Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 4
GUÐMUNPUR B. ARNASON: Versta stórhríðin íslenzka veðráttan er mislynd — einhver hin óstöðugasta í heimi. Á vetrarmánuðunum — nóvember og febrúar — þegar myrkrið grúfir yfir norðurhveli jarðar meiri hluta hvers sólarhrings og geislar sólar, sem þá er svo skamma stund lágt á iofti dag hvern að þeir ná ekki að verma yfirborð hennar, hef ég séð blóm skjóta upp koll- inum. Og þá strýkst fjallaþeyrinn — sunnánvindurinn — oft hlýr og hressandi um vanga Norðiendingsins og leysir klakaböndin af móum og mýrum til mikils gagns og gleði fyrir aila þá, er búa hér við hið yzta haf, — menn og málleysingja. Einkum þó fyrir blessaða heimavistarlandfugl- ana okkar, rjúpuna og sólskríkjuna, sem ekki njóta húsaskjóls og verða oft að þola kulda og hungur í hríðum og harðviðrum vetrarins. Hins vegar man ég líka eftir mörg- um hríðum, þar á meðal grimmum ísrekahríðum, eftir sumarmál. Ein þeirra er mér einna minnisstæðust, þótt ekki væri ísrek. Sú stórhríðar- hrota byrjaði á sumardaginn fyrsta og stóð í tæpa viku. Þá setti niður svo mikinn snjó á alauða jörð, að haglaust varð'fyrir sauðfé í allri sveitinni, Kelduhverfi. Veit ég þess engin dæmi, hvorki fyrr eða síðar, að siíkt hafi komið fyrir í íyrstu snjóum, því að í eystri hluta sveitar innar — Uppsveit .— eru ágæt og jarðsæl beitilönd. Og versta stórhríð arbyiinn, sem ég hef vitneskju um að komið hafi á Norðurlandi, gerði á þeim tíma, er almanakið *elur til sumarsins: Skömmu fyrir vetur- nætur 2. október 1895. Mun ég nú reyna að lýsta þessum voðabyl og þvi, er gerðist í honum á æskuheimili mínu, Lóni í Kelduhverfi. Er mér þó ljóst, að mig skortir getu til að gera það svo, að menn fái fulla hugmynd um bylinn. Vil ég fyrst segja frá hinni litlu landspildu, sem allt Lóns féð, nema lömbin, var á, er bylinn gerði. Og minnast einnig á aðstæður á heimiii mínu. Bærinn Lón er vestarlega í Keidu- hverfi, sunnan við allstór sjávarlón, austan undir lágri, en brattri brekku, sem er vel gróinn brunahraunskamb- ur. Hefur þetta brunahraun fyrir löngu fallið yfir eldra hraunið, sem bærinn Lón stendur á, og er miklu harðara og samfelldara. Brunahraun þetta hefur runnið norður að lónunum, milli bæjanna Lóns og Fjalla, skammt austan við tún hins síðarnefnda. Brún hraunsins, sem bærinn Lón stendur við, iiggur meðfram lónum til norðvesturs nálægt háifum kíló- metra frá honum. En í hina áttina nær hún um tvo kílómetra til suðurs. Þar snarbeygir hún til vesturs og er þar fögur, vel gróin og slétt brekka, 15-20 metra há og um 100 metrá löng. Við enda brekkunnar er mjó skora, og tekur þá við hæð, er liggur til suðurs. í króknum, er þar myndast, stóð Fjallarétt á fyrri tíð. Mun réttin hafa verið fær<5 nær Fjalla bænum á síðustu öld. Þegar bylinn gerði, stóð enn nokkuð af veggjum hennar, sem að mestu voru torfveggir Var hið fegursta réttarstæði þar og ágætt skjól fyrir nöprum norðannæð- ingunum. Þessi gróni brunakraunskambur var mjög breytilegur og krókóttur. Á honum voru mörg nef, mismun- andi stór, hvílftir, hvammar og skor- ur. Víðast mun hann hafa verið 10- 20 metra hár. Og breidd hraunkvíslar- innar nálægt einum kílómetra. Var þessi landspilda norðan við gömlu réttina og að lónunum nefnd einu nafni Brekkan. Yfirborð Brekkunnar var mjög ó- slétt. Þar var mikið af smáum hraun- hólum, klettum, lautum, smábollum og grasgjám. Allar liggja grasgjárn- ar frá norðaustri til suðvesturs eins og hinar mörgu, djúpu og löngu, en mismunandi breiðu gjár og sprungur, sem eru í gamla bergið austan Brekk- unnar á tveggja kílómetra breiðu svæði milli bæjanna Lóns og Víkinga- vatns. í uppsveit Kelduhverfis eru á álíka breiðri landspildu margar gjár, sum- ar enn þá hrikalegri en þær stærstu í vesturhluta sveitarinnar. Tel ég víst, að þær hafi orðið til í sömu náttúru- harhförunum og hinar fyrrtöldu, á- samt Ásbyrgi og öðrum miklum land sigum, sem hinir mörgu og löngu veggir í Uppsveit bera ljóst vitni um Grasgjár þessar munu hafa byrjað að myndast í hinum miklu jarðhrær- ingum og jarðraski, er sett hefur Guðmondur B. Árnason. svip á sveitina, bæði á vestur- og austurhluta hennar. Og þó miklu meiri á austurhlutanum eins og áður er sagt. í hamförunum, þegar gjárn- ar austan Brekkunnar urðu til, hefur gamla bergið undir brunahrauninu einnig sprungið. Hefur hið sundur- lausa brunahraun þá fallið með köfl- um í þær stærstu og hálffyllt. þær. Þannig hafa myndazt dældir af ýmissi stærð í yfirborð Brekkunnar, sem gróðurinn hefur síður lagt undir sig, ásamt mestum hluta hraunsins. Til stuðnings því, að álit mitt um myndun grasgjánna sé rétt, vil ég skýra hér frá litlu atviki, er varð í Lóni laust fyrir 1890. Eitt sinn rak fjármaðurinn í Lóni ærnar til beitar vestur á Brekkuna. Jörð var auð, og runnu ærnar eftir sléttu holti. Sér hann þá, að snögg- lega hverfur ein, ærin úr hópnum, rétt eins og jörðin hefði gleypt hana. Er á staðinn kom, reyndist það rétt. Jarðvegurinn hafði svikið, gat mynd- azt, og ærin fallið í djúpa vatnsgjá. Maðurinn hljóp heim og sagði tíð- indin. Var strax náð í reipi og fór- um við unglingarnir með fjármann- inum á staðinn, ásamt Iljörleiif Björnssyni frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi, frænda mínum, sem þá var í Lóni. Hann var hinn mesti fullhugi, og bjóst þegar til að síga í gjána og reyna að ná ánni. En er hann vildi láta renna sér ofan í gjána, kom faðir minn á vettvang. Hann athugaði gjána og iiannaði síðan að gerð yrði tilraun til að ná kindinni. Hann ótlaðist, að hið losaralega hraun grýti ofan til í gjánni gæti fallið nið- ur og ef til vill hálffyllt hana. En þetta gat, er þarna hafði myndazt, var í beinni línu við grasgjárnar, beggja megin holtsins. o • Oldungur á tíræðisaldri rifjar upp atburði á nítjándu öld 892 T í li I N.N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.