Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 17
sínum varðandi hina ákærðu, voru sjálfir dregnir fyrir rétt og dæmdir. Það er dálítið mildari tónn í lög- unum, sem kennd eru við Kristján 5. Að vísu er aðalinntak þeirra varð- andi galdramál þetta: „Finnist ein- hver galdranorn eða galdramaður, sem uppvís er að því að hafa afneit- að guði, hinni heilögu skírn og krist- indómnum og selt sál sína djöflin- um, ber að kasta honum lifandi á bál og brenna.“ — En þessu fylgja síðan aðrar greinar, þar sem í ljós kemur, að galdrar, sem framkvæmd- ir eru án þess, að sá, sem í hlut á, hafi afneitað hinum himnesku kröft- um, þurfa ekki að leiða til bálgöngu, heldur var unnt að refsa fyrir slíkt með járnburði eða ævilangri betrun- arhússvist eða jafnvel í vægari tilfell- um aðeins með útlegð. Vert er að athuga viðbrögð yfir- valdanna þremur árum eftir að lög þessi komu fram á sjónarsviðið í máli einu gegn hinum æðisfulla herra garðseiganda, Jörgen Arendal i Ru- gárd í Djurslandi. Hann hafði mis- notað héraðsdómaraembætti sitt með því að koma svo mörgum konum á bálið, að yfirvöld í Kaupmannahöfn fór loks að gruna, að ekki væri allt með felldu við geðheilsu mannsins. Hann var dæmdur í 1000 dala sekt og dóm- araembættið tekið af honum 'ævi- langt. Þótt menn væru hættir að brenna galdranornir áður en átjánda öld- in gekk í garð, þýddi það, að sjálf- sögðu ekki, að hjátrú og galdratrú væri úr sögunni, í rauninni þýddi það fyrst og fremst -það, að yfirvöldin voru farin að taka mildari tökum á þess háttar málum. Almenningur var lengi vel samt sem áður galdratrú- ar. Þessi framför í réttarrannsókn- um galdramála kom víða fram^ með al annars í eftirfarandi dæmi: Ákær- andi í galdramáli í Kaupmannahöfn árið 1729, krafðist þess, að hinn ákærði færi úr skyrtunni í réttarsaln- um, til þess að unnt væri að athuga, „hvort sá vondi sæti í holhönd hans,“ en dómarinn neitaði að verða við þeirri kröfu. Nokkrum áratugum fyrr hefði þótt sjálfsagt að verða við kröfu af þessu tagi. En þrátf fyrir þessa framför, hélzt galdratrú og galdrar lengi enn í Danmörku, allt fram á miðja síðustu öld, eins og sést á hegningarlögum frá 1866, en þar var að finna ákvæði varðandi það fólk, „sem með sær- ingum, ögrunum, spádómum eða öðru hefur fé eða eignir af fólki.“ Athyglisvert er það, að á meðan galdratrúin var hvað mögnuðust, gat hvorki tigin ætt eða góð aðstaða bjarg að mönnum, sem á annað borð höfðu verið bendlaðir við galdra. Hinu er þó ekki að neita, að sjaldgæfara var, Böðlar kynda undir bali þriggja galdrakvenna. Ein er þegar og fljúgandi skrímsl kemur til að sækja sál hennar. að galdramennirnir væru úr röðum hinna tignari. Margir, sem bendlað- ir voru við galdra, áttu sér aumastan stað allca í þjóðfélaginu. Sumir voru geðveikir, aðrir flogaveikir. Gamlar konur og sérkennilegar máttu líka gæta sín, því að torkennilegt útlit eða ógeðfellt var nóg til þess að koma hinu illviljaða ímyndunarafli þeirra galdratrúuðu af stað. Ung og fögur stúlka gat ekki heldur verið óhult, því að hversu oft hafði ekki djöfullinn notað kvenlega fegurð til þess að læða syndinni inn í líf mann- anna? Staðfest dæmi um, að fólk af góð- um ættum hafi lent fyrir galdrarétti eru til um alla álfuna, ekki sízt þar sem valdabarátta og upplausn var mikil. í Danmörku eru til nokkur dæmi um slík mál. Ung kona af að- alsættum, Kristín Kruckow, var til dæmis tvisvar dregin fyrir rétt, sök- uð um galdra, árið 1621. Hún var sýknuð í fyrsta sinnið, en í síðara skiptið dæmd til dauða. Kristján 4. undirritaði dauðadóm hennar, en sýndi þó þá tillitsemi — vegna hins góða kyns hennar — að láta háls- höggva hana í stað þess að brenna hana. Hún var ákærð fyrir að hafa flogið til djöfulsins að næturlagi og dvalizt þar næturlangt og auk þess hafði hún — samkvæmt ákærunni — orsakað dauða fimmtán barna í fæð- ingu með því að viðhafa galdra við rúm sængurkvennanna. Dómum í galdramálum var nær alltaf fuUnægt með því, að sakborn- ingurinn var brenndur á báli. Upp- runa þessarar hryllilega dauðarefsiiig- ar má rekja aftur í gráa forneskju. Hún var nátengd þeirri trú, að eldur- inn væri hreinsandi. Auk þess gerði hann að engu líkama þann, sem djöf- ullinn hafði gegnsýrt. Einnig er trú- legt, að kirkjuyfirvöld hafi öðrum þræði litið svo á, að með þessum „hreinsunareldi á jörðinni11 missti djöfullinn af bráð sinni, sem að öðr- um kosti hlyti að brenna í vítislogum hans. Grimmd þessarar dauðarefsingar varð ljósari eftir því sem galdraof- sóknunum linnti, og af þeim sökum leituðust dómsyfirvöldin við að milda refsingarnar. Þannig varð það tízka að binda hinn dæmda við stiga og fella hann síðan niður í bálið eftir að eld urinn var orðinn mikill í kestinum. Það var þjáningarminna en þegar hinn dæmdi var uundinn við staur inni í miðjum kesti og varð að horfa á, er eldurinn nálgaðist hann smám saman. í sumum tilfellum var sá hátt- ur háfður á að binda poka með púðri á bak hins dæmda, og þegar eld urinn byrjaði að sleikja fórnarlamb- ið, varð sprenging í púðrinu, sem und- antekningarlaust hlaut að valda dauða og þar með koma í veg fyrir lang- varandi þjáningar. Líka þekktist, að fórnarlambið væri kyrkt, áður en það var sett á bálið. En þessu var reynt að leyna fyrir almenningi eins og mögulegt var, bví að almenningur vildi fá fórnarlambið lifandi á bálið. Hér á eftir verður fjallað um tvö kunn galdramál í Danmörku — hinn svonefnda húskross í Köge og málið gegn Maren Spliid í Rípum. Þessi mál eru ekki tek- in til -meðferðar vegna þess, að þau hafi verið einstök í sinni röð. Þau líkjast mjög mörgum hundr- uðum annarra, enda voru galdramál oft mjög keimlík. Það er líka furðu margt líkt í þessum tveim málum. Nei, þau eru valin fyrst og fremst vegna þess, að til eru gamlar ritaðar frá- sagnir um þau með ýmsum þeirrí smá- átriðum, sem eru nauðsynleg til þess að fá heillega mynd af þeim og skynja vídd þeirra. II. Nótt eina árið 1608 tók að bera á reimleikum í húsi Hans bartskera, kaupmanns í Köge, rétt við horn Norðurgötu. Hjónin sváfu í hjónarúmi, og umrædda nótt höfðu þau heyrt undarlegt gagghljóð úr kodda sínum, ekki ósvipað því, þegar hæna kallar á kjúklinga sína. Þetta var ákaflega kynlegt, fannst þeim. Grandvarir ná- búar, sem leitað var til næsta dag, komu .með þá tilgátu, að ef til vill væri höggormur í hálmi koddans. En T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 905

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.