Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Qupperneq 4
SÍÐARI HLUTI: Bókasafnið og fyrstu aldir íslenzkrar prentlistar. Þorst«inn hafði síðasta orðið i fyrra hluta viðtalsins, og orðið var „dauður“. Að orðinu sögðu ríkti trega blandin þögn í stofunni, unz Þor- steinn spurði hljóðiátlega: — Eigum við ekki að fá okkur kaffisopa? Spurningu hans var svarað játandi, og síðan fyrra hluta lauk, höfum við því sötrað kaffi, brutt meðlæti og rætt um sköpun heimsins, dulræna skynjun og annað líf. Því miður gefst ekki rúm hér í blaðinu til að birta niðurstöðu kaffispjallsins, en víkið að slíku síðar, — ef til viil í forsælu sígrænna trjánna í himnaríki. . Er hinzti dropi úr hitakönnu hafði vætt kverkar mínar römmu bragði þótti mér mál til komið að hefja að nýju bókatal og innti eftir elzta grip safnsins. Þorsteinn leggur frá sér blámynzU aðan bolla. — Það mundi vera Guðbrands biWían, sem ég keypti á uppboðinu hjá Sigurði Benediktssyni nú í haust. Þetta er fyrsta fi'umeintakið, sem ég á af þeirri merku bók. — En bíblían, sem þú keyptir a tvær krónur? — Hún var þvíliki slitur, að ég get tæpast talið hana með, og raunar gaf ég hana frá mér eins og ég sagði þér. Hann brosir. — En ég á ljósprentun af Guð brandsbíblíu, já og ljósprentanir af eldri bókum, en biblían er sem sagt eizti gripur safnsins, frá 1584. — Og hún er dýrmætust allra bóka, prentaðra á íslandi? — Já, þetta var geysimikið aírek í bókagerð á þessum tíma. Prentsmiðj an á Hólum var jú ekki stór og fremur illa tækjum búin, ef treysta má ummælum þeirra, er hana litu augum. Útgáfan er fyrst og fremst ávöxtur elju og dugnaðar þeirra manna, sem unnu í prentsmiðjunni, svo pg hefur Guðbrandur sjálfur lagt mikið að mörkum til útgáfunnar, að auki sem hann þýddi meginhluta gamla testamentisins sjálfur. — Gætirðu ekki sagt svolítið frá fyrstu öldum bókagerðar og bókaút- gáfu hér á íslandi, Þorsteinn. Það gæti orðið lesendum til skilningsauka á verðmætum safnsins. — Jaih, ég veit nú ekki. . . — Þú hlýtur að þekkja þetta manna bezt. Hann hagræðir sér í stóinuih. ég þekki þetta betur en einhver annar. — Ja, þú veizt þó alltént eittbvað. Láttu það korna. — Ef þú vilt, þá get ég drepið á heiztu atriði prentsögunnar hérna á íslandi. En eins og ég segi, þá hef ég enga sérfræðingsnafnbót í þess- um fræðum. Aðrir menn gætu rakið hana miklu réttar og ýtarlegar fyrir þig- — Við látum þá bara falla í gleymsku og dá. — Þú segir það. Jæja. Hann þagnar brot stundar. — Nú. —Jón Arason biskup er taiinn hafa fengið fyrsta prentverk- ið hingað til landsins. Að vísu er forsagan nokkuð óljós og heimild- um ber ekki saman, en flestir fræöi- menn hafa komið sér saman um það, að Ari, sonur biskups, hafi komið með prentverkið út hingað vorið fimmtán hundruð og þrjátíu, og var prentverkið sett niður að Hólum. Sem prentara réð Jón biskup nafna sinn Matthíasson, prest úr Svíþjóð, Jón „svenska" sem kallaður var. Það var algengt á sextándu öld, að mennt- aðir menn lærðu prentiðn. Prentsmiðjan var að Hólum næstu fimm árin, að því er talið er, og lét Jón biskup prenta nokkrar bækur, en af útgáfubókum hans er ekkert til nú í dag, utan tvö blöð í konungs- bókhlöðunni í Stokkhólmi. Þessi tvö blöð eru úr Breviaríum Holense, sem gefið er út fimmtán hundruð þrjátíu og fjögur eða fimm. Einnig er vissa fyrir, að Jón biskup gaf úr Fjora guðspjallamenn, því að Torfi Jónsson, prestur í Gaulverjabæ, bróðursonur Brynjólfs biskups Sveinssonar, segir þessa bók hafa veríð lagða í kistu Brynjóifs ásamt Nýja testamenti og Davíðssaltara. Hann segir orðrét: í líkræðu, að þar hafi verið lögð þessi bók, „sem Jón gamli biskup á Hól- um lét útleggja og þrykkja, sem hans formáli úlvísar, ef þar af finnst nokkurt exemplar.“ Svo að þú sérð, að þessi bók var strax þá orðin sjald- séður gripur. Aðrar bækur, sem Jón lét prenta, þekkjum við ekki. Fyrrnefndur Jón „svenski“ varð svo prestur að Breiðabólsstað í Vestur- hópi áríð fimmtán hundruð þrjátíu og fimm og hefur þá líklega tekið prentsmiðjuna með sér og sett hana niður á Breiðabólsstað. Heldur hefur þó verið dauft yfir prentuninni þar á staðnum, en prentverkið lifnar svo á ný árið fimmtán hundruð fimmtíu og níu. Sonur Jóns, Jón að nafni, hafði þá numið töluvert í prentlist inni af föður sínum og veitti honum aðstoð við prentun bóka. Nefnt ár, það ér fimmtíu og níu, lætur Ólafur biskup Halldórsson, eftirmaður Jóns Arasonar, prenta á Breiðabólsstað, fyrstu bók, sem prentuð er á íslandi og nú þekkist en það er „Passio, það er píning vors herra Jesu Ohristi í sex predikanir útskipt af Antonio Cor vino “ Þessi bók er til vanheil í há- skólasafni í Kaupmannahöfn. f Konunglegu bókhlöðunni { Kaup- mannahöfn er einnig til eintak af annarri bók, prentaðri á Breiðahóls stað af síra Jóni MattJhíassyni, en það er ,Guðspjallabók Ólafs biskups,“ prentun lokið áríð fimmtán hundruð sextíu og tvö. Ég á Ijósprent af þessum bókum. Vit- að er einnig, að á Breiðabólstað hafi — Ja, það er með öllu óvast, að „glöggur á bókaramennt “ Dagstund með Þorsteini M. Jónssyni, bóka útgefanda og skólastjóra frá Akureyri 964 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.