Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 14
Hér gefur að líta hluta af bjórmottusafni Þórðar. Meðal annars má sjá bjórmottu frá Agll Skallagrímssyni. miðum, sem ég veit að ganga ekki nú orðið úti. Og enska miða á ég þó nokkra, sem ganga ekki heldur úti. Bruggeríin eru farin á hausinn og hætt allri starfsemi. Og svo á ég heil- mikið af íslenzkum miðum, sem sjást hvergi nú í dag, og það er víst alveg einsdæmi, að þeir skuli vera til enn þann dag í dag. Miðar frá Ródesíu. En ekki er þess getið, hvort Ljónabjórinn og Kastalabjórinn, er drykkur hvítra manna eða svartra. Þórður nær í bók merkta fsland og réttir mér. — Hérna hef ég íslenzku miðana. Þetta er held ég skemmtUegasta bók- in. Ég opna snjáða stílkompuna. í fyrstu opnu eru miðar frá Ölgerð Seyðisfjarðar. Þeir eru velktir, og liturinn tekinn að lýsast. — Þetta eru verðmætir miðar, seg- ir Þórður, þar sem hann stendur og horfir yfir öxl mér. — Já, og þessi hérna frá Ölgerð Vestmannaeyja. — Það hefur ekki verið ölþurrð hér á landi í þann tíma, segi ég. — Þau fóru flest á hausinn, þessi fyrirtæki, svarar Þórður. í næstu opnu gefur að líta spor- öskjulagaðan miða merktan Ölgerð Eyrarbakka. Jaðar miðans er blár, en miðgrunnurinn rauður og þar sit- ur íslenzki örninn með þanda vængi. Innihald þeirrar flösku nefndist Bakka;öl. — Ég er dálítið hrifinn af þessum miða, skal ég segja þér. Hann er síðan ölgerð var á Eyrarbakka, en hún starfaði held ég á milli sextán og tuttugu. Maðurinn, sem átti þetta, drukknaði í sjóróðri og þá lagðist ölgerðin niður. Ég tel þetta mikið til eða eiginlega alveg merkilegasta miðann, sem ég á. — Þér hefur aldrei dottið í hug að safna flöskunum líka? — Jú, mér datt einu sinni í hug að safna litlum flöskum, smáglösun- um, sem þú hefur líklega séð. Ég fór þá í tollinn og spurði, hvort ég mundi þurfa að borga toll af þessum glösum. Eg hefði sko getað beðdð erlenda safnara að senda mér þau, En þeir í tollinum bjuggust við, að ég yrði að borga toll, og þá lagði ég ekki í það. En það er kannski ágætt, að ég skyldi hætta við þá söfnun. Mér veitti ekki af hálfu eða heilu húsi til viðbótar, ef ég ætlaði að safna flöskum líka. Því svo á ég fyrir utan miðana hátt á fjórða hundr uð „beermats" eins og Enskurinn seg ir, það eru svona pappamottur undir bjórkollur og glös, og þær taka að sjálfsögðu heilmikið pláss. — Þú hefur ekki hugsað þér að hætta söfnuninni. Þetta verður nú að teljast allálitlegt safn af miðum. — Nei, nei, ég er alveg ákveðinn að halda því áfram. Hvað eru tuttugu þúsund miðar? Amimeríski klúbbstjór inn sagði mér, að hann ætti hundrað og fimmtíu þúsund gerðir, og ég fer þá ekki að hætta núna. Ég stenzt ekki að nota þessa bók, sem mér var gefin. Bruggerí út um allan heim. Annars fer ég að þurfa að byggja yfir þetta, þetta er orðið svo mik- ið. Ég er alveg í vandræðum. — En hvernig meturðu erlendu miðana? — Já. Ja, ég er nú svo skraut- gjarn, að ég fer náttúrlega eftir því, hvað þeir eru fallegir. Til dæmis eru margir amerískir miðar þeir falleg- ustu, sem ég hef fundið, nú og svo enskir miðar líka. Þetta er silfur og gulllitað og maður er allur í silfri og gulli á fingurgómunum, þegar maður er að ga.nga frá þessu og líma það inn í bækurnar. Nú og svo eru það þýzku miðarnir og þeir sænsku og norsku. Það er erfitt að gera upp á milli. Nei, ég tel það ekki sanngjarnt. — En er mikill mismunur á mið- unum eftir þvi, hvaðan þeir eru? — Jú, það er feykilegur munur. Amerískir miðar eru íburðarmestir. En miðar frá Austur-Evrópulöndun- um, til dæmis Póllandi, eru mjög sniðugir líka, já bráðsniðugir. Þeir eru líkastir því að vera svona nokk- urs konar abstrakt. Japanskir miðar eru líka mjög skrautlegir. Allir regn bogans litir. Svo er nú líka mikill munur á tegundum. Bjórmiðarnir eru lang-fjölbreyttastir og mest í þá borið, og næst þeim koma svo pilsnermiðarnir. Þeir eru fjölbreytt- ir líka. — Þú hefur ekki látið þér koma til hugar að stofna íslenzkan klúbb? — Ekki beinlínis svona. Annars hef ég þann áhuga og álit á þessari miðasöfnun, að ég álít, að það væri ekkert vitlausara, liggur mér við að segja, að stofna svona klúbba hér á landi heldur en úti, ekkert vitlausara heldur en þessa frímerkjaklúbba, sem þeir eru með hér á landi. Þessi söfnun er engu síður verðmætasöfn- un en frímerkjasöfnunin. Ég gæti 902 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.