Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.10.1966, Blaðsíða 10
„Maðurinn sýndi honum lágan tréstopul á miðju gólfi. þá gerðu áheyrendur sig líka ánægða með það. Konukindin, sem fyrr hafði taiað óþarflega hátt, sagði við bónda sinn: „Þá skal hundur heita í haus minn, ef ég geri það oftar að sitja á hár- greiðslustofu, fara í mín skástu föt, kaupa leigubíl og borga svo í þokka- bót fyrir að horfa á svona skrípalæti.“ Maðurinn sætti sig við örlög spek- inganna: „Unga kynslóðin er að leita að nýjum formum," svaraði hann. En hitt fólkið, sem hann heyrði hvíslast á, fór að geta upp á ýmsu, sem sýningin ætti, ef til vill, að tákna. Skírnir hafði aldrei á ævi sinni kynnzt svona brjóstgóðu fólki og um- talsfrómu. Á hinn bóginn var hann svolítið sammála hornhögldinni við hlið sér um það, að heimanbúnað yrði að miða við gagn og gleði ferð- arinnar. Nýir skór og spariskyrta var náttúriega ágæt eign, hvað sem leið miðanum í vasa hans. Tjaldið fór að kippast til. ★ Um næstu helgi horfði hann á knattspyrnu og sá íslendinga sigra Hollendinga. Honum var svo sem sama, enda ekki kunnugur þessari íþrótt. Á heimleiðinni kom hann við á málverkasýningu og keypti mynda- skrá. Þetta voru raunar ekki allt myndir, heldur ýmsir hlutir aðrir. Fyrst var talin Daladraumur. Og pilturinn, sem hafði heimþrá, fór óð- ar að leita þessa listaverks. Að lok- um bað hann umsjónarmanninn hjálpar. Maðurinn sýndi honum lág- an tréstöpul á miðju gólfi. Hlykkj- óttur vírspotti var féstur við hann ofanverðan. Nafn höfundar og sýn- ingarnúmer stóð heima við skrána, og Skírnir þakkaði manninum leið- sögnina. Ekki hafði Skírnir sérlega gaman af myndlist fremur en íþróttum. Hann skrapp af forvitni þangað, sem eitthvað var um að vera, mest til þess að fullvissa sjálfan sig um, að- hann hefði átt eitthvert annað er- indi suður en að hjálpa bæjarmönn- um til að rjála við bilaða bíla. Óðinn hafði drekkt sorgum sínum eftir að von hans brást um hárvöxt- inn, en var ekki kominn lengra en á ælustigið. Ægir sá rauðhærða stúlku með græn augnalok í næstu búð. Annar hlaut hana. Og Ægir var þeg- ar kominn á raupstigið. Skírnir aðhafðist ekkert og þótti leiðinlegur. Þó var það Skírnir, sem frægðin krýndi óviðbúinn eitt mánudagskvöld um vorið og vakti yfir honum næstu vikur. Hann hafði látið verða af því að ■losa sig við hálskirtlana, sem lengi höfðu angrað hann. Það var rétt eft- ir að hann varð seytján ára og tók bílprófið. Hann hresstist fijótt, fcn ætlaði að fara varlega nokkra daga og vinna ekki á verkstæðinu. Veðrið var blítt og júnísólin skær að vanda. Þá minntist Skírnir þess, að einmitt á þeim tíma árs er mik- ill ilmur úr grasi. Og hann langaði til að finna gróðurmold undir fótum. Grjóthólabræður áttu auðvitað jeppagarm eins og aðrir framsæknir, ungir menn. Og Skírnir lagði land undir hjól á mánudagsmorgni og ók, sem leið liggur, inn fyrir Hvalfjörð. Hann hvarflaði augunum að Harðar- hólma. Um hann er til mikil saga og fagurt ljóð. En hvað sem líður ljóðum og sögum, hefur ekki verið áhyggjulaust að búa á Ströndinni í þá daga, með brennuvarga yfir höfði sér, hugsaði pilturinn. Seinheppinn er hann Hvalfjörður. Enn ók hann um stund. Hann ætl- aði að snæða nesti sitt í skógarrjóðri. Viðarilmurinn á vorin var honum minnisstæður. Lengra og lengra ók hann. Kýr runnu yfir veginn. Skírn- ir stöðvaði bílinn og beið. Kúasmal- inn, stálpaður drengur, nam staðar á vegarbrúninni, eftir að síðasta beljan hafði skjögrað niður ruðninginn. Ef- laust var hann að athuga, hvaða teg- und og árgerð bíllinn var. Skírnir yrti á hann út um opinn gluggann: „Hvaða bær er þarna niður frá?“ „Hann er í eyði,“ svaraði drengur- inn og greikkaði sporið eftir belj- um sínum. Skírnir hafði spurt áhugalaust. En svar drengsins vakti hjá honum hug- mynd. Bærinn stóð niðri við sjó. Þang að var stutt bæjarleið. Þarna var óræktað valllendi og mýrar, en breið, glitrandi fjara við sjóinn. Byggð var engin neðra, nema þessi eini bær. Skírnir hvarf frá þeirri ætlun sinni að snæða nestið í skógarrjóðri. Hann sneri bílnum inn á troðning í áttina að eyðibænum. Bíll hafði farið troðn inginn nýlega. Hann virtist hafa rist djúpt og lent út af veginum. Skírn- ir ók eins langt og hann komst, yf- irgaf svo bílinn og gekk niður að ströndinni. Hann hirti ekki um að líta á bæinn, þótti það krókur, og lagði leið sína utan girðingar. Þar varð fyrir honum kelda, svo að hann brá á gamlan sveitasið og fór úr sokk- unum. Þannig komst hann slysalaust niður í fjöruna. Pilturinn hafiji enga sundskýlu meðferðis — og nú hefst þessi al- kunna, vinsæla vikublaðasaga um bera manninn á baðströndinni. En þessi saga er einstök á sinn hátt vegna þeirra óvæntu atburða, sem af nektarsundi piltsins leiddi. Skírnir hafði lært sund í héraðs- skólanum og steypti sér fegins hugar í sjóinn. Að stundarkorni liðnu svam hann í land og lagðist i sand- inn. Ósjálfrátt valdi hann sér stað í hléi við klett. Þarna lá hann með og naut sólarhitans. Þá heyrði hann skyndilega þramm- að í sandinum. Mannamál! Piltur- inn greip föt sín undrandi og reið- ur. Hvers konar stefnivargur var þetta á eyðiströnd á miðjum mánu- degi? Tveir menn, á að gizka miðaldra, með sólbirtugleraugu og myndavélar. 898 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.