi hafði mjög horn í síðu Guðmundar, og elduðu þau oft grátt silfur. En ekki reið hún alltaf feitum heesti af þeim fundum frekar en aðrir, sem orðræður áttu við Guð- mund. I Eitt sinn var hún að hella úr skál um reiði sinnar yfir Guðmund, hafði mörg og stór orð og var hávær. Læknirinn var þar eigi fjarri, heyrir hávaðann í kerlu og vill vita, hvað á seyði sé. Þegar læknir kemur þar að, sem orðasennan fór fram, þagnar ráðskonan, en hann heyrir Guðmund segja, eins og við sjálfan sig: „Það vildi ég, að ýg ætti hvolp undan henni Daníelu." (Sögn Þórðar Þórðarsonar, veitinga manns I Borgarnesi. Skráð af Birni Jakobsayni.) T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 731

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.